föstudagur, ágúst 26, 2005

Ég ætti að vera að fæla frá mér lesendur með sífelldum endurtekningum en svo virðist ekki vera. Ég held því bara áfram í sama stíl: Ég skokkaði tæpa 7 kílómetra í gær og fann fyrir töluverðri þreytu í útlimum eftir það enda búinn að stunda æfingar fjóra daga í röð. Sundið er að vísu bara hálft skokk, bara 20-25 mínútna æfing, en engu að síður, dag eftir dag er þetta mikið. Sundferðunum hafa auk þess fylgt töluverðar hjólreiðar.

Við Erla skruppum á Súfistann um kvöldið. Ég sá ekki betur en erlenda bókaúrvalið í kjallaranum væri eitthvað farið að glæðast aftur. Þarna var mikið af Joyce Carol Oates og nýja Dubus-bókin, We Don´t Live Here Anymore. Ég væri til í að þýða hana fyrir 300 þús. kall. En það myndi enginn kaupa hana. Myndin verður ekki einu sinni sýnd hérna enda engar tæknibrellur í henni og Bridget Jones uppfyllir rómantísku þörfina. Þetta eru hins vegar mjög spennandi og raunsannar sögur um ást og kynlíf.

Framundan er átak í sögunni. Spái verulegum afköstum í kvöld og nótt.

5 Comments:

Blogger Hermann Stefánsson said...

Þú mátt nú alveg við því að fæla frá þér fáeina lesendur.

8:49 e.h., ágúst 26, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, við örfáa þeirra myndi ég kannski vilja losna.

8:51 e.h., ágúst 26, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það flykkjast að þér lesendurnir eins og mý á mykjuskán.

12:43 f.h., ágúst 27, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:49 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:08 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home