fimmtudagur, desember 09, 2004

Ég hef ekkert minnst á upplesturinn á þriðjudaginn. Hann var fámennur. Flosi var fyndinn, Baldur er með góða bók en er slakur upplesari og ljóðin fóru fyrir ofan garð og neðan. Sögukafli Kristínar Ómarsdóttur virkaði vel og Óskar Árni uppskar mikinn hlátur. Nokkrar hugsjónadruslur voru á meðal áhorfenda, m.a. sú með hattinn, sem hann lagði snyrtilega frá sér á borðið á meðan hann hlýddi hljóður og þægur á upplesturinn. Og ein druslan, Haukur Ingvarsson, las upp úr Niðurfalli. Mér leist ansi vel á textann og upplesturinn var góður. Ég spjallaði lítillega við hann í lokin og þakkaði góðan upplestur. Haukur kom mér strax í dálitla klípu: sagði alvarlegur í bragði að honum hefði mislíkað mjög það sem ég skrifaði um hann og félaga hans í Nyhil. "Að kalla okkur skríl", sagði hann nánast miður sín. Ég sagði skelfingu lostinn að þetta hefði nú bara verið grín en hann sagði, "ég skildi þetta ekki sem grín." Ég tautaði áfram einhverjar afsakanir og útskýringar og hann virtist samþykkja þær og fyrirgefa mér. Eftir það sagðist hann hafa verið að grínast, honum hefði ekki mislíkað eitt né neitt. Það vantar ekki húmorinn á þennan bæinn.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta þykir mér vera óstjórnlega fyndin færsla. Eruð þið Benedikt Lafleur ekki vinir Ágúst?
-Hildur

8:45 e.h., desember 11, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sæl, Hildur. Jú, við Benni erum vinir en ekki einkavinir, hann er hluti af hóp sem ég tengist. Upphaflega kynntist ég honum í gegnum Bjarna Bjarnason rithöfund sem telja má hluta af þessum hóp. Ég er nánari vinur Gunnars Randverssonar, sem skipuleggur þessi kvöld með Benna, en hann er píanókennari og lítt þekkt ljóðskáld. Í hópnum eru einnig Guðmundur Björgvinsson myndlistarmaður og Jón Sigurðsson sem er tónlistarkennari.

9:21 e.h., desember 11, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú haha, svei mér þá. Þið Gunnar Randversson, píanóleikari eruð vinir. En gaman. Gunnar mun einmitt hafa ort eftirfarandi ljóð (og gefið út í bók (!) á því herrans ári sem er að líða, 2004):




02.14




Nóttin breiðir sína þungu
skikkju yfir herðar mínar



og ég sofna.


Annars er Haukur Ingvarsson ekki í Nýhil. En mér skilst á kunnugum að hann sé eins og viðkvæmt blóm, jafnt fyrir sína hönd og annarra.

3:51 e.h., desember 13, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er búinn að segja að hann sé í Nyhil og þá er hann þar. Menn skulu ekki halda að það komist neinar leiðréttingar í gegnum það. Svona er bara lífið.

11:54 e.h., desember 19, 2004  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:34 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:39 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.6.12
ray ban eyeglasses
nike requin
fitflops sale clearance
pandora charms
cheap jordans
michael kors outlet
tennessee titans jersey
longchamp outlet
nike outlet
moncler online

3:55 f.h., júní 12, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home