fimmtudagur, september 15, 2005

Klink

Byrja á Hermanns Stefánssonarlegum titli. Þegar ég mætti til vinnu áðan voru smápeningar út um allt á borðinu mínu og kringum það. Smápeningahólfið í veskinu mínu er rifið og í gær losaði ég klinkið úr því. Það hefur síðan farið á flakk á vinnusvæðinu mínu. Þarna innan um eru 50 kallar og 100 kallar. Í síðasta mánuði hefði þetta verið hinn mesti fjársjóður en er núna bara eitthvað sem ég legg til hliðar með óljósa minningu í kollinum um að þetta séu verðmæti.

Einhverjir gætu hafa lesið söguna mína, Eiginkona þýskukennarans, en hún fjallar um þessa tilfinningu.

Sumarið 1986 var ég í München. Eitt kvöldið fór ég á djammið með íslenskri vinkonu minni sem ég af einhverjum ástæðum man að hét Kristín Theódórsdóttir (eins og ég er búinn að gleyma mörgum nöfnum). Það var ekkert á milli okkar nema kunningsskapur eða vinátta, ég man eiginlega ekki hvort. En eina nóttina lentum við í slagtogi við kall sem sló nokkuð um sig. Hann var vel klæddur og vel drukkinn og reyndi mikið við Kristínu. Við fórum heim með honum í einhverja smekklega blokkaríbúð í hverfi sem ég hafði ekki séð áður. Þar sveiflaði gaurinn haglabyssu og varð mér þá ekki um sel. Hann hélt áfram að reyna við Kristínu sem hvíslaði því að mér að henni klígjaði við svona gömlum körlum. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var gamall. Kannski 39 ára, kannski 45. Ekki eldri en 45. Takk fyrir að klígja við mér, Kristín! Þú ert örugglega ekkert kræsilegri núna sjálf!

Allt um það. Einhvern tíma lagði karlinn sig til svefns í öllum fötunum á stofugólfinu. Þá rak ég augun í klinkhrúgu þarna. Innan um voru 5 marka peningar, sem voru kannski eins og 300 kall eða 500 kall í dag eða meira. Bjórinn kostaði í það minnsta töluvert minna. Og ég sópaði klinkinu í vasann, alsæll og skítblankur.

Bragi Ólafsson hefur gefið út ljóðabók sem heitir Klink. Þegar maður les hana er erfitt að sjá hvers vegna hún ber þennan titil. Hermann hefur örugglega lesið hana.

Kannski ætti ég að skreppa til München í janúar frekar en Darmstadt. Það er að vísu ansi löng lestarferð frá Frankfurt.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er skemmtileg færsla. Um tíma gleymdi ég að ég var að lesa blogg, fannst ég vera að lesa skáldskap. Þegar ég áttaði mig á því að þú varst í raun og veru staddur í íbúð haglabyssuþjóðverjans fyrir 19 árum varð mér ekki um sel.

Flott mál.

1:26 e.h., september 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég þakka. Já, mér fannst þetta ansi gott sjálfum. Ég held að hann hafi verið meinlaus og byssan óhlaðin en engu að síður er drukkinn ókunnugur maður með byssu ógnvekjandi.

1:27 e.h., september 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég get ímyndað mér það...

1:59 e.h., september 15, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Ég veit satt best að segja ekki hvunær þetta gallerí er opið, mér finnst þeir hálf vafasamir sem reka það, eða a.m.k. annar þeirra. En þú færð sko svo sannarlega punkt í kladdann hjá mér fyrir viðleitnina... Annað en mamma mín, helvítið á henni.

7:04 e.h., september 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

þér hafið oftar hnuplað klinki, er það ekki?

10:23 e.h., september 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hnuplað klinki? Kannski fyrr en ekki síðar.

10:36 e.h., september 16, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

3:39 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:14 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:22 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home