föstudagur, júlí 01, 2005

Ég hætti ekki í vindlunum út af krökkunum en minnist þess samt að Freyja sá mig reykja fyrir norðan á dögunum og byrjaði strax að fussa. "Viltu kannski hringja á lögregluna?" sagði ég. Og hún tautaði: "Ég hefði ekkert á móti því". - Hún varð yfir sig glöð þegar ég tjáði henni tíðindin um reykbindindið. Ég sagði: "En ég ætla að halda áfram að drekka áfengi" - "Iss, mér er alveg sama um það, nema þú mættir ekki verða fyllibytta." - "En hvað með spikið?" spurði ég. Hún yppti öxlum. Henni er nákvæmlega sama um hversu feitur eða mjór ég er. - Við Erla vorum annars á gönguferð um gamla Vesturbæinn í kvöld og þá rak Erla augun í tóman sígarettupakka á gangstéttinni. Hún benti á pakkann og sagði: "Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að þú hættir að reykja". - Viðvörunin á pakkanum var nefnilega svohljóðandi: "Reykingar flýta fyrir öldrun húðarinnar."

Ég get víst ekki farið í hégómabindindi.

Loftið var rakt og hlýtt í kvöld. Þegar við nálguðumst Háskólabíó steig upp mikil og ilmandi poppkornslykt.

Tékkið á www.andriki.is Þar er drepfyndinn pistill um pólitískan rétttrúnað Morgunblaðsins.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil að þú rasir aðeins út um gengi KR á þessum vettvangi Ágúst. Ertu ekki reiður og sár yfir þeim doða sem virðist svífa á Meistaravöllum undanfarið ár?

3:29 e.h., júlí 01, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Tvennt, afar mikilvægt er að þessu liði: Vörnin er ekki nógu sterk - tenging milli miðju og sóknar er afleit. - Það gæti allt sumarið farið í að laga þessa hluti. Fyrst halda á þjálfaranum þér finnst mér mikilvægt að stefna að því að halda mannskapnum (þ.e. kjarnanum og kannski styrkja) fyrir næsta ár svo þær fórnir sem verið er að færa núna skili sér. Því það er alveg ljóst að í þessu liði er nægilega mikið af góðum mannskap til að gera betri hluti en hingað til.

10:25 e.h., júlí 03, 2005  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:05 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger raybanoutlet001 said...

chicago bulls
christian louboutin outlet
converse shoes
pittsburgh steelers jersey
coach outlet
armani exchange
polo ralph lauren outlet
cowboys jerseys
ugg boots
ralph lauren

4:05 f.h., júní 16, 2017  

Skrifa ummæli

<< Home