sunnudagur, september 04, 2005

Var að mæta í vinnuna á sunnudegi þar sem mín bíður nokkuð stórt textaverkefni (ég er hættur að þora að nefna viðskiptavinina hér, óttast að það gæti mælst illa fyrir). Takist mér að ljúka því á skikkanlegum tíma get ég snúið mér að skáldsögunni.

Samkvæmið heppnaðist afar vel á föstudagskvöldið. Mér virtist strákunum lítast svona þokkalega vel á kaflann minn þó að þeir væru með einhverjar aðfinnslur. Gott að vera búinn að viðra eitthvert efni úr sögunni, þá verður hún raunverulegri fyrir mér sjálfum og trúin á að geta lokið henni eykst. Eyvindur las las kafla sem menn voru hrifnir af. Hann er hörkustíllisti og kraftmikill penni. Benni kom og sagði okkur frá Vestfjarðasundinu. Ég spurði aftur og aftur að hvers vegna í ósköpunum hann væri að þessu. Hann hló að því og sagði spurninguna út í hött. Hvers vegna skrifaði ég og bloggaði? Varla hefði ég mikið upp úr því.

36 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég tek undir spurningu sundmannsins: Hvers vegna bloggarðu?

2:17 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Og af hverju gefur svona góður sundmaður út svona vondar ljóðabækur? Ekki nennti Grettir að standa í því.

2:29 e.h., september 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, mér finnst miklu nær að spyrja Benna að því hvers vegna hann skrifar en mig.

2:30 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

2:33 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

2:46 e.h., september 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Eyviii og Spiritus. Þessar færslur eru ekki ætlaðar sem æti fyrir ykkur, eitthvað sem þið getið tæktt í ykkur og hæðst að með vægast sagt fyrirsjáanlegum hætti. Eyvviii, hefur þig aldrei langað til að eiga í venjulegum samræðum og skoðanaskiptum við fólk? Ekki ad hominem? Við skulum vona að það verði hægt, það er svo þreytandi að vera alltaf að þurrka út komment, ég á nóg með spamið.

2:52 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Og hverjir mættu?

2:57 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Áttar þú þig ekki ennþá hvaðan spamið kemur? Þetta er heimatilbúið spam og hluti af áætluninni

2:58 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú pirrar mig, Gústi, með því að þurrka út kommentin mín. Og ég get verið verulega erfiður þegar ég er pirraður.
Þinn vinur,
Eyviiii

3:04 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ranglátt af þér gagnvart okkur lesendum að ritskoða burt komment frá Eyvaaa og Spiritus Concentratus.
Þessir aðilar trekkja grimmt á bloggsíðuna þína, sérstaklega Eyviii.

3:10 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er ad hominem?

3:25 e.h., september 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

ad hominem þýðir að beina rökræðunni alltaf að persónu og þar með er engin rökræða lengur. T.d. ef Anonumous I segir að trúarofstæki ráði of miklu í stjórn Bandaríkjanna og Anonymous II svarar því svo að það sé ekkert að marka þetta því Anoynomous I hafi sagt þetta og hann sé algjört fífl - þá er það ad hominem rökfærsla.

3:28 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ekki rétt hjá Gústa. Argumentum ad hominem felst í því að halda því fram að einhver sé hommi.

3:29 e.h., september 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jæja, Eyviii. Þá er það saklaus fyndni. Næsta skref er að færa sig yfir í skoðanaskipti.

3:33 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þeir sem skipta um skoðanir eru ekki sterkir persónuleikar.

3:35 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef til dæmis ekki skipt um skoðun síðan 1993, það var 4. desember. Þá ákvað ég að kassarauðvín væri betra en á flöskum vegna þess að það eru meiri vítamín í því.

3:38 e.h., september 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Skiptast á skoðunum - skipa um skoðun

Whatever. Það er síðan auðvitað alveg arfavitlaust að skipta aldrei um skoðun, gildir einu hvaða greindarvísitölu menn hafa.

3:40 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er búinn að skipta um skoðun og er sammála þér.

3:42 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

En nú er ég aftur orðinn ósammála. Eru þetta ekki fjörug skoðanaskipti?

3:43 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað finnst fólki um landsleikinn í gærkvöldi?

3:43 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst að Wales hefði átt að vinna England.

3:44 e.h., september 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Leikurinn sannaði enn og aftur hvað þessir þjálfarar eru gagnslausir. Íslenska liðið var skipað sínum allra sterkustu mönnum sem þar að auki eru í fínu fomi um þessar mundir. Eftir frábæran fyrir hálfleik var mikilvægt að búa liðið undir það að standast pressu í þeim seinni. Það mistókst algjörlega enda skoruðu Króatarnir 2 mörk á korteri. Þjálfararnir hafa þar með verið algjörlega gagnslausir í búningsklefanum í leikhléi.

3:45 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eyviiiii thu ert med monolog a blogsidu Gusta.Kannski full langt gengid.

3:45 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Líklega hafa þjálfarnir ekki verið undir það búnir að vera yfir í hálfleik og ekki vitað hvað þeir ættu að segja við leikmenn í hléinu...

3:49 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Við skulum samt líta á björtu hliðarnar. Þessi mónólógur passar að maðurinn sé ekki að valda usla á götum úti - heldur honum uppteknum.

Ágúst er með því að leyfa Eyvaaaa að rasa út hér að uppfylla nauðsynlega samfélagslega skyldu sína.

3:50 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Kæri Larsen. Já, það er fulllangt gengið að vera með mónólóg á bloggsíðu Gústa, en þar sem ég er að tala við hann og hann við mig þá heitir það díalógur en hugsanlega trílógía úr því þú ert búinn að blanda þér í spjallið.

3:53 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Úr því að Eyvindur er mættur ætla ég að yfirgefa samkvæmið. Takk fyrir dásamlega skemmtun og verið góðir við dverginn.

3:56 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Biðst velvirðingar.

3:58 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég trúi á framtíðina. Einhvern tímann hljóta öflugri verur en við að fæðast.

4:34 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það eru öflugri verur en þú úti um allt.

4:40 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Satt segirðu. Leiðinlegt að þú skulir ekki vera í þeim risastóra hópi.

4:48 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það verða alltaf að vera til undirmálsmenn, annars gengur heimurinn ekki upp. Ég tek glaður við því hlutverki, svo aðrir megi eiga áhyggjulausa ævi og geti skemmt sér við að spotta mig. Bara nauðsynleg þjónusta við mannkynið

5:26 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er gleðilegt, Eyvindur bókmenntafræðingur, að þú skulir vera ánægður með hlutskipti þitt svona neðarlega í fæðukeðjunni.

6:21 e.h., september 04, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

3:39 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:13 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:22 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home