mánudagur, desember 06, 2004

Egill Helgason veltir því fyrir sér á visir.is hvers vegna ríkisstjórnin sé svona óvinsæl þegar allt, eða flest, gengur svona vel í þjóðfélaginu. Efnahagsmál eru mál málanna í stjórnmálum og ekki hefur maður þurft að hafa áhyggjur af þeim í mörg ár, hins vegar var efnahagsvandinn og óðaverðbólgan nánast eins og náttúrulögmál þegar ég var að vaxa úr grasi. Egill týnir til nokkrar skýringar en ég held að þyngst vegi að stórum hluta fólks finnst að flokkar sem setið hafa nokkur kjörtímabil í röð eigi að víkja. Ég skil hins vegar ekki þann hugsunarhátt.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ó, svá margt,

Ó, svá margt, sem þér eigi skiljið,

Ágúst minn, minn.

Hugsunarháttinn minn, minn,

Hvað er úti?

4:57 e.h., desember 06, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst minn hér vefst mér einfaldlega tunga um tönn. Þú og blogg þitt skortir alla kristilega víðsýni.

Því er rétt að geta hér stuttlega fjallræðunnar:

,,Sælir eru


3 "Sælir eru fátækir í anda,
því að þeirra er himnaríki.
4 Sælir eru sorgbitnir,
því að þeir munu huggaðir verða.
5 Sælir eru hógværir,
því að þeir munu jörðina erfa.
6 Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu,
því að þeir munu saddir verða.
7 Sælir eru miskunnsamir,
því að þeim mun miskunnað verða.
8 Sælir eru hjartahreinir,
því að þeir munu Guð sjá.
9 Sælir eru friðflytjendur,
því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
10 Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir,
því að þeirra er himnaríki."

5:49 e.h., desember 06, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sælir eru nafnlausir?

6:00 e.h., desember 06, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Sælir eru forvitnir.

6:06 e.h., desember 06, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvers á Rógvi að gjalda?

Af hverju ekki að breyta þessu í íþróttablogg?

Hvað eru KR-ingar að spá að fá einhverja Færeyinga til sín og einhvern löngu útbrunninn vestmannaeying?

Erum við að tala um eitthvað betra en í fyrra?

Heldurðu, Gústi, að þú eigir ekki eftir að sakna Willum? Kominn til erkifjendanna strax eftir að hafa verið rekinn frá stórveldinu.
Minnist þess að þegar George Graham fór til Tottenham þá réðust nokkrir stuðningsmenn á son hans.
Held reyndar að það gerist ekki hér nema kannski á skólalóðinni. Willum býr reyndar að ég held (Sigfried) í Kópavoginum. Annars virðist ölllum skítsama þótt menn skipti um félög á íslandi. Gummi Ben, (ekki Rúnar Ben), er meira að segja kominn í Val. Enginn segir neitt bara fínt að hann sé kominn til erkifjendanna.
Einu sinni (á níunda áratugnum) var maður laminn ef maður fór í Valshverfi í KR-galla. Nú gerist ekkert mönnum er alveg sama.

Öllum er alveg sama um allt í dag.

Öllum er sama um það rugl sem Alfreð Þorsteinsson er að gera í Orkuveitunni. Reyndar er það rannsóknarefni útaf fyrir sig af hverju nokkur maður skuli kjósa þann mann. Því er ekki skrítið að Framsóknarflokkurinn er svona lítill í borginni með Alfreð og Önnu Kristinsdóttur, Finnboga í forystu. Sjá menn ekki neitt?

Og hvað er með D-listann í borginni?
Vilhjálmur hárkolla Vilhjálmsson, formaður sambands ísl. sveitarfélaga. Hver heldur að hann nái einhverjum árangri í borginni. Og með konur eins og Hönnu Birnu Kristjánsdóttir ,,stjórnmálafræðing". D-listinn nær ekki einu sinni að bæta við sig í skoðankönnunum eftir að kona eins og Steinunn Valdís Óskarsdóttir er orðinn Borgarstjóri.

Mönnum er alveg sama um allt það hlýtur að vera!


Friðgeir Björnsson

6:22 e.h., desember 06, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er sammála þér um margt sem þú segir um borgarmálin. Það er stundum dálítið skrýtið hvað í stjórnmálum vekur athygli fjölmiðla og hvað ekki. Ein setning úr munni Davíðs Oddssonar getur vakið meiri úlfaþyt en öll umsvif Alfreðs Þorsteinssonar í borginni. - Sakna Willums? Mér fannst hann frábær en ekki síðasta sumar. Heldurðu að hann hefði rifið liðið upp aftur næsta sumar? Ég veit það ekki. Gummi Ben. var búinn að skila sínu í KR og ég efast um að hann springi út aftur. Mér líst mjög vel á Grétar Hjartarson en samt óþarfi hjá Óskari Hrafni að láta svona þó að KR fái til sín sæmilega leikmenn.

6:29 e.h., desember 06, 2004  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:24 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:39 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home