miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Er að kíkja af og til á Íslensku tónlistarverðlaunin í sjónvarpinu. Í fljótu bragði virðist gróskan margfalt miklu meiri í tónlistinni en kvikmyndum og sjónvarpsþáttagerð og þessi hátíð því athyglisverðari en Eddu-verðlaunin. Spurningin er sú hvort bókmenntaheimurinn mætti taka þetta sér til fyrirmyndar og standa að veglegri hátíð. Hátt í 1000 bækur koma út hér á landi árlega og aðeins 5 þeirra eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Líklega koma um 50 þokkalega frambærileg eða betri prósaskáldverk út árlega. Stór hátíð með tilnefningum í mörgum flokkum gæti e.t.v. aukið mjög bókmenntaáhuga. Það sem bókmenntaverðlaunin gera núna er helst það að auka sölu 5 bóka um nokkur hundruð eintök hver og búa til eina bókmenntastjörnu árlega. Sem er kannski ekki slæmt. En væri ekki hægt að gera þetta veglegra?

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alveg sammála þér með bókmenntaverðlaunin. Þetta er ansi lágt risið á þessu fyrirtæki. Miðað við magnið gem gefið er út á þessu landi ættu flokkarnir t.d. að vera mun fleiri.

Tilnefningarnar eru ekkert annað en einn liðurinn í auglýsingaherferð útgefenda fyrir jólin; það er sumsé verið að gefa væntanlegum kaupendum ákveðin tips um það hvað er bitastæðast í flóðinu. Sosum allt í lagi með það, en þetta orkar ekki á mann sem 'alvöru' bókmenntaverðlaun. Það þyrftu einhverjir aðrir aðilar að taka þetta að sér en útgefendur og - please - aftengja þetta jólavertíðinni.

Hinsvegar held ég að vegleg bókmenntaverðlaunahátíð sé ekki efniviður í sjónvarpsþátt, eins og Íslensku tónlistarverðlaunin og Eddan. Það er nefnilega þannig með tónlist og kvikmyndir að flytjendurnir eiga hug og hjörtu áheyrenda og áhorfenda - ekki höfundarnir. Tónlistarflutningurinn og poppstjörnurnar er það sem setur mestan svip á ÍT, enda það sem gerir þessa verðlaunahátíð 'sjónvarpsvæna'. Það hefur enginn maður áhuga á að horfa á tónskáld. Sama með Edduna, það sem gerir hana áhugaverða eru allir leikararnir sem koma fram - bæði á sviðinu og í myndbrotum úr kvikmyndum. Og svo auðvitað allt fræga sjónvarpsfólkið (sem ýmist hefur það hlutverk með höndum að afhenda verðlaun eða taka á móti þeim). ÍT og Eddan eru sirkusar, þessvegna virka þessar hátíðir í sjónvarpi. Það er hinsvegar ekkert sjónvarpsvænt við rithöfunda.

PS Vissirðu að innskráningarsíðan hér er á japönsku? Sem virkar ekki beint hvetjandi fyrir fólk sem dettur í hug að senda einhver komment.

11:51 f.h., febrúar 03, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sælir. Þetta eru góðir punktar hjá þér. Innskráningarsíðan mætir mér ekki á japönsku og vonandi sem fæstum.

12:13 e.h., febrúar 03, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Innskráningarskíðan er reyndar japönsk/ensk. Ég bara fatta ekki hvað á að gera; eina leiðin í kringum þetta & senda inn komment er að tikka í boxið "send anonymously".
Sólbráð

11:27 f.h., febrúar 07, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:26 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:36 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:43 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home