miðvikudagur, janúar 12, 2005

Æ, æ, þá er búið að leggja niður Skonrokk. Aldrei gaf ég mér tóm fyrr en nú til að hrósa þeirri ágætu útvarpsstöð. Hver er það annars sem hefur borið ábyrgð á músíkmixinu þar? Þráinn eða Dr. Gunni. Altént upplifði ég með Skonrokki í fyrsta skipti á ævinni það að hlusta á fimm eða sex lög í röð á útvarpsstöð sem mér finnast öll skemmtileg. Þeir spiluðu m.a.s. Frank Zappa einstaka sinnum.

Horfði á Regnhlífarnar í New York. Afslappað og skemmtilegt sjónvarpsfólk, öll þrjú. Viðtalið við Hjálmar Jónsson þótti mér sérlega safaríkt, þar er á ferðinni dýpri maður en ég hafði gert mér grein fyrir. Hins vegar var dogma-viðtalið við námsmanninn erlendis ansi misheppnað enda kom hann nánast aldrei út úr sér heilli setningu og var afskaplega vandræðalegur í alla staði. - Skemmtileg heimsókn til Colettu Bührling, þýðanda Arnalds á þýsku, en óskaplega var myndatökumönnum í mun að sýna áhorfendum hvað þýðandinn reykir mikið.

Lengi hefur verið á dagskrá sjónvarpsins þáttur sem heitir Op. Af mínu alkunna fordómaleysi hef ég aldrei gefið honum sjens heldur afgreitt hann sem eitthvert táningadrasl. Í kvöld datt ég inn á atriði með grínaranum Jamie Kennedy þar sem honum var velt upp úr hörmulegum dómi sem sýning hans fékk í blaði hér á landi. Síðan kom Þorsteinn Guðmundsson og hélt stutt grínnámskeið fyrir Kennedy. Drepfyndið allt saman og krakkarnir sem stjórna þessu hafa góðan og lúmskan húmor.

Hvað verður um Tvíhöfða? Enda þeir sem statistar hjá Spaugstofunni eins og sjá mátti vísi að í Áramótaskaupinu? Eða verður þátturinn þeirra á annarri Norðurljósastöð?

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þorsteinn Joð fannst mér ekki afslappaður. Mér fannst hann æstur, eða þá textavélin rúllaði of hratt og hafði of mikinn texta fyrir hann að lesa.

11:38 e.h., janúar 12, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Er hann ekki bara alltaf svona? Og Sigurður Valgeirsson er svo róandi að það dugði fyrir báða. Ég verð reyndar að viðurkenna að mér finnst ekkert voðalega bitastætt að hlusta á rabb um ævisögu leikarans John Thaw, en þetta er víst partur af tíðarandanum. Menn mega bara ekki gleyma sér svo í því að vera óhefðbundnir að þetta verði innihaldslaust. En í heildina vil ég ekki kvarta yfir þessu ágæta framtaki sem þátturinn er.

12:05 f.h., janúar 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Björn Ingi Hrafnsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og tekur hann til starfa 1. september nk.
Björn Ingi er þrítugur að aldri. Hann nam sagnfræði og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur að undanförnu gegnt störfum skrifstofustjóra Þingflokks framsóknarmanna og verið kynningarfulltrúi Framsóknarflokksins. Áður starfaði hann um árabil við blaðamennsku og dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi.
Björn Ingi er kvæntur Hólmfríði Rós Eyjólfsdóttur hjúkrunarfræðingi. Eiga þau einn son og búa í Reykjavík.

5:06 e.h., janúar 13, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:25 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:42 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Mai said...

افراحي
مصور فيديو بالفجيرة
مكاتب أفراح الفجيرة

7:14 e.h., maí 11, 2021  

Skrifa ummæli

<< Home