fimmtudagur, apríl 16, 2009

Skástu og eðlilegustu leiðirnar

Launalækkun yfir línuna hjá opinberum starfsmönnum. - Betra en að segja upp fólki í stórum stíl.

Meiri uppsagnir hjá bönkum. - Fjármálakerfi okkar er ekki svipur hjá sjón. Enn munu starfsmenn bankanna vera allt of margir. Margt af þessu fólki þarf að leita á önnur mið.
Það er ekki eðlilegt að aðrir skattgreiðendur haldi uppi atvinnu í fjármálageiranum, þeim bransa sem kom okkur í þessa stöðu.

Skattahækkanir. - Þær eru óhjákvæmilegar.

Ef þessar aðgerðir koma í veg fyrir stórfelldan niðurskurð í mennta- og heilbrigðiskerfinu þá er það vel. Fjármálastarfsmennirnir fyrrverandi geta þá sótt sér nýja menntun. Meðal annars.

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju er betra að lækka laun allra í stað þess að segja einhverjum upp?

3:30 f.h., apríl 16, 2009  
Anonymous Snæbjörn said...

Af því þá eru færri atvinnulausir nafnlaus.

Og við þurfum fleiri kennara.

Hins vegar ef maður telur sig geta unnið sér fyrir hærri launaseðil þá er hin frjálsi markaður til að skera út um það.

Hvet alla til þess að gerast verktaki eins og ég. (Er ennþá með vinnu)

4:18 f.h., apríl 16, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið vildi ég að (fyrrum) skoðanasystkini þín hjá íhaldinu gætu sýnt sömu skynsemi í sínum málflutningi.
En þar er fólk enn við sama heygarðshornið - skattar eru (opinberlega) verkfæri djöfulsins. Það sem þeir láta ósagt er auðvitað að sjálfir hafa þeir verið í púkahlutverkinu árum saman, bara ekki haft hátt um það...
ps. Hvers vegna er vefslóð sögð valfrjáls þegar komment er sett inn - en kommentinu ekki hleypt í gegn nema hún sé gefin upp? Hmmm...
pps. Og enn fæ ég meldingu um að vefslóðin innihaldi ógilda stafi eða eitthvað álíka gáfulegt, þegar ég læt þó undan og stimpla hana inn - skrýtið. Verð þá bara að vera nafnlaus í haus athugasemdarinnar.
Kveðja,
Tumi

6:22 f.h., apríl 16, 2009  
Blogger Unknown said...

Þetta mál allt byggir á ákveðinni vankunnátti. Opinberir starfsmenn fá flestir greitt samkvæmt taxta. Þeir eru m.ö.o. á þeim lágmarkslaunum sem samningar heimila. Á almenna vinnumarkaðinum er þetta sjaldgæft og í flestum tilvikum þar sem laun voru lækkuð var um það að ræða að yfirgreiðslur voru teknar af, þ.e. menn voru færðir niður á taxtann. Það þurfti s.s. ekki að brjóta neina samninga til að gera þetta. Það er hins vegar óheimilt að borga fólki undir taxta. Því þyrfti að semja upp á nýtt við opinbera starfsmenn um kjarasamninga sem fælu í sér lækkanir á lágmarkstöxtum. Það finnst mér mjög ólíklegt að gerist, sérstaklega í ljósi þeirrar kjaraskerðingar (launalækkunar) sem hefur falist í hruni gengisins og verðbólgu umfram launahækkanir á síðasta ári.

10:27 f.h., apríl 16, 2009  
Anonymous BaldurM said...

Leiðréttið ef þetta er rangt munað:
Launakostnaður hins opinbera er um 100 milljarðar á ári. 30 milljarðar skila sér aftur sem tekjuskattar. Þetta eru þá 70 milljarðar nettó. 10% af því eru 7 milljarðar á ári.

Á sama tíma eru greiddir 15,5% vextir til eigenda 400 milljóna krónubréfa. Það eru yfir 60 milljarðar á ári. Á meðan vextirnir voru 18% þá voru þetta 76 milljarðar á ári, eða tæplega 7 milljarðar Á MÁNUÐI.

Fjárlaga hallinn er 150 milljarðar. Hverju breytir það að taka 10% af launum ríkisstarfsmanna í stóru myndinni?

Væri kannski nær að einbeita sér að stóru tölunum?

11:45 f.h., apríl 16, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það munar um 7 milljarða. Það er verulegt.

Tveir milljarðar i hátekjuskatt. Þar eru komnir 9.

Og hvað spara bankarnir í viðbót á eðlilegum uppsögnum?

Það þarf að spara 50 milljarða á næst þingi.

12:34 e.h., apríl 16, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Það á að forðast það i lengstu lög að segja upp fólki.
Menn verða að átta sig á því að það er númer 1-2 og 3 að hjálpa fyrirtækjum þessa lands til að halda uppi atvinnustiginu. Það að hækka skatta er að mínu mati merki um uppgjöf og ráðaleysi.
Stefnan á að sjálfsögðu að vera að breikka skattastofnin. Að það séu fleiri sem borgi skatta af meiri veltu í hagkerfinu sem verður til við það að fólk stundi vinnu.
T.d eiga stjórnvöld og einstaklingar að einbeita sér að því að auka framleiðslu og verðmætasköpun í landinu.
Það má vel vera að margir geti borgað meiri skatta en þeim fækkar stöðugt á meðan ekkert er gert í atvinnumálum.

Jón Ottesen

2:01 e.h., apríl 16, 2009  
Anonymous Ólinn said...

Talandi um að spara...

http://fannarh.blog.is/blog/fannarh/entry/854899/

kíkið á þetta...

3:02 e.h., apríl 16, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Tölurnar sem maðurinn nefnir eru bull. Raunar telur hann þetta fyrst vera 1.600 árslaun og síðan 1.600 mánaðarlaun. Síðan kannski 133 árslaun. Hvers vegna reynir hann ekki að fá þetta á hreint áður en hann skrifar grein um þetta og fer í talnaleik?

Alls fengu 134 listamannalaun síðast, frá 3 mánuðum upp í 12. Þetta eru því vel innan við 100 árslaun, líklega nær 50.

Ég skal ekkert segja um hvort þetta er réttlætanlegt eða ekki og hvort við eigum að spara þetta.
Þó er ljóst að listamenn á launum eru ekki listamenn á atvinnuleysisbótum og listamenn eru atvinnuskapandi, sérstaklega rithöfundar þar sem störf þeirra tengjast prentiðnaði, útgáfu og bóksölu. - Ég læt aðra um að meta hvort þetta er skynsamlegt eða ekki.

En það er tilgangslaust að varpa fram einhverjum rugltölum. Notar maðurinn svona vinnubrögð við ritgerðarsmíð á Bifröst? Hvað fær hann þá í einkunni?

3:20 e.h., apríl 16, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta eru um 420 milljónir eftir þessa hækkun. Listamannalaun í heild sinni.

3:29 e.h., apríl 16, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleymdu ekki aðalatriðinu: Sækja um aðild að ESB strax!

Sjá t.d.: http://eyjan.is/blog/2009/04/16/ritstjori-visbendingar-annad-hrun-ef-ekki-verdur-sott-um-adild-ad-evropusambandinu/

5:25 e.h., apríl 16, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:17 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:22 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home