þriðjudagur, júní 15, 2004

Hvers vegna finnst manni konur alltaf vera betri en karlar? Þær eru það ekki en manni finnst það alltaf og dæmir þær alltaf vægar. Er það partur af arfleið karlaveldisins, hin hliðin á þeim peningi? Er það áróður feminista? - Hér kemur dæmi. Í morgun las ég á vef Bild Zeitung að 26 ára gömul kona hefði verið ákærð fyrir að misnota 13 ára strák. Bild er að vísu DV Þýskalands en staðreyndir málsins virðist þó vart hægt að véfengja enda er þetta dómsmál. Konan hellti drenginn fullan, flekaði hann og ofsótti hann síðan eftir það, sem og barnunga kærustu hans. Skynsemin og dómgreindin segja að þetta sé alvarlegur glæpur en eitthvað í manni ypptir öxlum og minningin um eigin unglingsár öfundar drenginn. En hefði þetta verið 26 ára gamall karlmaður og 13 ára stelpa þá fyndist manni maðurinn vera ófreskja.

Hér heima var maður tekinn af lífi dag eftir dag á forsíðu DV fyrir að totta 15 ára strák. Það liggur ekki einu sinni fyrir að þetta sé lögbrot. Ekki myndi ég vilja að sonur minn legðist með þrítugum karlmanni þegar hann verður 15 ára, en væri ég samkynhneigður, nei segjum frekar: þegar ég var 15 ára, hefði þrítug kona tottað mig þá, hefði mér fundist það svo slæmt? Væri minningin slæm? - Þessar vangaveltur breyta ekki því að fullorðið fólk á að láta börn og unglinga í friði þegar kemur að kynlífi. En málin eru engu að síður misalvarleg.

Þegar móðir myrðir barnið sitt að nóttu, atburður sem minnir á hryllingsmynd, þá fer hið annars óvægna og dómharða DV um hana silkihönskum. Og það sama gerir maður sjálfur ósjálfrátt. Áherslan er á orðið "harmleik" og maður hugsar um ógæfu og sjúkleika konunnar fremur en annað. En hefði karlmaður gert þetta þá sæi maður umfram allt fyrir sér djöful í mannsmynd.


5 Comments:

Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, eflaust ekki algilt kæri Hr. Pez. Engu að síður er tilhneigingin sú að trúa síður illu upp á konur en karla. Umræða um kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi snýst nánast eingöngu um karla sem gerendur. Er það nógu gott? Erum við þar með ekki að láta okkur yfirsjást mikið af fórnarlömbum sem þarf að bjarga? Ekki höfðu þessi börn í Vesturbænum verið tekin frá móður sinni. Er sú vanræskla partur af þessu viðhorfi? Hefðu þau verið tekin ef konan hefði verið í sambúð með ofbeldismanni? - Hve mikið af mæðrum misþyrma börnunum sínum á Íslandi? Hve margar gera það í algjöru grunleysi umhverfisins? - Og hefur einn einasta kvenkynsbarnaníðingur (þ.e. sem misnotar kynferðislega) uppgötvast í Íslandssögunni? Hvað skyldu þær vera margar?

4:49 e.h., júní 15, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það má vera að konur séu dæmdar harðar fyrir lesti sem karlmönnum fyrirgefst fremur, þannig hefur það a.m.k. lengi verið. En þegar um er að ræða glæpi og níðingsverk þá er eins og fólk trúi því ekki að konur séu færar um slíkt. Án nokkurs vafa er t.d. sjaldgæfara að konur leggist á börn en karlar en það er líka jafnöruggt að slíkar konur eru til í einhverjum áþreifanlegum mæli. Mér þykir líka fremur líklegt að algengara sé að konur misþyrmi börnum en karlar, þar kemur frumskógarlögmálið og goggunarröð til sögunnar: Karlar eru yfirleitt aflmeiri en konur og konur hafa meira afl en börn. En af einhverjum ástæðum sér maður aldrei neina statistik um þetta, maður sér umfram allt mjög oft statistik um kynferðisafbrot karla gagnvart konum. Ástæðan er held ég sú að grasrótarstarf um þessi efni og jafnvel félagsleg þjónusta er runnin af feminískum rótum. Ekki vil ég gera lítið úr feminisma, feminisminn er ásamt frjálshyggjunni sigurvegari í hugmyndabaráttu síðustu aldar og feminisminn hlýtur að vera einhver áhrifaríkasta mannréttindahreyfing sögunnar. En þegar glímt er við samfélagsleg vandamál á borð við kynferðisofbeldi og illa meðferð á börnum þá þarf að leita sannleikans fordómalaust og nálgast málin á hlutlausan hátt en ekki útfrá kynjapólitískri baráttu.

1:11 f.h., júní 16, 2004  
Blogger oakleyses said...

louis vuitton, nike outlet, nike free run, nike air max, polo outlet, longchamp outlet, nike free, replica watches, nike roshe, ray ban sunglasses, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, louis vuitton outlet, uggs on sale, louis vuitton outlet, longchamp outlet, prada outlet, ray ban sunglasses, tory burch outlet, ugg boots, tiffany jewelry, sac longchamp pas cher, christian louboutin, tiffany and co, louis vuitton, replica watches, louis vuitton outlet, oakley sunglasses, christian louboutin uk, polo ralph lauren outlet online, ugg boots, michael kors pas cher, louboutin pas cher, polo ralph lauren, longchamp pas cher, burberry pas cher, jordan shoes, gucci handbags, nike air max, air max, longchamp outlet, jordan pas cher, prada handbags, oakley sunglasses wholesale, kate spade outlet, christian louboutin outlet, christian louboutin shoes, oakley sunglasses, cheap oakley sunglasses

4:22 f.h., apríl 06, 2016  
Blogger oakleyses said...

michael kors outlet online, michael kors outlet, replica handbags, nike tn, nike free uk, coach purses, burberry outlet, michael kors, polo lacoste, nike blazer pas cher, nike air max, hollister pas cher, ray ban uk, guess pas cher, michael kors, true religion outlet, hogan outlet, michael kors outlet online, nike air max uk, uggs outlet, michael kors outlet, new balance, michael kors outlet online, uggs outlet, mulberry uk, nike air force, abercrombie and fitch uk, lululemon canada, north face uk, ray ban pas cher, burberry handbags, michael kors outlet online, kate spade, true religion outlet, ralph lauren uk, sac hermes, nike air max uk, vans pas cher, converse pas cher, hollister uk, nike roshe run uk, true religion jeans, north face, michael kors outlet, sac vanessa bruno, true religion outlet, oakley pas cher

4:25 f.h., apríl 06, 2016  
Blogger oakleyses said...

juicy couture outlet, juicy couture outlet, ugg, pandora jewelry, moncler, replica watches, moncler outlet, pandora uk, ugg,uggs,uggs canada, gucci, canada goose uk, swarovski crystal, converse, marc jacobs, canada goose outlet, moncler, supra shoes, ugg pas cher, hollister, swarovski, thomas sabo, pandora jewelry, moncler outlet, louis vuitton, moncler uk, louis vuitton, canada goose outlet, canada goose jackets, canada goose, canada goose, links of london, toms shoes, montre pas cher, pandora charms, doudoune moncler, moncler, barbour uk, louis vuitton, ugg uk, karen millen uk, moncler, ray ban, coach outlet, barbour, lancel, louis vuitton, hollister, louis vuitton, canada goose outlet, ugg,ugg australia,ugg italia, wedding dresses, nike air max

4:30 f.h., apríl 06, 2016  

Skrifa ummæli

<< Home