þriðjudagur, október 14, 2008

Ekki spara of mikið

Það þarf ekki hagfræðing til að átta sig á því að fólk á að spara í góðæri en eyða ef það mögulega getur í kreppu. Auðvitað eru margir ekki aflögufærir núna. En þeir sem eiga lausafé ættu ekki að horfa í hverja krónu og bregðast við kreppunni með því að nurla. Ef allir hugsa þannig verður kreppan ennþá meiri.

Ég hef enn ekki orðið fyrir fjárhagslegu kjaftshöggi af kreppunni. Sparnaðurinn ekki í hlutabréfum og enn er ekki búið að reka mig úr vinnunni. Auðvitað hefur kaupmátturinn hrunið, launin ekki hækkað í heilt ár, aukavinnan horfin og verðbólgan búin að vera 15 prósent lengi. Samt hef ég það ágætt og sem betur fer hafa fleiri það ennþá ágætt, hvað sem síðar kann að verða.

Og við sem höfum það ennþá gott eigum að eyða peningum, ekki búa okkur undir kreppuna með nurli. Reynum að halda lífi í viðskiptum. Kaupum hamborgara. Kaupum okkur inn á landsleikinn við Makedóníu. Kaupum okkur buxur og skyrtur.

Sömu skilaboð ætti að flytja fyrirtækjum sem ekki eru á vonarvöl. Ekki reka fólk nema það sé nauðsynlegt. Ekki hætta við að ráða í starfið sem ykkur langaði að ráða í nema að það sé óðs manns æði að ráða fólk. Ekki hætta við að ráða bara til að vera varkár í kreppunni.

Þeir sem eitthvað eiga þurfa að halda áfram að eyða. Þannig verður kreppan ekki meiri en óhjákvæmilegt er.

Slátur er fyrir þá sem þegar eru orðnir staurblankir. Hinir ættu að halda áfram að kaupa sér hitt og þetta. Það er í okkar allra þágu.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk Ágúst.

Þessu þarf einmitt að hamra á.

Skattlaust ár 2009 eins og gert var 1987.

3:25 f.h., október 14, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, en ég efast um að ríkið hafi efni á skattlausu ári á næstunni, út af öllum útgjöldunum sem eru framundan.

3:36 f.h., október 14, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Finnst þér slátur vont, Ágúst?

10:27 f.h., október 14, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Thu hefur stortapad Agust og thetta er rett ad byrja .... fjoldin allur af folki komid a hausinn, sidan koma naudungaruppbodin og svo framvegis ...

1:31 e.h., október 14, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski skapast moguleiki hja ther i hinu nyja Islandi. Verdur thyttur a russnesku t.d bokin ad hverfa uti heiminn a goda moguleika thar...sjaum til...

1:34 e.h., október 14, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ákkúrat það sem ég hef verið að segja við fólk í kringum mig. Eina ráðið við kreppu er að stunda viðskipta, þ.e. kaupa, hóflega.

Það er hins vegar ekki hægt að gera ráð fyrir að hinn almenni borgari taki af skarið. Þetta þurfa að vera skýr skilaboð frá stjórnvöldum. Verst er bara að þau hafa engan trúverðuleika.

Verðbólgan sem er framundan hins vegar hvetur til allt of mikillar eyðslu. Við getum jafnvel séð, þegar fram líða stundir, verðhjöðnun í heiminum. Það er verra ástand en of mikil verðbólga.

Til að ná jafnvægisstiginu og fólk þori að "eyða" hóflega þarf trúverðugt fólk bæði í Seðlabankann og ríkisstjórn.´Án þess mun ástandið þróast "einhvernveginn".

3:07 e.h., október 14, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

svona er lífið. það sem kemur fjöldanum best kemur ekki alltaf einstaklingunum best. Vegna þess að neyslunni er ekki miðstýrt þá mun hver einstaklingur taka ákvörðun um sína neyslu eins og honum kemur best. Í dag kemur öll best að vera varfærinn. Hans vegar frýs alltaf meira og meira í pípunum þegar ekkert flæði verður.

Eina ráðið er að stjórnvöld hegði sér ekki þannig að þau magni upp kreppuna.

4:02 e.h., október 14, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Thad tharf ad hreinsa til herna a Islandi. Utrasin var baktryggd af rikinu altså skattgreidundum! Thetta hlytur ad teljast til landrads og eg vill ad menn verdi latnir bera abyrgd fyrir thetta galeysi. Thid verid ad athuga ad margir af thessum monnum voru med 20 mil. a manudi plus afleidu bonusa uppa 100 mill.

8:05 e.h., október 14, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er reyndar ekki hægt að hafa afleiðubónus uppá einhverja upphæð. Virði kaupvalrétta fer eftir gengi á hlutabréfum í vk. félagi á þeim degi sem kaupvalrétturinn gildir.

20 millur í mánaðarlegar launagreiðslur frá vinnuveitenda? Hverjir voru það? Ekki einu sinni stjóranir í bönkunum voru að fá svona mikið.

3:17 f.h., október 16, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Their voru ad fa minnsta kosti 20 mill. liklega er talan miklu hærri. Lika voru greiddir afleidubonusar oft a hærra midvidunargengi en markadsgengi , sem er thjofnadur af odrum hluthofum. Thad er ekkert vafamal ad bankastjorarnir hafa blasid brefin upp til ad hagkvæmast af thessum afleidugreidslum, enda synir thad sig i dag ad bankarnir voru gridarlega giradir.

10:32 e.h., október 16, 2008  
Blogger cr said...

Heil og sæl!

Nú rétt í þessu voru að berast ábendingar frá OECD að ef að Ríkisstjórnin víkji ekki frá nú þegar sé staða okkar sú skelfilegasta sem menn hafa séð gerast í vestrænu ríki síðan í seinni heimstyrjöldinni!

Núna sem aldrei fyrr verðum við að standa saman og láta allan heiminn vita af því að við íslendingar
látum ekki bjóða okkur meir en komið er af skelfilegum atburðum sem einkennast af spillingu, valdagræðgi og hroka yfirvalda sem hafa sett þjóðina út á kaldan klakann og er nú mest umhugað að bjarga eigin skinni en
ekki hagsmunum hins almenna íslendings. Viljum við leyfa þeim að halda þessu ÁFRAM? Er ekki komið nóg?

Er ekki nóg að við sem þjóð séum orðin gjaldþrota? eftir hverju bíðum við?

Hlusta þeir á okkur? svarið er einfalt: NEi!

Erlend stjórnvöld og stofnanir vilja ekki lána okkur peninga þar sem þeir treysta ekki núverandi Ríkisstjórn.
Þetta kostar okkur gífurlegar fjárhæðir með hverri mínútu sem líður og menn vilja ekki víkja vegna ótta
við að upp um þá komist, spillinguna sem þeir halda utan um. Hverju höfum við að tapa? Erum ekki nú þegar
rúin trausti og orðin gjaldþrota, er það ekki nóg? Eftir hverju erum við að bíða?

Hvetjið alla - alla til að mæta, taka sér hádegishlé og sýna samstöðu.

Friðsamleg Mótmæli við Alþingishúsið klukkan á morgun,

miðvikudag, klukkan 12:00!

Tökum höndum saman og myndum SKJALDBORG utan um Alþingishús okkar íslendinga!

Ríkisstjórnin víki Nú Þegar!

9:01 e.h., nóvember 11, 2008  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:56 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home