miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Eftir nokkra daga verður frumsýnd kvikmynd eftir Robert Douglas, Strákarnir okkar. Myndin fjallar um knattspyrnulið samkynhneigðra karlmanna. Nú vill svo til að a) Mér hefur líkað við myndir Roberts Douglas b) Ég er hlynntur algjöru jafnrétti samkynhneigðra og gagnkynhneigðra c) Ég hef áhuga á fótbolta

En það er nákvæmlega ekkert sem vekur áhuga minn á þessari kvikmynd. Ég get ekki pínt mig til að fá hinn minnsta áhuga á sögu sem fjallar um knattspyrnulið samkynhneigðra, ekki frekar en ég gæti haft áhuga á að sækja ráðstefnu um þunglyndi eða sjá mynd um handboltalið iktsjúkra.

Hvað er eiginlega að mér? Er ég að fara að missa af frábærri mynd, vegna ... nei, við getum eiginlega ekki sagt vegna fordóma.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað getum við þá sagt, ef ekki "vegna fordóma"? Fordómar eru jú af ýmsu tagi. Mér sýnist á þessum skrifum að þú sért altént búinn að dæma þessa mynd úr leik, fyrirfram, óséða, og að því er virðist án þess að vita mikið meira um hana en að hún fjalli "um knattspyrnulið samkynhneigðra." Hún hlýtur nú að vera "um" eitthvað meira, er það ekki? Eru það ekki fordómar í garð þessarar myndar að afskrifa hana sísvona, á þessum forsendum, alveg burtséð frá afstöðu þinni til fyrri mynda leikstjórans, samkynhneigðra og fótbolta?
Ekki að ég hafi minnsta áhuga á að sjá hana heldur, reyndar aðallega af því að fyrri myndir leikstjórans hafa engan veginn höfðað til mín og af því sem ég hef heyrt og lesið um þessa mynd þá leyfi ég mér að efast um að hún sé nokkru skárri fyrir minn smekk. Ég dæmi hana sem sagt fyrirfram, óséða. Er með fordóma. En maður útilokar svosem ekki að maður hafi rangt fyrir sér og lætur sig hafa það að taka hana á vídeó einhvern daginn, eins og hinar, þegar ekkert almennilegt er í boði annað - sem gerist furðu oft.

6:21 e.h., ágúst 31, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ef manni þykir efni myndar ekki áhugavert er afar ólíklegt að maður gefi sér tíma til að sækja sýningu á henni. Þannig er það nú bara. Nei, mér hafa þótt þessar myndir hans nokkuð góðar.

6:31 e.h., ágúst 31, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef það er ekki fordómafullt að setja samkynhneygð í flokk með sjúkdómum á borð við þunlyndi þá veit ég ekki hvað. Allavega lyktar það af fordómum samkynhneygð=sjúkdómur?
Á það má líka benda að myndin fjallar að sjálfsögðu um fleira ef marka má viðtöl við aðstandendur (hvað svo sem er að marka þau). T.a.m. um hégómagirnd hinna frægu og fallegu, þ.e. Séð og heyrt liðsins (sem aðstandendur myndarinnar hljóta reyndar að teljast til). Hún fjallar líka að einhverju leiti um fall manns sem allt virðist leika í lyndi hjá. Maður sem hefur allt en er samt ekki hamingjusamur.
Það er nú eitthvað mjög á.b.s. legt við þessar lýsingar. Eða hvað finnst þér sjálfum?
Svo hefði ég nú haldið að raunsæisleg frásagnaraðferð Róberts Douglas ætti að vera nóg til að vekja áhuga raunsæis kyndilbera á borð við þig. Eða hvað?

-kuggur

6:59 e.h., ágúst 31, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er kannski ekki heppilegt að flokka samkynhneigð með sjúkdómum enda er ég engan veginn þeirrar skoðunar að samkynhneigð sé sjúkdómur, fremur en gagnkynhneigð. En það er einmitt þessi flokkun eftir kynhneigð sem höfðar svo lítið til mín: t.d. knattspyrnulið samkynhneigðra leikmanna. Já, mér hefur líkað raunsæi Douglasar.

7:06 e.h., ágúst 31, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst, ég mæli eindregið með því að þú kíkir á síðuna mína núna. Var að blogga soldið merkilegt um Vesturbæjarlaugina og það sem kallanir í pottunum ræða um svona daglega...

7:22 e.h., ágúst 31, 2005  
Blogger hallurth said...

Mér hef reyndar ekkert dálæti á Róberti Douglas en mér finnst svolítið spennandi að Jón Atli skuli skrifa handritið að þessu. Það væri allavega mín ástæða til að sjá þessa mynd. Er það nokkuð vitleysa í mér, skrifar hann ekki handritið?

8:44 e.h., ágúst 31, 2005  
Blogger hallurth said...

Mér, minn, mín! Ég hef ekkert dálæti á Douglas...

8:45 e.h., ágúst 31, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

3:38 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:12 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home