miðvikudagur, desember 08, 2004

KSÍ framlengdi ekki tveggja ára ráðningarsamning við Helenu Ólafsdóttur, landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Hún náði mjög góðum árangri með liðið en Eggerti Magnússyni þótti frammistaðan í lokin gegn þjóðum í allra fremstu röð ekki vera nógu góð. Á sama tíma eru landsliðsþjálfarar karlaliðsins, þeir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, gjörsamlega búnir að missa tökin á starfinu og liðið er að slá margra áratuga met í ömurlegri frammistöðu og hrynur bókstaflega niður heimslistann. Samt kemur ekki til greina að víkja þeim félögum frá. Ég veit að samningur Helenu var runninn út og þetta var spurning um endurráðningu en Logi og Ásgeir eru ennþá á sínum samningi, en í mínum huga vegur þessi munur ekki ýkja þungt. Það sem skiptir máli er að hyldýpisgjá er orðin á milli frammistöðu kvennalandsliðsins og karlalandsliðsins kvennaliðinu í vil. Erfitt er að trúa því að árangursmat ráði þessari niðurstöðu. En hvað er á bak við þetta? Þetta eru satt að segja ekki trúverðug vinnubrögð.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hey, ágúst, ekki skrifa um svona, lesendur vilja fá eitthvað krassandi um bókmenntaheiminn, vita ekki einu sinni hver Helena Ólafsdóttir er! gæti þess vegna verið lömuð kennslukona!

4:33 e.h., desember 08, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

úr því að þú ert jafn áhugasamur um jafnréttismálin og bókmenntirnar væri kannski ekki úr vegi að þú slægir tvær flugur í einu höggi og birtir á vefnum eitthvað af þeim prýðilegu smásögum sem þú skrifaðir handa konum að lesa upp á símaklámlínum fyrir smásagnaþyrsta viðskiptavini og ku hafa verið mjög vinsælar og meðal þinna útbreiddustu verka - þótt þær væru nafnlausar vegna þinnar meðfæddu hógværðar.

5:15 e.h., desember 08, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Æi, þarna fórstu með mig. Ég kom nálægt rekstri erótískra símalína fyrir nokkrum árum og þar með get ég auðvitað ekki tjáð mig um ráðningar og brottrekstra landsliðsþjálfara í knattspyrnu. Þú hlýtur að vera lærður rökfræðingur.

5:21 e.h., desember 08, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

rétt, skiptir engu hvort maðurinn hefur verið vörubílstjóri, prófessor eða klámlínustjóri, billegt komment. Hinsvegar væri alveg fróðlegt að heyra eitthvað um þennan heim.

5:44 e.h., desember 08, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Því miður fyrir þig þá er þessi heimur ekki spennandi eða krassandi. Ég skal rekja söguna. Árið 1989 fékk ég aukavinnu við að semja og lesa íþróttafréttir fyrir nýjan miðil, símaþjónustu sem rekin var í gegnum símtölvu sem virkaði eins og símsvari. Smám saman óx þessari starfsemi fiskur um hrygg. Á árunum 1992-1995 var ég í fullu starfi við símatorgsþjónustu. Aðalstarf mitt fólst í markaðsleikjum, þ.e. spurningaleikjum í síma. Auk þess þýddi ég m.a. stjörnuspár og gerði eitt og annað. - 1995-1996 vann ég í eitt ár á kynningardeild Stöðvar 2 sem textagerðarmaður en þá var mér boðið að taka við rekstri lítils fyrirtækis sem sérhæfði sig í áðurnefndri starfsemi. Eigendur voru Miðlun, DV og Stöð 2. Fyrirtækið varð til við samruna tveggja svona fyrirtækja. Ég vann síðan við þessa starfsemi frá 1996-2000. Það sem ég bauð upp á var eftirfarandi: Erótískar símasögur, stefnumótalínur, spjallrásir í síma, símaleikir með verðlaunum, skjáleikir í sjónvarpi, upplýsingalínur, spákonulína -Þetta var ágætisstarf en frekar einmanalegt og umhverfið afskaplega óerótískt, þó framsetningin á þjónustunni væri það ekki. - Varðandi erótísku sögurnar sem eiga að banna mér að tjá mig um jafnfréttismál og fótbolta: Fyrstu misserin skrifaði ég tvær svona sögur á viku og leiklærð kona las þær inn með tilheyrandi stunum. Síðan tók við annað form: Konur fóru með segulbandstæki heim með sér og spunnu upp efnið sem síðan var staðgreitt við afhendingu. Flestar konurnar voru í sambúð eða föstu sambandi sem jók á allt traust í samskiptum við mig.

Ég hef aldrei séð neitt athugavert við þessa starfsemi og framleiðsluaðferðin hlýtur að teljast allra vægasta tegundin af klámi, nánast sambærileg við það að skrifa sögur í Tígulgosann sáluga. Á hinn bóginn hafa auglýsingarnar á sögunum í DV oft þótt vera ögrandi. - Ég bauð ekki upp á live-samtöl við konur, en margir keppinautar mínir gerðu það. Mér fannst það ekki vera hagkvæmt og hrikalega hátt verð á slíkum samtölum var ávísun á vandamál.

6:13 e.h., desember 08, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

athugavert? skiptir máli hvort það er vægt klám eða harðara? fólk ræður hvað það vinnur, en ef þetta er ekki efni í bók þá veit ég ekki hvað. Skáldævisagan Á tali...

10:49 f.h., desember 09, 2004  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:24 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:39 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home