Fyrir mörgum árum gekk um götur borgarinnar maður sem sagt var að ferðaðist með vindáttinni. Það voru reyndar vinir mínir, Jón Óskar (Sólnes) og Kári, sem gáfu honum þessa umsögn, þegar við höfðum mætt honum á Skólavörðustígnum á miðjum níunda áratugnum. Ég ætlaði að fara að segja þeim að ég þekkti til mannsins en eins og vanalega hlustuðu þeir ekkert á mig.
Ástæða þess að maðurinn var sagður ferðast með vindáttinni var holdafar hans. Hann var ákaflega grannholda og bar þess sérstaklega merki í kinnfiskasognu andlitinu. Ég hafði haft kynni af honum sirka 12 árum áður, síðvetra 1973, og hann hafði ekkert breyst síðan þá. Hann var kennari minn í 11 ára bekk Landakotsskóla þann vetur, þá kornungur maður. Hann var ekki prestur en samt hluti af þessu leiðinlega, kaþólska, guðstalandi, ásakandi og stranga presta- og nunnusamfélagi sem tengdist öllu þessu dóti á Túngötunni, Landakotskirkju, -spítala og -skóla. Ekkert var eins öfundsvert og unglingar og ungt fólk þegar ég var 11 ára, enda fengu ungmenni að láta hár sitt vaxa, héngu á sjoppum, óku bílum og skellinöðrum, hlustaðu á gaddavírsrokk, keluðu og drukku brennivín í kók. Svo fór reyndar að fátt af þessu vakti áhuga minn þegar ég hafði aldur til, en það er önnur saga.
Kennarinn grannholda lifði hins vegar ekki í þessum ungmennaheimi. Hann var snöggklipptur og gamaldags í klæðaburði, honum stökk aldrei bros, fálátur og prúður, en of huglaus til að vera strangur. Það var erfitt að ímynda sér hann eiga einkalíf sem tilheyrði fullorðnum, mér fannst hann ekki geta átt kærustu, drukkið áfengi, reykt, farið í bíó eða hvaðeina sem virtist spennandi. Hann leit út fyrir að gera ekki annað en kenna, lesa biblíuna, fara í kirkju og borða dálítinn hafragraut (en væntanlega mjög lítið af honum miðað við holdafarið).
Þennan vetur var ég í sérstæðu vinasambandi við strætisvagnastjóra sem bjó heima hjá okkur um skeið en var hvorki faðir minn sé stjúpfaðir. Sá maður hefur væntanlega verið um þrítugt þennan vetur. Ég fór stundum með honum á strætóvaktirnar, hékk frammi við bílstjórasætið og við töluðum um fótbolta, handbolta og bíómyndir. Kvöld eitt bauð hann mér í ellefubíó í lok vaktarinnar. Ekki veit ég hvers vegna hann var laus af kvöldvakt til að komast í ellefubíó en þannig var það, ég man m.a.s. að þetta stóð tæpt og við komum aðeins of seint á myndina. Ennfremur að myndaúrvalið var slakt í bænum þetta kvöld og það eina sem kom til greina var mynd um fjölbragðaglímukappa sem sýnd var í Laugarásbíói og var bönnuð innan 12 ára. Við hefðum frekar kosið að sjá almennilega karatemynd eða glæpamynd með Charles Bronson en þetta varð að duga. Myndin stóð reyndar fyrir sínu og einn fjölbragðaglímukappinn lét lífið í hringnum.
Fyrir framan mig okkur í bíóinu sat maður sem virtist annaðhvort vera tvífari kennarans eða kennarinn sjálfur. Hann var með nákvæmlega eins hárgreiðslu og þegar sýningu lauk sá ég að hann var í eins fötum, köflóttum jakka og rauðum rúllukragabol og andlitið var nauðalíkt. Lengi vel velti ég því fyrir hvort þetta væri virkilega kennarinn. Hárfínn en afar mikilvægur munur var þó á þessum mönnum, þessum tvíförum: Maðurinn í bíóinu var ekki grindhoraður þó að hann væri grannur, hann var ekki einn heldur með konu sér við hlið og hann skellihló stundum yfir myndinni auk þess að háma í sig sælgæti. Ekkert af þessu gat átt við kennarann grannholda.
Ég gat samt aldrei losnað við þá tilfinningu að þessi maður væri með einhverjum hætti kennarinn, á einhvern þann hátt sem aðeins getur þrifist í röksamhengi draumsins. Hugmyndin var af meiði tvífaraminnisins í bókmenntunum þó að ég hefði enga hugmynd um það þá. Með öðrum orðum gat ég ekki losað mig við þann grun að kennarinn ætti sér annað sjálf sem væri miklu skemmtilegra en það sem blasti við mér í skólanum, en frá hans sjónarhóli væntanlega hin myrka og djöfullega hlið á honum sjálfum.
2 Comments:
louis vuitton, nike outlet, nike free run, nike air max, polo outlet, longchamp outlet, nike free, replica watches, nike roshe, ray ban sunglasses, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, louis vuitton outlet, uggs on sale, louis vuitton outlet, longchamp outlet, prada outlet, ray ban sunglasses, tory burch outlet, ugg boots, tiffany jewelry, sac longchamp pas cher, christian louboutin, tiffany and co, louis vuitton, replica watches, louis vuitton outlet, oakley sunglasses, christian louboutin uk, polo ralph lauren outlet online, ugg boots, michael kors pas cher, louboutin pas cher, polo ralph lauren, longchamp pas cher, burberry pas cher, jordan shoes, gucci handbags, nike air max, air max, longchamp outlet, jordan pas cher, prada handbags, oakley sunglasses wholesale, kate spade outlet, christian louboutin outlet, christian louboutin shoes, oakley sunglasses, cheap oakley sunglasses
juicy couture outlet, juicy couture outlet, ugg, pandora jewelry, moncler, replica watches, moncler outlet, pandora uk, ugg,uggs,uggs canada, gucci, canada goose uk, swarovski crystal, converse, marc jacobs, canada goose outlet, moncler, supra shoes, ugg pas cher, hollister, swarovski, thomas sabo, pandora jewelry, moncler outlet, louis vuitton, moncler uk, louis vuitton, canada goose outlet, canada goose jackets, canada goose, canada goose, links of london, toms shoes, montre pas cher, pandora charms, doudoune moncler, moncler, barbour uk, louis vuitton, ugg uk, karen millen uk, moncler, ray ban, coach outlet, barbour, lancel, louis vuitton, hollister, louis vuitton, canada goose outlet, ugg,ugg australia,ugg italia, wedding dresses, nike air max
Skrifa ummæli
<< Home