sunnudagur, mars 04, 2007

Aftur mæti ég sjálfum mér á förnum vegi; og öðru fólki líka

Ekki vil ég bregðast hugsanlegum eða ímynduðum bloggvæntingum og læt því þess getið að þegar við Erla skokkuðum á Ægisíðustígnum um hádegisbilið í dag mættum við Páli Ásgeiri og frú við sömu iðju. En drottinn minn, ekki vildi ég vera skokkfélagi Páls Ásgeirs, nægilega er erfitt að glíma við Erlu. Ég hef verið heldur duglegri en hún að skokka í vetur sem olli því að í dag komum við samsíða í mark. Þegar herðir á æfingum með vorinu mun hún smám saman og raunar fljótt fara á eitthvert annað plan en ég. Sjálfur stefni ég að því að fara 10 kílómetrana á sirka 55 mínútum, það er mjög verðugt markmið. Hún gæti hins vegar hæglega komist vegalengdina á undir 50 mínútum. En hún gæti líka valið þann kostinn að fara í hálft maraþon. Ég mun aldrei hlaupa hálft maraþon aftur því ég veit ég kæmist það ekki á undir tveimur tímum og slíka niðurlægingu get ég ekki kallað yfir mig. Hins vegar er freistandi fyrir mig að æfa með henni ef hún stefnir á þetta því það væri feykilega æskilegt að skokka hægt langar vegalengdir, t.d. 10-15 kílómetra.

En þetta var ekki aðalerindið. Í gær gengum við framhjá Hótel Sögu og þar var maður sem talaði óskaplega hátt í farsíma, svo glumdi um allt Hagatorgið. Erla sagði réttilega: "Svona ert þú, svona talar þú hátt." - Þetta var óþægileg en raunar margendurtekin uppgötvun. Mér varð litið á manninn: þetta var sirka sjötugur bóndi (væntanlega) í ljósbláum jakkafötum. Burtséð frá því að ég er ekki bóndi eða bændahöfðingi og mun aldrei fara á bændasamkomu þá sá ég í þessum manni sjálfan mig eftir sirka 25 ár. Og þrátt fyrir þann hvimleiða ávana að tala svo hátt að allir í 100 metra radíus heyra hvert orð sem ég læt út úr mér, ef ég geri mér ekki far um og beiti til þess viljastyrknum að halda raddstyrknum í skefjum, þá þótti mér þetta ekki ófýsileg framtíðarsýn: því maðurinn var grannur og virtist geysilega vel á sig kominn, fyrir utan það að ljóma af sjálfstrausti og ákveðni.

3 Comments:

Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:04 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:53 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home