þriðjudagur, janúar 25, 2005

Síðgelgjueignarfallið "dauðans" fer í taugarnar á mér eins og allt sem er margtuggið en á að hljóma frumlega. Ég velti því samt fyrir mér hvað maður myndi t.d. kalla óvenjulega afkastamikinn útfararstjóra. Útfararstjóri dauðans. Eða þann sem skrifar margar minningargreinar. Minningargreinaritari dauðans. Eða mjög stórt líkhús. Líkhús dauðans. Eða þannig.