mánudagur, júní 08, 2009

Snuff-myndir í Lesbók

Ég veit ekki hvers vegna Þröstur Helgason var rekinn af Lesbókinni. Mér finnst líklegt að það hafi einfaldlega verið sparnaður, þetta var djobb sem hægt var að skera niður. Ég get samt ekkert fullyrt, hef engar innanbúðarupplýsingar. Þröstur gerði margt gott á Lesbókinni, birti mikið af góðu efni og gerði bókmenntum hátt undir höfði. Hann rak hins vegar mjög ákveðna póstsmóderníska ritstjórnarstefnu sem sumpart var góð og sumpart slæm. Ég var oft að rífa kjaft á bloggi út af Lesbókinni en gleymdi kannski að þakka fyrir það sem vel var gert. Fyrir utan birtingar á efni sem ég sendi Þresti sjálfum en hann birti allt efni sem ég sendi honum og greiddi fyrir það. Það var samtals þetta: Ein smásaga (Mjólk til spillis), grein um Alice Munro og grein um Who´s Next plötuna.

Nú virðist Lesbókin nokkurn veginn ritstjórnarlaus. Það getur vel gengið. Það vekur hins vegar athygli mína að einhver náungi (barnabókahöfundur) er sífellt að birta þarna myndskreytta langhunda um einhverjar jaðarhryllingsmyndir, hann hefur mikið dálæti á pyntingum á fólki og alls kyns grafískum óþverra og dásamar þetta efni með einhverju póstmódernísku frasakjaftæði.

Það er allt í lagi að hafa áhuga á svona myndum og það mætti jafnvel birta eina grein um þær í Lesbókinni. En hvers vegna svona greinar eru birtar þar sem lykilefni og taka yfir heilu opnurnar tvær helgar í röð (er kannski von á meiru?) þykir mér bera vitni um algjört ritstjórnarlegt stjórnleysi. Svona efnisáherslur passa engan veginn við Lesbók Morgunblaðsins.

Er ekki hægt að láta Kollu Bergþórs - eða getur ekki bara ritstjórinn sjálfur fylgst aðeins með þessu og haft uppi lágmarksritstjórn?

Besta hugsanlega Lesbókin myndi liggja einhvers staðar mitt á milli Þrastar og Gísla gamla málara. Gott aktúelt bókmennta- og menningarefni í bland við þjóðlegan fróðleik, rokk- og poppklassík má fljóta með.

Lesbók Morgunblaðsins er ekki neðanjarðarblað.

10 Comments:

Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Er ekki Fríða Björk Ingvarsdóttir ritstjóri?

Það var annars löngu byrjað að skera þetta niður í ekki neitt áður en Þröstur var rekinn. Ég minni á að ritdómarnir fyrir síðustu jól voru að meðaltali upp á svona 50 orð.

8:42 e.h., júní 08, 2009  
Anonymous Þórdís said...

Hvað heitir barnabókahöfundurinn?

9:33 e.h., júní 08, 2009  
Anonymous Ásgeir H said...

Það hefur vissulega margt breyst í Lesbókinni eftir að Þröstur hætti en Gunnar Theódór var þó byrjaður að skrifa þar um bíómyndir, m.a. hryllingsmyndir, löngu áður. Og eitthvað ertu að rugla saman hugtökum í fyrirsögninni, enda er ansi svakalegur eðlismunur á snöff-myndum og venjulegum jaðarhryllingsmyndum.

11:20 e.h., júní 08, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ein myndin fjallar um snuff-myndagerð. Viðurkenndu bara, þessi grein hans passaði ekkert á þennan stað og það á að stilla þessu í hóf, sérstaklega þegar búið er að skera niður allt efni, þá vil ég ekki fá einhverjar aðdáunarfullar myndskreyttar greinar um kvikmyndir sem velta sér upp úr pyntingalosta. Hann getur bara birt þetta á bloggsíðunni sinni.

1:17 f.h., júní 09, 2009  
Blogger asgeirhing said...

Já, snöff-myndagerð er umfjöllunarefni einnar myndar af þremur sem hann fjallar um, en sú mynd er skáldskapur. Sem gerir myndina langt frá því að vera snöff-mynd, bara ósköp venjulega hryllingsmynd, þótt hún kunni að vera grófari en flestar. Snöff-mynd er mynd þar sem raunverulegt morð er sýnt, vitaskuld kolólöglegt (og mönnum ber raunar ekki saman um hvort þær séu raunverulega til eða hvort þetta sé flökkusaga) og á allt öðru leveli en aðrar hryllingsmyndir, hvað sem mönnum kann svo að finnast um þær.

2:00 f.h., júní 09, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jájá ég veit. Og að fyrirsögn færslunnar stenst ekki bókstaflega. En varla er það nú aðalatriðið? Mér finnast þessar efnisáherslur passa mjög illa við Lesbókina. ÞEtta er ekkert fjandans neðanjarðarblað fyrir áhugamenn um jaðarhryllingsmyndir.
Eða hvað?

2:06 f.h., júní 09, 2009  
Anonymous Ásgeir H said...

Hún á vissulega ekki að vera það, en þær mega alveg vera með. En hins vegar er meiri áhersla á alls kyns jaðarmyndir í þessari vikulegu bíóþrennu Lesbókar hreinlega út af því aðalblaðið dekkar mainstreamið. Svona svo langt sem það nær, auðvitað er Mogginn stórlaskaður og á í basli með að dekka bæði ...

Annars var burðargreinin hans Gunna ekki um hryllingsmynd heldur grænmetisætuáróður, kjötætan ég hef náttúrulega miklu meiri áhyggjur af slíku ;)

2:31 f.h., júní 09, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já. En hvað með að birta þetta bara annars staðar í Mogganum? Það eru alls kyns kvikmyndadálkar og afþreyingarsíður. Mér finnst að Lesbókin eigi að fá að vera svolítið Old School.

3:43 f.h., júní 09, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:21 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home