laugardagur, desember 11, 2004

Slæmur dómur í Mogganum í dag. Ekki meira um hann að segja. Ja, nema þessi spurning: Hvers vegna skrifar hún þannig um bókina að bókin virðist áhugaverð en gefur henni síðan slæma dóma? Þurfið þið ekki annars að lesa bókina til að átta ykkur á þessum fugli? Þeir sem eru að koma hingað inn daglega ættu að gera það. Hún er á góðu verði.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Dómarahárkollur allar eins, reifabörn, jesúbarnið og þakka guði fyrir Haukur Ingvarsson.

5:34 f.h., desember 12, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mig dreymdi að ungur, freknóttur maður, ögn mjúkholda, segði við mig: "Ágúst Borgþór, þú fluttir lagið Tvisvar á ævinni. Páll Baldvin sagði: "Ljómandi gott smásagnasafn"; Melkorka sagði: "Vandaðar sögur en það vantar eitthvað"; Steinunn Inga sagði: "Ekki nógu frumlegt til að vekja áhuga." Þjóðin hefur kosið og því miður ert þú ekki á meðal þeirra sem komast áfram í kvöld." - Ég yfirgaf húsið ásamt obba jólabókahöfundanna. Örfáir urðu eftir. Það stakk dáítið í hjartað að sjá þá félaga Norðdahl og Mugison kveðjast. Mugison fór síðan upp á svið að stilla gítarinn sinn en þar stóð Arnaldur Indriðason og hljóðprófaði í míkrafóninn: Halló, halló.

Okkur var öllum komið fyrir ógnarstórri bensrútu árið gerð 1967. Bíllinn var gríðarlega hastur þrátt fyrir rennisléttar göturnar. Við Óskar Árni létum setja okkur úr á Kaffisetrinu við Hlemm.

12:52 e.h., desember 12, 2004  
Blogger Þór Steinarsson said...

Gæti verið að gagnrýnin hafi verið áhugaverð af því að hún var góð sem slík? Alveg burtséð frá bókinni sjálfri? Nú veit ég ekkert um þetta mál en velti þessu svari upp úr því að spurningin var þarna. Svona eins og dvergvaxin Everest.

8:57 e.h., desember 13, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Veit það ekki. Legg ekki mat á gagnrýnina. Fékk meil í dag frá manni sem náði ekki upp í nefið á sér yfir því hvað þessi krítík væri hroðvirknisleg og götustelpubragur á henni (hans orð). Sá aðili lifir raunar og hrærist í bókmenntum og er langskólagenginn í þeim. Gagnrýnandinn er það eflaust líka. Ég fell hins vegar ekki sjálfur í þá gryfju að ráðast á gagnrýnendur mína. Sögurnar virtust áhugaverðar þegar gagnrýnandinn rakti efni þeirra, og auk þess hún hrósaði þremur þeirra, af þeim fimm sem hún reifaði, lastaði eina og um eina var erfitt að sjá hvað henni fannst um gæðin. Hið neikvæða, sem í raun tók bókina af, kom í hálfri setningu í lokin án þess það væri eitthvað frekar rökstutt, enda er erfitt að rökstyðja í ritdómum, ég hef kynnst því sjálfur.

9:14 e.h., desember 13, 2004  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:24 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:34 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home