miðvikudagur, september 14, 2005

Hverjir eru helstu lagasmiðir rokksins? Ég er að tala um tónlistarmenn sem hafa samið haug af góðum lögum bæði fyrir eigin flutning og annarra. Hér eru nokkrar tillögur. Skammið mig fyrir þá sem vantar á listann og bætið þeim við. Og hvar eru konurnar?

Paul McCartney
Bruce Springsteen
Billy Joel
Frank Zappa
Pete Townshend

Eitthvað er þetta nú stuttur listi. Hverjir fleiri koma í hugann þegar rætt er um mjög mikið magn af góðri frumsaminni músík?

29 Comments:

Blogger Arngrímur Vídalín said...

Sjálfur vildi ég hvorki sjá Springsteen né Joel á þessum lista.

Bæti við John Lennon og Bob Dylan.

11:17 e.h., september 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú gleymir fyrri hlutanum af Lennon/McCartney

11:19 e.h., september 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég ætlaði að setja Bob Dylan þarna. Hreinlega gleymdi því. Springsteen samdi m.a. Fire og Because the Night, sem aðrir gerðu fræg; erfitt að ganga framhjá honum.

11:19 e.h., september 14, 2005  
Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Bob Dylan, Van Morrison, John Lennon, David Bowie, Shane MacGowen, Tim Buckley, Neil Young, Lou Reed og Van the Man aftur. Konurnar: Joni Mitchell, Rickie Lee Jones, Tracy Chapman. Hmmm...

11:35 e.h., september 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sko, ef við erum að tala um mjög mikið magn af mjög góðri tónlist, ná þá manneskjur eins og Rickey Lee Jones inn í hópinn? Hvað með Carly Simon? David Bowie á klárlega heima þarna. Svo hefði ég átt að hafa Paul Simon á listanum.

11:41 e.h., september 14, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Patti Smith og Marianne Faithful karlremba!

11:51 e.h., september 14, 2005  
Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Við steingleymum líka Jagger og Richards - hvað sem um sum af verkum þeirra má segja þá eru þar á meðal ódauðlegar perlur. Nei, ok, út með Rickie.

11:53 e.h., september 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já en hvað með afköstin hjá þeim? Hvað hafa þær gefið út margar plötur og hvað mikið af efninu er frumsamið?

11:53 e.h., september 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já og Tinna, hvenær er þetta gallerí opið? Þetta er lokað port.

11:55 e.h., september 14, 2005  
Blogger Skarpi said...

Ray Davies. Örfáir hafa náð hans leveli, þá oftast eitt og eitt lag, hans body of work er mjög stabílt. Sé litið til þeirra sem hefur haft áhrif á, er listinn ótæmandi, en sem dæmi má nefna Lennon, Stóns, Bowie, Damon Albarn, Paul Weller, Alex Chilton, Ian Hunter, Marc Bolan auk fjölda annara minni spámanna.

11:57 e.h., september 14, 2005  
Blogger Skarpi said...

Nei, andskotinn, Raymond hefur gert fullt af skít, það verður að viðurkennast, en molarnir skína bara skærar fyrir vikið. Og "you please all the people all the time."

11:59 e.h., september 14, 2005  
Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Þetta er náttúrlega bara til að æra óstöðugan, Gústi, en nú vil ég bæta við Leonard Cohen. Díll? Og svo er ég hættur - lofa.

12:03 f.h., september 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég veit það ekki. Er Leonard Cohen góður lagasmiður? Hvað þá frábær?

12:05 f.h., september 15, 2005  
Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Ok ég er ekki hættur. Já, Cohen er brilljant lagasmiður frá upphafi til enda - nenni ekki að telja upp lögin en þau eru fjölmörg afar góð.

12:08 f.h., september 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eh... ER LEONARD COHEN GÓÐUR LAGASMIÐUR???
Einn sá besti!

Og hvernig stendur á því að ENGINN er búinn að minnast á Tom Waits? Einstaklega afkastamikill og eftir hann liggja ótrúlega margar perlur!

Vildi líka bæta við Nick Cave og jafnvel Neil Young. Nick Drake er nokkuð pottþéttur, en dó áður en hann náði miklum afköstum.

Cat Stevens á líka mjög mikið af meistaraverkum, þótt skammarlega lítið af þeim sé þekkt af almenningi.

Og svo má benda á Jim Morrison og Ray Manzarek, en saman sömdu þeir gríðarlega mikið af snilld.

Muddy Waters... Blúsari reyndar, en hefur haft mjög mikil áhrif á rokkið líka.

Mér finnst David Bowie mjög ofmetinn. Ég myndi líka segja að meirihlutinn af Stones katalóginum sé rusl, þannig að mér finnast þeir ekki eiga heima á listanum.

Tracy Chapman á nú ekkert stórt safn af lögum, er það? Það sem ég hef heyrt með henni finnst mér mjög einsleitt.

En á kvenlistann vantar auðvitað drottningu rokksins: Tinu Turner! Hún hefur samið fullt af snilldarlögum.

Nú hef ég ekki hlustað mikið á PJ Harvey, en á hún ekki heima þarna?

Sjálfum finnst mér Rickie eiga heima á listanum, tvímælalaust, þó ekki sé nema fyrir þau áhrif sem hún hefur haft á tónlistarkonur dagsins í dag... Til dæmis Noruh Jones og Diönu Krall... Og fleiri.

Jæja, þetta er slatti... Það er til mikið af góðri tónlist...

12:46 f.h., september 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært umræðuefni. Kemur á óvart að enginn skuli minnast á Roger Waters, George Harrison, og sjálfan Ray Davies.

George stóð auðvitað í skugganum af John og Paul, en margt af því sem hann gerði eru perlur rokksins.

Um Roger og Davies verður sagt: þetta eru frábærir lagahöfundar og innsæi þeirra, þótt að ólíkt sé, hefur skilað mörgum af bestu textum rokksins.

Hrólfur

1:10 f.h., september 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Cat Stevens á klárlega heima þarna, Tom Waits þekki ég ekki nægilega. Verðum við ekki að telja hljómborðsleikarann í Doors aðallagasmiðinn, ég á voðalega erfitt með að telja sjálfan Morrisson með helstu lagasmiðum rokksins. Ég er enginn Bowie-fan en sé maður hlutlaus er ansi erfitt að afgreiða hann út af borðinu sem einn helsta lagasmið rokksins.

1:23 f.h., september 15, 2005  
Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Sammála Eyvindi um Nick Cave og Tom Waits - ófyrirgefanlegt að gleyma þeim. En ósammála sleggjudómum um Stones - Wild Horses er til dæmis eitt af betri lögum síðari alda.

1:23 f.h., september 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff, hvernig gat ég gleymt Roger Waters?!

Svo gleymdi ég líka tveimur æskuhetjum! Brian May og Freddie Mercury (þá á ég við Queen á áttunda áratuginum, ekki þeim níunda).

En það er alls ekki rétt að Ray Manzarek hafi samið öll snilldarlögin. Morrison samdi oftar en ekki melódíur sem Manzarek útsetti svo, þannig að þeir (og auðvitað hinir tveir að einhverju leyti) eiga heiðurinn jafnan í sameiningu. Reyndar held ég að Manzarek hafi samið megnið af Soft Parade einn. Annars er ég ekki ýkja fróður um það. Svo verður auðvitað að taka tillit til þess að Morrison samdi svo til alla textana, og margir eru mikil snilld. Að mínu viti eru textasmíðar mjög stór hluti af þessu.

Ég er sammála því að Stones hafa átt mörg góð lög. En mun meira af rusli. Finnst mér. Þessvegna er ég ekki sammála.

Ég myndi heldur ekki telja George Harrison með, því þótt hann hafi átt örfá snilldarlög með bítlunum gerði hann mest lítið af viti eftir að því samstarfi lauk. Við erum að tala um innan við tíu snilldarverk, sem ég myndi varla telja nóg til að komast á þennan lista.

2:14 f.h., september 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ef Roger Waters samdi öll helstu Pink Floyd lögin er hann án nokkurs vafa á meðal helstu lagasmiða rokksins. Ég átta mig bara ekki á því að hve miklu leyti Dave Gilmour kemur inn í þetta. Og kannski á Alan Parson og fleiri pródúsentar mikinn þátt í þessu, a.m.k. hljóma Pink Floyd demo heldur ömurlega.

2:26 f.h., september 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

David Gilmour á eitthvað af þessu, en Roger Waters var alltaf aðal sprautan í lagasmíðum Floyd. Reyndar væri ekkert úr vegi að bæta Syd Barrett á listann, þó ekki væri nema bara fyrir það að hafa búið Pink Floyd til.

Ef við ætlum að tala um pródúsanta á George Martin nú mikinn heiður skilinn fyrir að hafa mótað Bítlana. Ekki víst að þeir hefðu haft jafn mikil áhrif og raun bar vitni ef hans hefði ekki notið við, auk þess sem hann átti drjúgan þátt í mótun flóknari tónverka þeirra (A Day in the Life hefði aldrei orðið merkilegt lag hefði hann ekki verið með puttana í því, og það sama má segja um mörg önnur lög - hafiði heyrt fyrstu drög að Tomorrow Never Knows? Strawberry Fields?)

2:46 f.h., september 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég setti saman minn lista. Þetta eru þau tónskáld sem eru í mestum metum hjá mér...

Í kjánalegri Word stafrófsröð:

Bob Dylan
Brian May
Cat Stevens
Freddie Mercury
Jim Morrison + Ray Manzarek
Jimmy Page
John Lennon
Joni Mitchell
Leonard Cohen
Lou Reed
Muddy Waters
Neil Young
Nick Cave
Paul McCartney
Paul Simon
Rickie Lee Jones
Roger Waters
Tina Turner
Tom Waits
Van Morrison

3:22 e.h., september 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Billy Corgan. Dave Grohl. Trent Reznor. Hetfield & Ulrich. Kurt Cobain. Eddie Vedder. Thom Yorke. Richard Ashcroft. Gallagher-bræðurnir. Jack White. BJÖRK. Mike Patton. Scott Weiland. Beth Gibbons. Beyonce Knowles. Og jú, PJ Harvey.

Velkomin(n) yfir á 21. öldina... :)

7:14 e.h., september 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég myndi ekki segja að einn einasti af þessum lista fitti inn í það sem var lagt upp með - tónskáld sem hafa lagt gríðarlega mikið af gæðatónlist til rokksögunnar. Í alvörunni, Jack White??? Hvað hefur hann gert margar plötur? Tvær?
Og Beyonce Knowles? Þetta var grín, er það ekki?

Velkominn í heim gæðatónlistar.

You're at the wrong meeting, man!

7:37 e.h., september 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Jack White hefur gefið út 5 plötur, samið soundtrack sem var tilnefnt til Óskarsverðlauna og samið/leikið á/stjórnað upptökum á plötu fyrir kántrígoðsögn.

Og það sem þú kallar 'gæði' er ekki það sama og ég kalla 'gæði', né endilega aðrir. Hugtakið 'gæði' er afstætt. Ég taldi til þá sem ég taldi til vegna þess að mér þykir þau hafa lagt meira en nóg af mörkum til tónlistarinnar...

...nema Beyoncé. Ég setti hana þarna því ég vissi að það myndi pirra þig. :)

9:07 e.h., september 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Seint hélt ég að ég myndi sakna Eyvaaaa, en færslur Eyvindar hér, verð ég að segja, nánast hrópa á færslur í hans anda - mun ég þó gæta alls hófs í orðavali, en erfitt er það, fjandakornið. Ég meina, maður sem telur að Neil Young eigi "jafnvel" heima á svona lista, finnst Bowie ofmetinn, vill ekki sjá Jagger og Richards þar, en hefur Tinu Turner á listanum! Tinu Turner? Það er auðvitað ekki hægt að setja svona fram og ætlast til að einhver taki mann alvarlega, andskotinn hafi það.
Hástafir f. þá sem af einhverjum ástæðum hafa enn ekki verið nefndir til sögunnar:
Lennon/McCartney
Jagger/Richards
Ray Davies
Waters/Gilmour
MICHAEL STIPE og restin af REM
BRIAN WILSON
Dylan
Lou Reed
David Bowie
Mercury/May
Springsteen
Elvis Costello
Van Morrison
Pete Townshend
Joni Mitchell
Frank Zappa
Nick Cave
Þeir ekkibræður RAMONES
George Harrison (að sjálfsögðu)
Paul Simon
M. Faithfull
Patti Smith
CHRISSIE HYNDE
MORRISSAY
BONO/EDGE/MULLEN/CLAYTON aka U2!
BOB MARLEY!!!
J.C.FOGERTY
PETER GABRIEL
að ógleymdum þeim félögum
RALF HUTTER OG FLORIAN SCHNEIDER sem líklega hafa haft meiri áhrif á (dans)tónlist nútímans en allir hinir til samans.
Og ég er örugglega að gleyma fleirum en ég man eftir.
En Cat Stevens, Tina Turner, Rickie Lee Jones nei, ég var ekki að gleyma þeim... svei því.

2:37 f.h., september 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er mjög ósammála. Mér finnst REM ekkert frekar eiga heima þarna. Þótt þeir eigi nokkur góð lög finnast mér þeir frekar mistækir.
Ég get alveg samþykkt að taka Ricky Lee Jones út, en Tina Turner hefur átt gríðarlega mikið af góðum lögum (að mínu mati) og ég er mikið hneykslaður á því að taka Cat Stevens út. Þú hefur kannski bara hlustað á Greatest Hits lögin? Það er ekki besta dæmið um hans lagasmíðar.

Brian Wilson finnst mér einn af ofmetnustu tónlistarmönnum allra tíma. Barnalegar og leiðinlegar tónsmíðar, sungnar af mönnum með rosalega háar raddir. Þeir hafa aðallega fengið athygli út af nýstárlegum útsetningum, sem þeir eiga held ég ekki einu sinni heiðurinn af sjálfir.

Ramones hef ég aldrei þolað, og ég stend fast við þá fullyrðingu mína að Bowie sé ofmetinn. Af öllum þeim aragrúa af lögum sem hann hefur samið (og ég hef heyrt - hef ekki lagt mig í líma við að hlusta á allt, en hef stúderað ýmislegt, héðan og þaðan af ferlinum) er ekki nema lítið brot sem er einhver snilld - hann missir sig í tilraunum og nær því aldrei að fullkomna sinn stíl sem tónlistarmaður - sem er nokkuð sem flestir hinna listamannanna sem hafa verið nefndir hér hafa hins vegar náð.

U2 get ég samþykkt, þótt þeir séu ekki minn tebolli. Bob Marley á að sjálfsögðu að vera á listanum, enda með áhrifameiri tónlistarmönnum seinustu áratuga. Mér finnst ekkert úr vegi að setja Peter Gabriel þarna, en ætti Phil Collins þá ekki heima á listanum líka? Báðir eru þeir að vísu mistækir, en eiga báðir mikið af góðri tónlist.

Hvernig stendur á því að þú tekur Leonard Cohen út af listanum? Ég fæ ekki séð hvernig er möguleiki að neita því að maðurinn sé frábær laga- og textahöfundur, og hafi haft gríðarleg áhrif á tónlistarsöguna.
Látum Neil Young liggja á milli hluta, þótt mér finnist hann tvímælalaust eiga heima á þessum lista, enda fantagott tónskáld. En Leonard Cohen er honum töluvert fremri, og án efa besta tónskáld sem Kanada (og reyndar að mínu mati lunginn úr hinum vestræna heimi) hefur alið.

Einnig finnst mér undarlegt að taka Doors af listanum.

Og Stjáni: Mér finnast þessi tónskáld sem þú minntist á ekki hafa lagt nógu mikið af mörkum til tónlistarsögunnar til að geta talist með mestu tónskáldum sögunnar. Kannski mögulega Hetfield/Ulrich, en varla... Við erum og verðum ósammála um þetta.

2:49 e.h., september 16, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:14 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:22 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home