föstudagur, september 02, 2005

Mér er sagt að nýtt smásagnasafn eftir Joyce Carol Oates sé til sölu í Iðu. Ég fer þá þangað í hádeginu. Gunnar Randversson segir mér að sænsk blöð geri því skóna árlega að hún fái Nóbelinn. Hún er undarlega afkastamikil, skrifar 2-3 bækur á ári, stundum meira.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Lestu The Falls eftir Oates, hún kom út á árinu og er stórkostleg, stórkostleg! Svo held ég mikið uppá Beasts, Blonde og smásagnasafnið Faithless, tales of transgression eftir hana. Téð Oates fæst ávallt í Eymundsson - þar er gott að vera. Svo held ég reyndar að þú hefðir gott af því að kíkja í Harry Potter líka.

2:12 e.h., september 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Rakst á We don't live here anymore á DVD í Bónusvídeó. Nennti nú ekki að taka hana, en datt í hug að láta þig vita...

2:53 e.h., september 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hef lesið Faithless. Rosalega góðar sögur í henni. Ekki lesið hinar.

3:07 e.h., september 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þau eru mörg Bónusvídeóin, Tumi. Hvar var þetta, nánar tiltekið?

3:26 e.h., september 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þau eru býsna mörg, já. En ætli hún fáist ekki á flestum betri myndbandaleigum bæjarins.

3:52 e.h., september 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Joyce Carol Oates mun vera væntanleg til Íslands í desember. Hún mun árita bækur í Eymundsson og Iðu á daginn og lesa upp í Norræna húsinu, en dansa á kvöldin á Goldfinger, því að Geiri sponsorerar Íslandsferðina.

3:33 e.h., september 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ólíklegt að Joyce komi til Íslands í desember. Við eigum í fyrsta lagi von á henni í mars þegar hún verður komin úr slipp. En hún brá sér í smáfegrunaraðgerð og brjóstastækkun (DD).
Sjáumst í Goldfinger eða Norræna húsinu.

6:37 e.h., september 04, 2005  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:09 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home