miðvikudagur, janúar 26, 2005

Slúður úr bókmenntaheiminum. Rúnar Helgi er mun betur tengdur inn í elítuna en ég. Ég hef m.a. fengið að vita að þekkt kona í menningarlífinu sé mjög hrifin af bókinni minni. Hann vill ekki segja mér hver það er. Ennfremur er ónafngreindur lesandi, einnig þekktur, sem segir að ég sé fastur í fortíðinni.

Enn heitara slúður: Einn þekktasti höfundur þjóðarinnar er mjög hrifinn af bók Eiríks Arnar Norðdahl. Má ekki segja hver það er.