sunnudagur, janúar 09, 2005

Þessi færsla er fyrir svo mikið innvígða að ekki er víst að þeir séu til, hugsanlega í einu eða tveimur eintökum. Það geta hins vegar allir komist í hópinn með því að bregða sér á bókasafnið nokkrar ferðir. Ég hef áhuga á því að koma úrvali af smásögunum mínum út í einni bók, pappírskilju sem kæmi út að vori, helst í Viku bókarinnar. Möguleikarnir á þessu í augnablikinu eru fremur góðir ef miðað er við stöðuna á mínum nýju útgefendum og velvild þeirra í minn garð.
Ég sæi fyrir mér að þessi bók kæmi út vorið 2006. Ekkert er öruggt í þessum efnum en þetta er fremur líklegt. Ég hef lengi haft það sem hobbí að bræða með mér hvaða sögur ættu að vera í þessari bók. Niðurstaðan í augnablikinu er eftirfarandi. Innan sviga er ritunartími hverrar sögu, ekki birtingarár.

Úr bókinni Síðasti bíllinn sem kom úr 1988:

Saknað (1987)

Úr bókinni Í síðasta sinn sem kom út 1995:

Fljótið (1993)
Mánudagur (1994)
Batavegur (1995)

Úr bókinni Hringstiginn sem kom út 1999:

Viðvaningar (1997)
Hringstiginn (1998)
Afraksturinn (1998)

Úr bókinni Sumarið 1970 sem kom út 2001:

Bænheyrður (1999)
Hverfa út í heiminn (2000)
Sumarið 1970 (2000)
Við mamma erum ekki líkar (2001)

Úr bókinn Tvisvar á ævinni sem kom út 2004:

Mjólk til spillis (2003)
Eiginkona þýskukennarans (2003)
Eftir sumarhúsið (2003)
Sektarskipti (2004)

Bókin á að heita Hverfa út í heiminn. Undirtitill: Sögur 1987-2004
Ég spái því að útgáfuferill minn á næstu misserum verði þessi, já og meira en spái því, ef Skruddan blífur og salan á mínum bókum heldur áfram að skána, þá skulum við bara segja að þetta séu markmið mín á næstu árum:

Vorið 2006 - Úrvalssögur í kilju
Haustið 2006: Skáldsaga
Haustið 2008: Smásagnasafn