mánudagur, desember 06, 2004

Verð ég ekki að tjá mig um tilnefningarnar til bókmenntaverðlaunanna? Ég hef svo sem ekkert nema gott um þær að segja. Ég hef ekki lesið þessar bækur, en tvær af þeim sem ég hef lesið, Guðbergur og Bragi, held ég að hljóti að hafa sómt sér vel á þessum lista líka. Sjálfur gat ég ekki gert mér neinar vonir þar sem mín bók var ekki lögð fram, forlagið mitt telur þessar tilnefningar það fyrirsjáanlegar að vonlítið sé að leggja fram verk sem ekki eru gefin út hjá Eddu, JPV eða Bjarti. Ég ætla ekki að kommenta á það. En ég efast reyndar um að mín bók eigi heima á "topp-fimm" þó að góð sé. Fróðlegt hvað fólki finnst um að Bragi, Guðbergur, Stefán Máni og Steinar Bragi hafi ekki sloppið inn á listann.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sko það kom mönnum ekki á óvart að Stefán Máni fengi ekki tilnefningu enda er hann hálfviti og ótrúlegt að hann sé yfirhöfuð gefinn út.

12:27 e.h., desember 06, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko það kom mönnum ekki á óvart að Stefán Máni fengi ekki tilnefningu enda er hann hálfviti og ótrúlegt að hann sé yfirhöfuð gefinn út.

12:28 e.h., desember 06, 2004  
Blogger tomas said...

Mér finnst að þú ættir að útskýra ummæli þín Anoymos betur um þennan Stefán Mána. Nú þekki ég hann ekkert en veit að hann er rithöfundur. Af hverju talar þú svona um manninn?

Eins þykir mér afar sérkennilegt eins og Hrafnasparki (sem by the way, hefur gefið í skin að ég sé geðveikur) að forlagið sem gefur út ÁBS skuli ekki leggja hans bók fram. Af hverju ekki? Kostar það eitthvað?

1:21 e.h., desember 06, 2004  
Blogger tomas said...

Ég vil leiðrétta miskilning eða mislestur af minni hálfu. Hrafnaspark hefur semsé ekki gefið í skin að ég sé geðveikur. Finnst mér leitt ef ég hef lesið rangt út úr skilaboðum á minni síðu. Læt ég þetta gott heita.

2:03 e.h., desember 06, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er ekki yfirlýst stefna hjá þessu forlagi að leggja ekki fram bækur en svona fór þetta núna og ég hef ekkert við það að athuga. Þeir hafa lagt fram bækur áður og munu væntanlega leggja mín verk fram í framtíðinni. Hins vegar er þetta að vissu leyti fyrirsjáanlegt,innan ákveðins ramma og ég skil vel að litlu forlögin vilji ekki púkka upp á þetta þar sem það eru nánast alltaf bara tilnefndar bækur frá sömu þremur forlögunum. Síðast varð undantekning á því árið 1996, fyrir heilum 8 árum, þegar Bjarni Bjarna var tilnefndur með skáldsögu sem kom út hjá Ormstungu.

2:19 e.h., desember 06, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er alls ekki rétt að síðasta bók sem tilnefnd hafi verið til bókmenntaverðlaunanna sem ekki hafi verið gefin út hjá Eddu, JPV eða Bjarti hafi verið 1996 og reyndar alveg ótrúlegt að þú sért ekki skarpari en þetta Ágúst.

Ég bendi á að ein bók sem tilnefnd er NÚNA er frá Háskólaútgáfunni og í fyrra var bók Hlínar Agnarsdóttur ef ég man rétt tilnefnd og hún var gefin út hjá Sölku.

Þannig að þú skalt ræða þetta aðeins betur við þinn útgefanda, báðir virðist þið ekki vita staðreyndir máls og rugla frekar en að kynna ykkur málið til hlítar.

8:47 e.h., desember 07, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, það sem ég gerðist sekur um var einfaldlega ónákvæmni. Ég átti við í flokki fagurbókmennta. Ég er að hugsa um skáldsögurnar, smásögurnar og ljóðin. Ég hef bara ekki fylgst ýkja vel með hinum flokknum. Annars hef ég ekkert verið að krítísera þessi bókmenntaverðlaun. Aðrir hafa séð um það. Lestu bara blöðin.

11:03 f.h., desember 08, 2004  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:34 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:39 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger نور غنيم العاصى said...

شركة الاوائل لتنظيف الخزانات
http://bit.ly/2m21Sb8
http://bit.ly/2kFxT7u
http://bit.ly/2m23ce7
http://bit.ly/2kwQmrG
http://bit.ly/2m28ZQL
http://bit.ly/25azanat

7:25 e.h., febrúar 27, 2017  
Blogger لمار للتسويق الالكتروني said...

شركة تنظيف بالاحساء
شركة مكافحة حشرات بالاحساء
شركة تسليك مجاري بالاحساء

شركة عزل خزانات بالاحساء
شركة تنظيف موكيت بالاحساء
شركة تنظيف مجالس بالاحساء
شركة تنظيف فلل بالاحساء
..................................................................


افضل شركة نقل عفش بجدة
افضل شركة نقل عفش برابغ7:57 e.h., janúar 09, 2019  

Skrifa ummæli

<< Home