laugardagur, febrúar 26, 2005

Frásagnir af kynsvalli verða líklega seint flokkaðar sem fallegar sögur þó að eflaust hafi margir gaman að heyra um slíkt. Fallegt er þó orðið sem mér kemur í hug um eina slíka örstutta frásögn, og er hún þó langt því frá lostavekjandi.

Sagan gerist á elliheimili á Englandi fyrir nokkrum árum. Tvö pör á níræðisaldri fengu eitt kvöldið leiða á sjónvarpsdagskránni og fóru í svokallað 4some í setustofunni. Upp komst um athæfið og fólkinu var vísað frá heimilinu. Ekki fylgir sögunni hvað varð um það. Nú vaknar spurning: Hvort er heilbrigðara, að horfa á sjónvarpið eða stunda kynsvall á síðustu ævidögunum. Líklega er það fyrst í ellinni sem það er í rauninn heilbrigt, a.m.k. í einhverjum skilningi, að stunda það sem kallað er óábyrg kynlífshegðun.

Var réttmæt að reka fólkið af heimilinu? Sem forstöðumaður hefði ég áminnt það fyrir að gera þetta í setustofunni en leyft framferðið inni á læstu herbergi. Og nei, auðvitað var brottreksturinn ekki réttmætur.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju á fólkið að þurfa að læsa að sér? Kann fólk ekki að banka og bíða eftir svari í útlandinu?

11:37 e.h., febrúar 26, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

O.k. Ekki læsa að sér. En ekki í setustofunni. Teprurnar eiga líka sinn rétt.

12:02 f.h., febrúar 27, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þegar ég var lítil var amma mín á elliheimili og á því heimili bjó hún þar til hún dó, á áttræðisaldri. Þá var ég unglingur.

Þetta elliheimili þekkti ég út og inn á sínum tíma (Grund) enda dvaldi ég þar löngum stundum hjá ömmu minni. Þegar ég var ekki í góðu yfirlæti hjá ömmu var ég spænandi um gangana í hjólastól, í einhverri prívat Formúlu fantasíu.

Ég kynntist fjölda manns á Grund, bæði dvalargestum og starfsfólki. Og var inni í öllu sem var að gerast á staðnum. Ég vissi það til dæmis, nánast barn að aldri, að á þessu dvalarheimili máttu karlar og konur ekki sofa saman, það var algjörlega bannað. Einhleypingar af gagnstæðu kyni máttu til dæmis ekki flytja inn í herbergi saman. Pörum var ekki heimilað að búa saman í herbergi nema að það gifti sig - það þurfti semsagt að framvísa hjónavígsluvottorði.

Gamalt fólk er hinsvegar ekkert sérlega innstillt inn á að gifta sig, það finnur þörfina ekki sjálft plús það að hjónabönd á þessu æviskeiði gera öll erfðamál alltof flókin. Fyrir erfingja og eftirlifendur, það er.

Vesalings gamla fólkið sem bjó á Grund þegar ég var barn hefur eflaust verið svo þakklátt fyrir það að fá þak yfir höfuðið, hita á ofnunum og nægilegt að éta að það hefur verið reiðubúið til að fyrirgera öllum öðrum mannréttindum.

En ég held að ég og fólk á mínum aldri verðum ekki alveg svona auðsveip þegar kemur að elliheimilisdvölinni.

Sólbráð

1:19 f.h., febrúar 27, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:28 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:38 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:44 f.h., nóvember 29, 2014  
Anonymous Obat Varises Esofagus said...

thanks, his article is very helpful

5 Obat Herbal Pelancar Penyumbatan Pembuluh Darah Di Otak
Obat Untuk Penyakit Candidiasis
Obat Herbal Fibroid Rahim
Faktor Penyebab Parkinson
Obat Herbal Epiglotitis

7:50 f.h., mars 02, 2019  

Skrifa ummæli

<< Home