fimmtudagur, september 08, 2005

Eitthvað hef ég átt erfitt með að festa hugann við lesefni undanfarið og finna mér sögur sem mig langar til að lesa. Ég opnaði Iain Rainkin í gærkvöld en eftir hálfa síðu hugsaði ég: Glæpasögur eru góðar en ég nenni ekki að lesa þær. Þær bjóða ekki upp á þá sensasjón sem ég er að leita að. Áður horfði ég á Law and Order og það er góður þáttur, sólíd eins og Davíð Oddsson en kannski ögn fyrirsjáanlegri.