miðvikudagur, júní 29, 2005

Af frægum - enn og aftur

Keypti mér pylsu með engu (ekki heldur brauði; 90 kr.) í Bónusvídeó á Grundarstíg. Í rigningarúðanum fyrir utan mætti ég umdeildum blaðamanni og þrátt fyrir lognviðrið sagði ég: "Þú ert með storminn í fangið." - "Þannig líður mér best", svaraði hann og bætti við: "Enda með góða samvisku." - Ég varð allur eitt hlutleysi og veifaði honum í kveðjuskyni.

Þetta er ekki erfið getraun.

18 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

EIR

10:18 e.h., júní 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Góður, ekkert brauð, engin kolvetni. En hvað með sinnep?

11:05 e.h., júní 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Held reyndar að það sé slatti af kolvetnum í pylsum, þar sem þær eru drýgðar með sojamjöli (sem ég held að sé ansi kolvetnaríkt). En samt skárra en brauðið. SS sinnep er sykurleðja.

Merkilegt að um leið og Bubbi Morthens kemst í hann krappann verði allt vitlaust, þótt Eiríkur (og margir kollega hans) hafi verið mun skepnulegri við marga aðra. Ég er búinn að vera brjálaður síðan ég sá þetta blað fyrst, og DV hefur verið þyrnir í augum mínum mjög lengi. Ég fagna því reyndar að fólk sé loksins að taka við sér, en það er merkilegt að það þurfi Bubba til þess, þar sem hann er nú ekki hreinasta lakið á snúrunni.

11:27 e.h., júní 29, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er sykur í sinnepi. Ég veit þetta með pylsurnar en þær sleppa.

11:40 e.h., júní 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Er líka sykur í sterku sinnepi? Ég held að það sé umþaðbil ekki neitt í því - engin fita, engin kolvetni, ekkert. Bara sinnepsbaunir og vatn, eða eitthvað.
Gæti skjátlast.

12:38 f.h., júní 30, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, ég veit annars ekkert um þetta. Ég hef líka voðalega lítinn áhuga á sinnepi, maður fær tár í augun af því og hlustarverk, þegar verst lætur.

1:04 f.h., júní 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

er bæði til eyvindur og Eyvindur??

1:25 f.h., júní 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað á þessi Eyvindur við með því að Bubbi sé ekki hreinasta lakið á snúrunni? Að Bubbi eigi bara skilið að fá að sig skítkastið?

1:35 f.h., júní 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eiríkur er allavega skítseiði -ð

2:33 f.h., júní 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, ég á síður en svo við að Bubbi eða nokkur annar eigi skilið að fá svona meðferð. Fjarri því. Málið er hins vegar það að þessi blöð ráðast oft á aðra sem mega sín töluvert minna en Bubbi. Mér blöskraði til dæmis þegar ég sá fyrirsögn á forsíðunni við hliðina á mynd af Þráni Bertelssyni þar sem stóð „Metsöluhöfundur á hæli“. Þráinn er víst við skriftir á heilsuhælinu í Hveragerði, en þessi fyrirsögn gefur til kynna að hann sé jafnvel á hæli fyrir geðsjúka (vegna málvenju). Það sem ég á við með að Bubbi sé ekki hreinasta lakið á snúrunni er að hann hefur sjálfur verið nokkuð duglegur við að rakka aðra niður - Hannes Hólmstein til dæmis, án þess að ég vilji verja hann á nokkurn hátt. Þar af leiðandi finnst mér Bubbi hafa gefið ákveðinn höggstað á sér ---ÁN ÞESS ÞÓ AÐ EIGA ÞETTA SKILIÐ, ENDA Á EKKI NOKKUR MAÐUR SKILIÐ AÐ SKÍTSEYÐI EINS OG EIRÍKUR JÓNSSON SKÁLDI AÐRA EINS VITLEYSU UM SIG OG HEFUR VERIÐ GERT VIÐ BUBBA AÐ UNDANFÖRNU. (Hástafir til undirstrikunar, ekki vegna geðshræringar).

Það var nú bara það sem ég átti við. Mér þykir þetta allt saman mjög skítlegt, og er satt best að segja nokkuð brjálaður út í Eirík og aðra sem viðhafa svona endaþarmsblaðamennsku. Ég finn mikið til með Bubba, og vona að hann gersigri blaðið í málaferlum sínum.

12:49 e.h., júní 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er heiladauðasta dagbókarfærsla sem ég hef nokkurn tímann fundið á internetinu, en upplýsir lesandann engu að síður um bæði snobb og tepruskap höfundar.
Eyviiiii

8:48 e.h., júní 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hver er Eyviiii? Og af hverju finnur viðkomandi sig knúinn til að gera lítið úr höfundi þessarar færslu? Er ekki alger óþarfi að tjá sig nema maður hafi eitthvað að segja? Til hvers í ósköpunum að hreyta ónotum í eiganda síðunnar að ástæðulausu?

Og Ágúst... Hvers vegna hefur síðan ekki verið uppfærð í dag? Fastur punktur í tilverunni farinn...

12:47 f.h., júlí 01, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég var á kafi í Lyfjubæklingi í dag, var að skrifa um brúnkukrem og fleira gott. Auk þess tók ég tvo tíma í skáldsöguna undir kvöldið.

Hvað segiði, er á að snobba fyrir Eiríki Jónssyni. Ég var annars að tala við fyrrverandi vinnufélaga minn í gær, Halldór R. Lárusson auglýsingateiknara, mann sem er margfalt fyndnari en ég, og hann vildi meina að þeir sem föttuðu ekki húmorinn minn væru hálfvitar. - Það gildir án efa um þá sem skilja fyrirsagnir "Af frægum" o.sfrv. bókstaflega og halda að ég sé í skýjunum yfir að sjá eða kannast við tiltekið fólk úti á götu.

1:02 f.h., júlí 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, það er einmitt einn kostur við að vinna í auglýsingabransanum að maður fræðist ítarlega um svo marga mismunandi hluti, nú síðast um brúnkukrem.........
Eyjí

2:21 f.h., júlí 01, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, elskurnar eiga víst ekki að drífa sig í fötin eftir að hafa borið það á sig, þá klínist það í þau. Segir sig sjálft en maður hefði aldrei hugsað út í þetta án þessa verkefnis.

2:27 f.h., júlí 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er alltaf húmorslaust fólk. Pirrandi skrattakollar, en hvað getur maður gert?

11:41 f.h., júlí 01, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:43 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:59 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home