mánudagur, apríl 26, 2004

Á hinn bóginn: Ef mig langar til að stofna dagblað á morgun, auðvitað má ég það. Ríkið á ekki að geta bannað það þó að blaðið verði svo vinsælt að allir landsmenn lesi það. Lög á fjölmiðla eru rugl. Á hinn bóginn get ég aldrei borið fullt traust til þess að Fréttablaðið fjalli með hlutlausum hætti um Baug; nú og sumir treysta því ekki að Mogginn fjalli hlutlaust um Sjálfstæðisflokkinn. Það sem gildir er meðvitaður lestur.