þriðjudagur, desember 07, 2004

Ritdeilur um trúleysi hafa vakið athygli mína undanfarið þó að fátt í þeim komi á óvart. Í dag er ágæt grein í Fréttablaðinu þar sem minnt er á þá staðreynd að almennt eru það ekki trúleysingjar sem ofsækja aðra vegna trúarskoðana sinna. Trúarbragðastríð hafa ekki verið háð af trúleysingjum. Alþekkt er þó að kristni hefur átt undir högg að sækja í kommúnistaríkjum enda minna pólitískar öfgar oft á trúarofstæki.