þriðjudagur, desember 14, 2004

Heimsótti mína sífellt minna sveittu útgefendur í morgun til að sníkja eintak af Ian Rankin handa mömmu. Fékk kaffi og þær upplýsingar að bóksala almennt í ár væri miklu meiri en í fyrra, rétt eins og öll önnur jólaverslun. Sjálfir eru þeir ansi ánægðir með gang mála og þó að voljúm meistarans verði vafalaust sölulægsta bók Skruddu í ár er ljóst að molar eru að hrynja niður til mín af þessu allsnægtaborði og salan það sem af er þegar orðin meiri en af síðustu bók. Spurning hvað gerist þessar tæpar tvær síðustu vikur.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Dreymdi þig ekki nein sveitt karlkynsskáld í nótt?
- ÞR

11:52 f.h., desember 14, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll aftur Ágúst og afsakaðu hommagrínið.

Hommagrín er nefnilega svo mikið í tísku núna. Gísli Rúnar að gefa út bók um 5 hinsegin gæja og svo nátttúrulega þættirnir.

Spurning hvort hommarnir detti úr tísku. Annars veit maður aldrei með þetta.

En hvað eru menn að sleikja upp þessar endalausu glæpasögur?

Menn tala um Arnald Indriðason eins og hann sé einhver Halldór Laxness, búinn að selja fullt í Þýskalandi og þá eru menn orðnir einhverjir töffarar.
Jú, ókei hann fékk einhverja lykla þarna í Skandinavíu. En hvað svo, menn fara að sleikja upp höfunda eins og Ian Rankin og hvað heitir hann þarna svíinn Henning Mankell. Menn verða fara hætta að lesa svona rusl.
Þetta á bara heima í einhverju bíómyndaformi.
Það eru engar pælingar þarna innan um. Þetta eru kellingabækur.

Kjartan Bjarni

11:55 f.h., desember 14, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, mér líst betur á þig núna. Vertu inni. Annars finnst mér Arnaldur Indriðason flottur en sjálfur hlær hann örugglega dátt af samlíkingum við Laxness. Ég held að hann þekki sín takmörk ágætlega.

11:58 f.h., desember 14, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

ÞR, síðasti draumur var svo dónalegur að ég þarf nokkra daga til að mana mig upp í að skrifa um hann.

11:59 f.h., desember 14, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll,

Ætlaði að minnast á þetta við þig um daginn, en vildi fletta því upp til að vera viss. Í sögunni sem þú last á Kaffi Reykjavík um daginn var þér tíðrætt um lagið "In a white room" með Cream - þetta lag heitir að sjálfsögðu bara "White room" - auk þess sem þú minntist á söng og gítarleik Erics Clapton, en það var auðvitað Jack Bruce sem söng White room. Clapton sá þó auðvitað um gítarinn. Þessu hefur hérmeð verið flett upp - þó fullseint sé í rassinn gripið með að kippa því í liðinn. Þetta átti kannski að koma upp um að karakterinn væri ekki alveg jafn mikill Cream-aðdáandi og hann lét í veðri vaka? Rithöfundum er auðvitað ekki treystandi, sbr. hinn víðsjárverði Hermann Stefánsson sem gerir ekki annað en að villa á sér heimildir. Síðast sá ég hann skjótast milli húsa í austurstræti, í búningi Línu langsokks.

bestu kveðjur,

Hugsjónadruslan

7:09 f.h., desember 15, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sælir. Þetta eru bara mistök og ekkert annað. Þannig er að ég er sjálfur enginn sérstakur Cream-aðdáandi og byrjaði bara að hlusta á þá fyrir nokkrum árum. Ég gaf mér að Clapton syngi þetta þar sem röddin er vægast sagt lík þeirri söngrödd Claptons sem allir þekkja (eða svo fannst mér). Eftir að hafa hlustað á Jack Bruce djamma með Zappa í instrumental-laginu Apostrophe
var ég einhvern veginn búinn að festa hann í huganum sem náunga sem bara spilar á bassa og ekkert annað, án þess að vita neitt um hann. Söguhetjan ætti að hafa þetta allt á hreinu. - Ertu viss um að þetta hafi ekki verið Ólafur Jóhann sem þú sást í Línugervinu? Samkvæmt bók Hermanns eru lítil takmörk fyrir því sem sá maður getur tekið upp á.

7:06 e.h., desember 15, 2004  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:35 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:41 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home