Besti vinur lata og sjálfselska mannsins í húsverkum er vasageislaspilarinn. Við ryksug, þvotta, uppvask, ofl. - Yfirleitt mjög hátt stillt, ekki síst þegar þarf að yfirgnæfa ryksuguna. Og hér kemur smá "háskóla": Besta músíkin í húsverkin finnst mér annars vegar vera Odds and Sods með The Who, plata sem ég hef verið að blaðra um hér undanfarið; og síðan Riot Act með Pearl Jam. Það er reyndar virklega góð plata sem stenst tímans tönn, hef hlustað á hana með hléum frá 2002. Pearl Jam er uppáhaldshljómsveit bandaríska rithöfundarins Russells Banks. Hann er ekki mjög þekktur hér á landi en þó kannast kannski einhverjir við kvikmyndirnar The Sweet Hereafter og Affliction (Nick Nolte og James Coburn) en þær eru gerðar eftir skáldsögum hans.
Banks hefur skrifað haug af skáldsögum og smásögum (og auðvitað hef ég mest lesið smásögurnar). Sögurnar hans eru drungalegar og hlaðnar óblíðum örlögum og lífsskilningi. Russell Banks, sem er milljón sinnum betri en breski kaldhæðni nafni hans, Iain Banks, segir að ritstörf hafi forðað honum frá glæpabrautinni á sínum tíma. En þessi náungi, sem er að nálgast sjötugt, á allar Pearl Jam plötur, kaupir og hlustar á allt sem hljómsveitin sendir frá sér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home