mánudagur, ágúst 29, 2005

Ég hjólaði fram á kjökrandi stúlkubarn í Lækjargötunni áðan. Hún sat flötum beinum í götunni, sirka 11-12 ára, við hlið hennar hlaupahjólið sem hún hafði dottið af. Hún hafði klætt sig úr skónum og appelsínugulir sokkar voru frekar áberandi. Hún sagðist eiga heima á Laufásveginum, sem kom sér vel, og ég rétti henni einfaldlega gemsann og bauð henni að hringja heim. Í símanum var henni tjáð að hún yrði sótt undir eins. Hún hafði rænu á að þakka fallega fyrir sig, er líklega frá einhverju góðu heimili hérna í götunni, fallegu uppgerðu steinhúsi frá 3. áratugnum eða fyrr. Ég veit ekki hvort hún er fótbrotin eða brákuð, tel það ólíklegt, en a.m.k. þótti mér ekki ráðlegt að reisa hana á fætur fyrst fjölskyldan var svona skammt undan.

Þegar ég kvaddi hana rifjaðist upp fyrir mér að ég handleggbrotnaði sjálfur þegar ég datt einstaklega klaufalega af reiðhjóli á Framnesveginum sumarið 1975. Þá var ég á 13. ári. Það ár voru tölvur afar óljóst hugtak í huga mér, líklega e-k stórar vélar sem tóku yfir heilt herbergi. Þess vegna gat mig ekki grunað þá að 30 árum síðar myndi ég skrifa um það í tölvu að hafa rekist á barn sem datt af hlaupahjóli; og enn síður að fjöldi manna myndi lesa frásögnina.

Á Laufásveginum hjólaði ég framhjá svörtum karlmannssokki sem lá á miðri götunni. Það er fræðilegur möguleiki að þessi sokkur sé af mér en til þess þarf nokkuð langa og snúna röð tilviljana.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Samkvæmt lýsingunni að dæma kemur þessi stelpa frá mög góðu heimili... svona með Mohogny viðarskápum sem hefði þótt fegurri á stríðsárunum hefðu þeir verið úr Eik.

9:51 e.h., ágúst 29, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Foreldrarnir eru líklega á aldur við mig en foreldra þeirra glæsilegt fólk með kúltúr og sögu Reykjavíkur í blóðinu.

9:55 e.h., ágúst 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég myndi halda að hún væri afkvæmi undirmálsfólks sem býr í kjallaraíbúð sem hefur verið útbúin úr fyrrverandi kyndiklefa og þurrkherbergi. Hún hefur örugglega verið hundskömmuð þegar hún kom heim.

12:39 f.h., ágúst 30, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta kalla ég bölsýni. Hún var í fallegum og snyrtilegum fötum, minnir mig.

12:41 f.h., ágúst 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvort sem hún kemur af ríku eða fátæku fólki, úr kjallaraíbúð ellegar fallegu nýuppgerðu og reisulegu bárujárnshúsi á Laufásveginum (þau eru þarna nokkur alveg stórglæsileg), þá stendur uppúr að þetta var fallega gert af þér, Gústi.

Þú hefur hjarta úr gulli.

1:04 f.h., ágúst 30, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, það held ég ekki. Það myndi enginn heilvita maður hjóla framhjá grátandi barni í Lækjargötu.

1:06 f.h., ágúst 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki bjargaði neinn maður Ingibjörgu þegar hún grét eftir fallið úr borgarstjórnarstólnum, enda grét hún í átt til Össurs en ekki þjóðarinnar.

1:15 e.h., ágúst 30, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

3:38 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic stylerb

4:13 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home