fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Aftur ný tilvitnun

Svona endaði ég kaflann í gærkvöld. Ég er hrifinn af sáraeinföldum setningum sem vekja eftirvæntingu.

13 Comments:

Blogger Hermann Stefánsson said...

eftirvænting er þarna og einfaldleiki - en er það fasismi í mér að þykja enskulegt að "finna til" reiði?

8:10 e.h., ágúst 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki veit ég hvort hægt er að ganga svo langt að kalla það fasisma - mér finnst fólk almennt of reiðubúið að skella þeim stimpli á hvers kyns hugarfar, aðgerðir og stefnur sem því hugnast ekki. En vissulega finnst mér eins og málverndaráráttan sé þarna að hlaupa með Norðanáttina í gönur. Menn finna til eftirvæntingar, finna til kvíða, finna til tilhlökkunar og, já, líka til reiði. Séu þessi orðasambönd af enskum meiði á annað borð (sem ég er hreint ekki sannfærður um að þau séu), þá hafa þau fyrir margt löngu unnið sér þegnrétt í íslenskunni.

9:33 e.h., ágúst 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

vissulega sára einfaldar setningar. en hvar er eftirvæntingin?

10:04 e.h., ágúst 25, 2005  
Blogger Hermann Stefánsson said...

"Mér fannst ég finna til" orti skáldið. Það er einmitt spurningin um þegnréttinn, að "finna til" sums er gott en annars verra, ég veit ekki hvar línan liggur. "Hann fann til svima" myndi ég td held ég skipta út fyrir "Hann svimaði".

10:21 e.h., ágúst 25, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Find to anger? Feel anger?

12:36 f.h., ágúst 26, 2005  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Það mundi vera he felt dissy/he felt anger en það þarf ekki að merkja nein enskuáhrif og vafalaust sérviska í mér.

12:42 f.h., ágúst 26, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hann reiddist - kannski væri það betra. Daníel reiddist en vissi ekki hvers vegna. Nokkrum dögum síðar var hann búinn að átta sig á því.

12:48 f.h., ágúst 26, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki viss um að það sé betra, en hef auðvitað ekki samhengið til að dæma um það almennilega. Það er ekkert að því að finna til reiði. Þegar þetta er orðað á þann veginn er eins og viðkomandi uppgötvi þetta með sjálfum sér, einhvers staðar undir niðri finnur hann til reiði, finnur fyrir reiði innst í huga sér, sem kemur hægt og sígandi, kraumar undir niðri, vellur svo upp á yfirborðið og gerir (tiltölulega) pent vart við sig. "Daníel reiddist" er hins vegar meira eins og viðkomandi - þ.e.a.s. Daníel - lendi í einhverju sem veldur honum skyndilegri reiði, þ.e., reiðin gýs upp jafnskjótt og e-ð gerist. ¨Daníel reiddist" lýsir sem sagt fremur viðbragði, að mér finnst, nokkuð snöggri og fyrirvaralausri reiði út af einhverju ákveðnu, á meðan "Daníel fann til reiði" lýsir meira kraumandi en óljósri tilfinningu af óljósum orsökum. En þetta er jú bara ég. Öðrum finnst sjálfsagt eitthvað allt annað. Sbr. Norðanáttina. Og maður skyldi jú aldrei gera lítið úr Norðanáttinni, eins og skokkið þitt í nefndri átt hefur vafalaust leitt í ljós.

1:15 f.h., ágúst 26, 2005  
Blogger Hermann Stefánsson said...

nei þetta er rétt, reiðin verður tímabundnari og meira konkret, meira gos, en "honum gramdist" er líka valkostur...?

1:32 f.h., ágúst 26, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlýtur, sem fyrr, að velta á samhenginu. "Honum gramdist" þýðir, að mínu viti, enn annað en "hann reiddist" eða "hann fann til reiði". Að gremjast eitthvað - það kveikir hjá mér á pirringsperunni, í flestum tilfellum. Eða að einhverjum mislíki einhver gjörð eða orð einhvers annars, svona eftir á að hyggja, og hugsi viðkomandi jafnvel þegjandi þörfina en þó ekki endilega. Jafnvel bara eitthvað sem fer nett í taugarnar á viðkomandi. Talsverður eðlismunur, sem sagt, fremur en spurning um aðdraganda, kringumstæður, o.s.frv. Kannski ekki nógu skýrt hjá mér. Ég reiðist þegar ég sé og heyri Bush í sjónvarpsfréttunum lýsa því enn einu sinni yfir að "stríðið gegn hryðjuverkum" haldi áfram svo frelsið og lýðræðið fái að dafna. Mér gremst að íslenskir fréttaskýrendur skuli ekki vera duglegri að grafast fyrir um hvað maðurinn er eiginlega að meina. Og ég finn til reiði þegar ég hugsa til þess, hvað þetta svokallaða stríð gegn hryðjuverkum kostar okkur öll í mannslífum, frelsi, peningum og öllu öðru án þess að ég fái nokkuð að gert.
Þannig er nú það.

1:51 f.h., ágúst 26, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

svakalega taka menn sig alvarlega. kemur ekki bremsufar þegar þið rembist svona?

1:44 e.h., ágúst 26, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:02 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:08 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home