þriðjudagur, júlí 05, 2005

Svo ég rausi aðeins meiri rassvasaheimspeki þá má segja að Hume hafi lagað siðferðisboðskap Krists um það að gjöra sjálfur öðrum það sem maður vill að þeir gjöri oss að trúleysinu með því að halda því fram að samúðin væri ein af eðlishvötum mannsins. Og yfirleitt vill maður ekki gera öðrum það sem maður vill ekki að þeir geri manni sjálfum. Maður vill vera góður við fólk og maður hefur samúð með fólki af því maður getur sett sig í spor þess. Það sem ég vil ekki að hendi mig vil ég ekki heldur að hendi aðra. Svo kemur breyskleikinn auðvitað inn í þetta og freistingin til að hæða einhvern bloggara getur orðið þessu siðferðisboði sterkari, nú eða hefnigirni kokkálaðra og ótalmargt fleira.

En ég get ekki séð að neinar kenningar póstmódernisma um að raunveruleikinn sé ekki til breyti þessu. Það er alveg sama hvort raunveruleikinn er blekking eða eftirlíking eða raunveruleiki eða hvað sem er, það hefur ekkert með þessa samúðartilfinningu að gera. Að því leyti get ég ekki ímyndað mér að kenningar póstmódernista, sem ég þekki ekki neitt ennþá, grafi undan siðferði í nákvæmlega þessu tilliti.

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju Ágúst, þú hefur staðist póstmódernistaprófið. Seinni hluti þessarar færslu er fullkomlega óskiljanlegur í því samhengi sem hann greinilega skortir. Sér í lagi þykir mér þér hafa lánast hið eftirsótta en torfundna póstmóderníska "touch" í síðustu setningunni.

1:40 f.h., júlí 05, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju einbeitir þú þér ekki að því að skrifa smásögur í staðinn fyrir að eyða tímanum í að blaðra eins og þorpsidjót á netinu.
Ég er viss um að ef þú hvílir þig á þeirri þráhyggju að vera frægur þá getur þú skrifað fínar sögur - og orðið frægur.

2:28 f.h., júlí 05, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Óttalegt bull er þetta. Hver er að reyna að vera frægur? Þetta er á engan hátt sambærilegt við sagnaskrifin og hefur engin áhrif á þau. Það getur a.m.k. ekki verið að þú hafir sjálfur bæði skrifað fixjón og bloggað, því þá myndirðu átta þig á muninum á þessu og kæmir ekki með svona athugasemdir.

2:53 f.h., júlí 05, 2005  
Blogger Kristjón Kormákur said...

þetta var ekki ég

2:59 f.h., júlí 05, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, þú ert öðruvísi. Hann virðist halda að ég sé ekki búinn að skrifa neinar smásögur. - KR-ingarnir urðu sér til skammar í kvöld þó að þeir drulluðust áfram í bikarnunm.

3:45 f.h., júlí 05, 2005  
Blogger Kristjón Kormákur said...

Já, las það, sá að litli bróðir skoraði úr víti. Þetta er frekar dapurt hjá KR í sumar

4:07 f.h., júlí 05, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Og það batnar ekkert. Engar framfarir.

4:12 f.h., júlí 05, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að þú ættir að hætta í smásögunum og einbeita þér að óskiljanlegum póstmódernískum greinaskrifum. Þú yrðir trúlega ekki frægur fyrir neitt sem þú skrifar, en gætir orðið þekktur, svipað og Baudrillard, sem sérvitringur. Og það er gæðastimpill sem fáir ná.
Þegar ég hugsa nánar út í þetta ertu reyndar svolítill sérvitringur, og pínulítið þekktur... En þú gætir orðið FRÆÆÆÆÆÆÆÆGUUR sem sérvitringur. Myndirðu gera hvað sem er fyrir frægðina?

11:21 f.h., júlí 05, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég kannast ekki við það að nokkur póstmódernisti hafi haldið því fram að raunveruleikinn sé ekki til.

1:36 e.h., júlí 05, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Varðandi Kára: Það var kominn tími til að ég fengi á baukinn. Þið hinir standir berstrípaðir eftir en ég þóttist aldrei vera í fötum.

Varðandi Eyvind: Mér finnst ég vera alveg mátulega þekktur. Mig langar til að klára skáldsöguna mína og að hún verði vel heppnuð. Síðan langar mig til að skrifa fleiri smásögur. Síðast en ekki síst langar mig til að einhver lesi þessar bækur.

2:44 e.h., júlí 05, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Varðandi Ágúst: Já, þetta var grín.

Varðandi Kára: Það mætti orða kenningar Baudrillards um ofurraunveruleikann þannig að raunveruleikinn sé ekki til, heldur bara ofurraunveruleiki, myndirðu ekki segja það? (Tek það reyndar fram að ég þoli ekki Baudrillard, eða nokkurn annan póstmódernista, og reyni að forðast lestur slíks í lengstu lög).

3:42 e.h., júlí 05, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað segirðu um nýja tilvitnun efst á síðuna, Ágúst?

4:00 e.h., júlí 05, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:44 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:00 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:06 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home