sunnudagur, júlí 03, 2005

Ég er aðeins byrjaður að lesa Baudrillard. Dálítið gaman hvað þetta er kunnuglegt vegna þess að svo margir hafa skrifað og bloggað um þessar kenningar. Maður er t.d. alltaf að rekast á þetta í Lesbókinni og er ekki nógu fljótur að fletta framhjá, svo ein og ein setning festist í huganum. Ég hef ekki lesið heimspeki síðan 1992. Ég tók 50 einingar í HÍ á sínum tíma og las ekkert nýrra en Saul Kripke og eitthvað af greinum eftir materialista. Kripke sannaði fyrir manni að efnishyggja gengi ekki upp og manni þótti það sniðugt hjá honum en var samt sannfærður um að hann hefði rangt fyrir sér. Líklega gerði hann mig að efnishyggjumanni. Það átti líka að heita að ég læsi Wittgenstein en ég man ekkert eftir honum. Ég var mjög hrifinn af David Hume en ekki eins af Kant. Hume átti líklega stærri þátt í efnishyggjunni sem Kripke njörvaði niður í kollinum á mér. Svo las ég Sartre og Camus heilmikið. Decartes. Platon og Aristóteles. Þorstein Gylfason og Pál Skúlason.Ég hataði veðjun Pascals og geri það enn. Mig minnir að ég hafi fengið fínar einkunnir í þessu öllu nema rökfræði sem ég fékk þó 7,5 í en það var líklega lægsta einkunnin mín. Nóttina fyrir rökfræðifræðiprófið ætlaði ég að lesa mikið en horfði þess í stað á klámmyndina Wicked Sensations (Þetta var 1991 og myndin var frá 1986). Merkilegt við þá mynd að hún rembdist við að halda í hefðina frá því um 1970 og vera alvöru kvikmynd með söguþræði og góðum leik. Úkoman var algjörlega banal en líklega var kynlífið í henni fallegt miðað við nútímann og kannski ekki einu sinni klám. Gæti jafnvel gert sig á kvikmyndahátíð.

Það sem ég ætlaði að segja var að ég hef aldrei lesið neitt eftir póstmódernistana og misst af allri heimspekiumræðu síðan um 1990. En hugmyndirnar leika um loftið og líklega hef ég brotið heilann heilmikið um kenningar sem finnast í ritum sem ég hef aldrei lesið. Auk þess hef ég efast um veraldarsýn mína og fagurfræðilega afstöðu miklu meira en ég hef gefið til kynna í riti. Miðað við afstöðu mína á námsárunum ætti ég líklega að vera póstmódernisti núna þó ég sé það örugglega ekki, því ég aðhylltist e-k blöndu af efnishyggju og guðlausum existensjalisma. Þess í stað hangi ég líklega í sömu afstöðunni og þá þó að flestir telji Sartre algjörlega úreltan. En er hann ekki bara úreltur í einhverjum akademískum skilningi? Heimspeki er líka fyrir fólk, til að finna viðhorfum sínum og lífi sínu stað í hugmyndaheiminum.

Ég fór á Ölstofuna á föstudagskvöldið. Hitti Jón Óskar en spjallaði líka við haug af öðru fólki, kunningja jafnt sem ókunnuga. Ég drakk fjóra tvöfalda viskí. Mig langaði í vindil allt kvöldið en mig langaði meira til að standast freistinguna. Afraksturinn daginn eftir var þynnkuleysi. Ég fór m.a. út að skokka með Erlu og ég fann ekkert fyrir því að ég hefði drukkið nóttina áður. Það virðist því ljóst að þetta er leiðin til að sleppa við þynnku: reykja ekki.

Í svefnrofunum í nótt fór ég að gæla við tilhugsunina um að taka Erlu með mér á Ölstofuna næst. Það mætti skipta lífi mínu upp í þrjá hluta: fjölskyldutilveran með Erlu og krökkunum, félagslíf Erlu sem ég er hluti af og mitt eigið frístunda- og félagslíf sem Erla er ekki hluti af. Sem dæmi um það þá hefur Erla aldrei komið með mér á Ölstofuna og ekki situr hún með mér á Segafredo núna þar sem ég slæ þessi orð á lyklaborðið. Ég bauð henni reyndar að koma með mér áðan en hana langaði ekki. Á Ölstofunni myndi hún eflaust fussa yfir reykjarsvælunni og svo myndi hún segja: Hvað, ætlarðu að fá þér annan viskí, strax? Veistu hvað þetta kostar, maður. – En það væri samt gaman að taka hana með. – Ekki það að hún sakni þess. Mér var samt bara að detta þetta í hug. Rúnar Helgi var að spjalla við mig á föstudaginn um þá persónu sem orðið hefur til úr Erlu á blogginu og þetta ómeðvitaða stílbragð að hún er alltaf fjarverandi. Hún er einhvern veginn ekki hluti af þessu en er hins vegar mikilvægasti hlutinn af “hinu lífinu” mínu. Það væri t.d. algjört stílbrot ef Erla færi allt í einu að birtast í kommentakerfinu hérna. Enda líka lítil hætta á því.

Við fórum upp á Esjuna í dag með krakkana. Entumst tæplega hálfa leið en þá var rokið orðið of mikið. Þetta er góð og hressandi hreyfing.

Í gær sáum við Wig Wam í Smáralindinni. Hjörvar Pétursson hlýtur að hafa verið þar með allan sinn Eurovision-áhuga. Þetta er skemmtileg hljómsveit, mjög meðvituð glysrokkstæling.

Ég er líklega farinn að skokka hraðar en Erla. Síðustu tvö skipti hafa gefið til kynna að ég sé orðinn sterkari en hún í öllum vegalengdum yfir 5 kílómetra. Í sjálfu sér er hún miklu meiri íþróttamaður en ég að eðlisfari, grannvaxin með langa leggi. En ég er karlmaður og karllíkaminn er sterkbyggðari, ekki síst fótleggirnir. Ég hef ekkert verið að rembast en það munar það mikið um kílóin sjö að ég síg einfaldlega fram úr henni hægt og rólega í stað þess að vera 50-100 metrum á eftir eins og þetta var. Ég finn að þetta gleður hana. Hjá öllum öðrum skokkpörum sem hún þekkir stinga karlarnir konurnar af. Ég held að henni hafi fundist verra að vita af mér að hlunkast á eftir henni, að það væri ekki karlmannlegt.

Í lokin, spekingar: Áttaði sig einhver á því að ég var ekki að fara út fyrir efnið með því að minnast á klámmyndina?

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skilgreiningin á undarlegheitum=lesa Baudrillard og horfa í kjölfarið á Matrix... Ruglar endalaust í manni...

12:56 f.h., júlí 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég áttaði mig ekki á því. útskýra takk fyrir.

kv. gimmó

2:00 f.h., júlí 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Póstmódernísk nálgun á klámefni.

2:02 f.h., júlí 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

óki, ég skil - það hlaut að vera.

kv. gimmó

2:07 f.h., júlí 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Að hugsa sér samt - ég get leyft mér að sletta svona fram án þess að vera tekinn í gegn - og þó veit ég ekkert um póstmódernisma. Ég held að þetta hafi líka verið svona með existensjalismann á sínum tíma, allir gátu þóst vera existensjalistar eða viðræðuhæfir um stefnuna þó að þeir vissu ekkert um hana.

2:11 f.h., júlí 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þér hafið ekki viljað taka heyrnarlausa með á tónleikana?

12:52 e.h., júlí 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Póstmódernismi er mjög skemmtilegt snobbhugtak. Maður getur alltaf sagt „Ah, þetta er mjög póstmódernískt“, þótt maður viti ekkert hvað maður er að tala um, og þá kinkar fólk bara kolli og brosir, feimið vegna fávisku sinnar, sem þó er ekki til staðar í raun og veru...

Gaman að því.

12:52 e.h., júlí 04, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:44 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:06 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home