miðvikudagur, júní 23, 2004

Munurinn á agustborgthor.blogspot.com og shuttleworthy.blogspot.com er munurinn á því að vera vanmetinn og hæfileikalaus. Tveir menn á svipuðum aldri, báðir hafa skrifað mikið, annar vakið fremur litla athygli en hinn aldrei fengið neitt birt. Annar hæfileikaríkur og hinn hæfileikalaus.

Það er ekki sárt að vera vanmetinn. Það er bara pirrandi. Og auk þess að vera pirrandi er það hvetjandi. Það hlýtur hins vegar að vera afskaplega sárt að langa til að vera rithöfundur en hafa ekki hæfileika. Sérstaklega þegar menn eru komnir um fertugt, ég tala nú ekki um eldri. Þarna sjáið þið muninn. Önnur síðan er uppfull af afdráttarlausri, hispurslausri og hreinskilinni tjáningu, umdeilanlegum skoðunum og vel stíluðum hugleiðingum; allt skrifað undir nafni; hin er botnlaust niðurrif, nafnlaus mannvonska sem búin er að missa móðinn enda hefur síðan ekki verið uppfærð frá því í febrúar.

1 Comments:

Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér finnst fyndnast að hann skuli ekki hafa haft meira úthald í þetta, maður sér alveg fyrir sér fúlt loftið leka úr blöðrunni.

3:31 e.h., júní 24, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home