sunnudagur, nóvember 21, 2004

(Hrifla fyrir kistan.is)
Slarkfær reyfari
Dauðans óvissi tími eftir Þráinn Bertelsson


Skáldsaga er tæplega góður miðill til að draga nýjar, beinharðar og hættulegar staðreyndir fram í dagsljósið. Skáldsaga þykist ekki vera sönn og því er hæpið að trúa henni. Skáldsaga Þráins Bertelssonar, Dauðans óvissi tími, vísar áþreifanlega og síendurtekið í nýliðna viðburði í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi sem og raunveruleg afbrot sem hér hafa verið framin. Efnisatriðum bókarinnar má skipta í þrennt: Alkunnar staðreyndir færðar í afar gegnsæjan dularbúning, augljóslega skáldaðir atburðir sem umfram allt þjóna spennusögunni og atburðir sem gefið er í skyn að hafi gerst.

Það síðastnefnda hefur á sér kjaftasögu- og dylgjublæ. Ef það vakir fyrir höfundi að telja lesendum trú um að þekktir íslenski kaupsýslumenn hafi framið vafasama gjörninga í Rússlandi og komist í slagtog við glæpasamtök þar í landi, þá er lesandinn svo sem engu nær um það, því þetta er sett fram innan umgjarðar bókar sem öðrum þræði er lygilegur reyfari. Því síður getur lesandinn ályktað af lestri bókarinnar að peningaþvætti hafi í raun átt sér stað innan íslenskra fjármálafyrirtækja. Hann er engu nær um það, ekki frekar en höfundurinn.

Besti hluti bókarinnar er saga tveggja æskuvina sem fremja bankarán í útibúi á Vesturgötu. Þar er nýlegt og alþekkt sakamál rakið en prjónað við það morð og þessir kaflar vekja upp óþægilega spurningar. Bankarán hafa nánast komist í tísku á Íslandi síðustu árin. Hvenær fer eitt slíkt úrskeiðis og hvaða afleiðingar hefur það?

Skáldsögur geta á hinn bóginn verið góður miðill til að lýsa hinu ýmsu þjóðfélagssviðum með áherslu á hið dæmigerða. Forvitnilegt væri að lesa vandaða skáldsögu sem lýsir íslensku viðskiptalífi á almennan hátt. En þessi bók er svo bundin við raunverulega atburði að ekkert í henni nær því að hafa almennt gildi. Sagan festist í því að dylgja um þekkta atburði og nær því aldrei að segja okkur neitt um þennan þátt þjóðfélagsins á almennan hátt.

Sem skáldsaga er sanngjarnast að meta bókina eftir spennugildi, skemmtigildi og uppbyggingu því höfundur leggur auðsjáanlega hvorki áherslu á góðan stíl né djúpa persónusköpun. Um þessa þætti er það að segja að sagan er að mörgu leyti vel uppbyggð og flóknir þræðir hennar eru vel fléttaðir saman. Þegar á líður vekur frásögnin eftirvæntingu.

Á hinn bóginn eru leiðir smíðagallar á sögunni sem augljóslega eiga sér orsök í hröðum ritunartíma hennar: stöðugar endurtekningar þreyta lesandann. Alþekkt er að áhorfanda að spennumynd eða lesanda spennusögu er hlíft við því að upplifa sama atburðinn oftar en einu sinni, ekki nema að endurtekningin hafi sérstakt listrænt gildi og varpi nýju ljósi á atburðinn. Stöðugar endurtekningar atburða í formi samtala í þessari sögu virðast hins vegar eiga sér þá einu ástæðu að ekki hafi gefist tími til að endurskrifa nægilega oft og skera niður.

Eftir stendur þolanlegur reyfari sem undarlegt má heita að vakið hafi jafnmikla athygli og raun ber vitni. Markaðssetning á þar væntanlega allan heiðurinn, nokkuð sem má kalla dæmigert fyrir jólabókaflóðið og við eigum vafalaust eftir að þurfa búa við um ókomin ár.

22 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Reykjavík, 22. nóvember 2004

Ágæti Ágúst Borgþór.

Mér hefur verið bent á að þú sért svo sólginn í að fjalla um bókina mína DAUÐANS ÓVSSA TÍMA að þú sért bæði búinn að tjá þig um hana munnlega í sjónvarpi (Silfri Egils) og skriflega á bloggsíðu þinni.
Ég er soldið uppveðraður yfir þessum mikla áhuga þínum, þótt ég eigi erfitt með að skilja af hverju þér er svona hugleikin þessi skræða. En það er auðvitað þitt mál en ekki mitt.
Ég átti alltaf von á því að einhverjir yrðu til þess að rjúka upp með írafári úr því að ég kaus mér að fjalla um viðkvæm feimnismál í bókinni eins og völd og peninga í þessu litla huggulega samfélagi okkar, og mig grunaði satt að segja að heilmargir yrðu til þess að reyna að koma sér í mjúkinn hjá voldugum aðilum með því að taka að sér að skvetta úr koppnum þeirra, meira að segja í sjálfboðavinnu.
Eins og þú veist er rithöfundum leyfilegt og jafnvel beinlínis skylt að fjalla um allt og alla milli himins og jarðar, þar með talið að velja sér jafnóspennandi viðfangsefni og vesaling minn. Ástæðan fyrir þessu mikla frelsi rithöfunda er hugsanlega sú að enginn rithöfundur í veröldinni getur skrifað aukatekið orð án þess að það eigi upptök sín í hans innsta eðli. Það er sama um hvað maður er að skrifa, hver einasti höfundur er sýknt og heilagt að lýsa sjálfum sér.
Og til þess að verða alvörurithöfundur þarf maður ekki nema tvennt: annars vegar óslökkvandi þrá eftir að fanga sannleikann í sínu eigin hjarta; og svo þarf maður að hafa aðgang að ritfærum. Það er því gaman að sjá að þú skulir hafa svona góðan aðgang að ritfærum. Gangi þér vel með hitt.

Lifðu heill,
þinn kollega,

Þráinn Bertelsson

3:14 f.h., nóvember 22, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ansi fín greining á bók ÞB hjá þér, ÁBS. Alltaf sorglegt þegar fólk kann ekki að taka gagnrýni, og kemur með dylgjur.

9:01 f.h., nóvember 22, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sælir báðir (bæði?). Ekki er allt sem sýnist, Þráinn. Ástæðan fyrir því að ég tjáði mig um verk þitt í Silfri Egils var sú að hann hafði samband við mig og bað mig um það; lét mig hafa bókina þína í hendur og ég las hana þá. Fyrir stuttu hafði síðan kistan.is samband við mig og bað mig um að skrifa um nokkrar jólabækur. Handhægast var að byrja á þinni þar sem ég var þegar búinn að lesa hana og tjá mig um hana. Og allt efni frá mér sem fer á kistuna fer líka á þessa bloggsíðu. Þú skalt síðan bara njóta velgengni þinnar og ekki láta á þig fá þó að einn lesandi sé ekki yfir sig hrifinn. Og fyrst við erum komnir í samband langar mig að þakkar þér fyrir Einhvers konar ég, sem mér fannst miklu betri en þessi bók.

11:23 f.h., nóvember 22, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágæti Ágúst Þór.
Það sem þú virðist ekki skilja er þetta:
Fyrir rithöfund sem er með bók á jólabókamarkaðnum er heldur ósmekklegt að nota hvert tækifæri til að brigsla keppinaut sínum opinberlega um kjaftasögur, vinnusvik og dylgjur. Það ber vott um fullkomið siðleysi - eða fádæma heimsku.
Nema hvort tveggja sé.
Kk, Þráinn Bertelsson

4:52 e.h., nóvember 22, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ef þú þolir ekki að jafn lítið þekktur aðili og ég segi skoðun sína á bókinni (umbeðinn, nota bene), sem þú og útgefandi þinn hafið leynt og ljóst haldið fram að væri eldfim, þá virðistu varla hafa taugar í að láta hana frá þér fara. - Rithöfundar með bók í jólabókaflóðinu hafa áður setið á stóli gagnrýnandans í sjónvarpi og útdeilt þar stjörnum, það myndi ég ekki gera, en ég sé ekkert að því að viðra skoðanir mínar á bókum á bloggsíðu minni, litlum netmiðli, nú eða þiggja boð um umræður í sjónvarpsþætti. - Gættu nú þess að verða ekki sjálfur sá sem reynir að beita þögguninni. Sjálfsritskoðun er útbreiddur ósiður á Íslandi sem ég held að eigi ekkert endilega upptök sín hjá stjórnvöldum.

4:57 e.h., nóvember 22, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágæti Ágúst.
Þetta svar þitt staðfestir minn versta grun. Það er hvort tveggja sem amar að.
Læt svo þetta útrætt af minni hálfu.
Vegni þér vel.
Þráinn

5:12 e.h., nóvember 22, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Mig hefur lengi langað að tjá mig um þetta efni.Viðurkenni að ég er gunga og þori ekki að koma undir nafni.
Ég hef heyrt,lesið og séð þennan sjónvarpsþátt sem fjallað var um bók Þráins.Stóra spurningin er sú, er ekki dálítið hættulegt þegar einn rithöfundur af þremur sem mættu í þáttinn Silfur Egils? OG sá rifhöfundur er sjálfur með bók? Getur hann verið hlutlaus? (Ágúst.)
Ef ég set þetta allt í sama pottinn og býð eftir því að suðan komu upp, læt malla áfram og met það sem sýður upp úr,þá kemur hjá mér: Kjaftasaga,gagnsæ-saga,ekki skáldsaga heldur rannsóknarblaðamennska, sölu-trix að láta lögfræðinga lesa yfir handritið...þetta þríf ég í burtu og eftir stendur í stuttu máli: Samtímasaga, smellin saga, með kraumandi húmor undirliggjandi,flókin saga en samt ekki of, þannig að hún skilst fyrir hinn almenna lesanda, hvar sem hann er staðsettur í pólitík, stétt. Kannski glær, en eigulegur gripur sem gaman væri að eiga og lesa jafnvel eftir fimm ár, því æði margt gleymist hér í okkar samfélagi.Nú fyrir utan gráglettna flétta um bankaránin.
Hvernig væri nú ef Þráinn læsi bók Ágústar? Setti kannski smá umsögn um hana hér og víðar?
Annars óska ég ykkur báðum til hamingju með ykkar bækur.

7:59 e.h., nóvember 22, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég upplifi þessi rök bara sem ein af mörgum tilefnunum til að þagga niður í fólki. Hvenær fór sú vitleysa að setjast að hér á landi að rithöfundar mættu ekki fjalla um aðra rithöfunda. Í gegnum bókmenntasöguna hefur annarhver gagnrýnandi verið rithöfunda. En núna mega rithöfundar semsagt ekki tala um bókmenntir??? Og þegar maður þekkir til bókamarkaðarins þá er næstum sprenghlægilegt til þess að hugsa að einhver telji mig og Þráinn Bertelsson vera í samkeppni. Það munar örugglega alltaf einu núlli á sölutölunum okkar aftan við. Þráinn er kannski í samkeppni við Stefán Mána, Arnald, Ólaf Jóhann og fleiri, en ekki mig.

11:52 f.h., nóvember 23, 2004  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:21 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:34 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:38 f.h., nóvember 29, 2014  
Anonymous swag codes not expired said...

Forever giveaway offer for you.

9:21 e.h., júní 03, 2017  
Anonymous 8 ball pool hack no survey no password said...

8 ball pool hack no survey. 8ball pool coins cheats download free. How to hack 8 ball pool game with unlimited coins. Get multiplayer online.

7:57 e.h., júlí 20, 2017  
Blogger seocom said...

شركة تنظيف بابها من الشركات التي تألقت في مجال لتنظيف، شركة تنظيف مجالس بابها تخصصت في عملها في تنظيف جميع أنواع السجاد والموكيت، كما أن الشركة لديها العديد من العاملين المتدربين، وتستطيع الشركة توفير العديد من الأجهزة التي تساعد على إتمام عمليه التنظيف، ويوجد في شركة تنظيف بابها اقسام عديدة ومتنوعة كونها شركة متكاملة، حيث تعرف دائما ان العميل يستطيع ان يعيش في مكان نظيف ورائع ومعطر خالي من الجراثيم والمكروبات، حيث توفر الشركة المطهرات والمعطرات وتترك منزلكم واحة نظيفة ومتناسقة
لا نقوم فقط بخدمات التنظيف بل نقوم بجميع الخدمات بكل مهارة والتى منها
شركة نقل عفش بجازان
شركة تنظيف شقق بجازان
شركة تنظيف بجازان
شركة تنظيف خزانات بجازان
شركة كشف تسربات المياه بجازان
شركة تنظيف مجالس بجازان
شركة عزل اسطح بجازان
شركة تسليك مجارى بجازان

10:24 f.h., janúar 04, 2018  
Blogger seocom said...


شركة ركن الضحي من اجود الشركات التي تبيد جميع أنواع الحشرات إبادة تامة، كما ان شركة مكافحة حشرات بجازان تعطي لكم ضمانه عن المبيدات الفاتكة التي تقوم بقتل الحشرات الزاحفة نهائيا، كما تقدم شركة رش المبيدات بجازان بالتخلص نهائيا من الصراصير والنمل والوزغ والأفاعي ، وكما يتم التخلص من الحشرات المنزلية مثل بق الفراش والصراصير والفئران والقوارض نهائيا دون رجعه ، كما تقم الشركة المبيدات التي لها اثر طويل الأمد في التخلص من جميع الحشرات المنزلية وأيضا تقدم رش خاصا للحدائق والمنتزهات التي تخلصك تماما من البعوض والذباب بشكل نهائيا ، حتي يتوافر لكم ولأسركم بيئة نظيفة وصحية خالية من الامراض .
شركة مكافحة حشرات بجازان
شركة مكافحة النمل الابيض بجازان
شركة رش مبيدات بجازان

10:24 f.h., janúar 04, 2018  
Blogger sherrysabri said...

الجبيل
شركة تنظيف بالجبيل
شركة تنظيف شقق بالجبيل
شركة تنظيف منازل بالجبيل
شركة تنظيف فلل بالجبيل
شركة تنظيف سجاد بالجبيل
شركة تنظيف كنب بالجبيل
شركة تنظيف مجالس بالجبيل

12:19 f.h., febrúar 19, 2018  
Blogger sherrysabri said...

شركة كشف تسربات المياه بالجبيل
شركة تسليك مجاري بالجبيل
شركة تنظيف خزانات بالجبيل
شركة نقل عفش بالجبيل

12:22 f.h., febrúar 19, 2018  
Blogger المتوكل على الله said...

متخصصهشركة تنظيف فلل بالرياض في أعمال التنظيف للفلل والمنازل والبيوت والشقق والمجالس والموكيت والكنب والاثاث والخزانات وايضا فى مجال الكشف والعزل ونقل الاثاث بالمملكه العربيةالسعوديه تخصصنا أيضا في جميع الخدمات.
شركة تنظيف موكيت بالرياض
شركة تنظيف كنب بالرياض
شركة تنظيف خزانات بالرياض
شركة تنظيف مساجد بالرياض
شركة تسليك مجارى بالرياض


4:38 e.h., apríl 06, 2018  
Blogger على محمد said...


شركة تنظيف كنب بالاحساء
شركة تنظيف كنب بالجبيل
شركة تنظيف كنب بالدمام
شركة تنظيف كنب بالخبر
شركة تنظيف موكيت بالخبر
شركة تنظيف بالدمام
شركة تنظيف بالخبر
شركة تنظيف بالجبيل
شركة تنظيف بالاحساء
شركة تنظيف بالقطيف

8:16 e.h., janúar 24, 2019  
Blogger مركز الاختيار للطب النفسي said...

أفضل شركة مكافحة حشرات بالرياض
شركة مكافحة الصراصير بالرياض
شركة مكافحة حشرات بالرياض
شركة كشف تسربات بالرياض
شركة تسليك مجاري بالرياض
شركة تنظيف منازل بالرياض
شركة تنظيف الفلل بالرياض
تنظيف مجالس بالرياض
شركة تنظيف منازل غرب الرياض
شركة تنظيف منازل شرق الرياض

10:52 f.h., janúar 27, 2020  
Blogger salma ahmed said...

شركة تنظيف بالقطيف

شركة تنظيف شقق بالقطيف
شركة تسليك مجاري بالقطيف
شركة تنظيف فلل بالقطيف
شركة مكافحة حشرات بالقطيف
شركة كشف تسربات المياه بالقطيف
شركة مكافحة النمل الابيض بالقطيف

11:16 f.h., febrúar 09, 2020  
Anonymous pacificcharterservices said...

Hi. Cool post. There’s an issue with your site in chrome, and you may want to test this… The browser is the marketplace chief and a good element of people will omit your excellent writing because of this problem. pacificcharterservices.

10:39 f.h., desember 31, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home