þriðjudagur, október 11, 2005

Erla fékk að heyra það einu sinni enn um helgina hvað ég og hún lítum út fyrir að vera hamingjusöm hjón. Okkur bregður alltaf pínulítið við að heyra þetta en dómarnir eru alltaf afdráttarlausir. Því er ekki að neita við erum mjög hress og spaugsöm saman á mannamótum. Við vitum hins vegar ekki hvort við virðumst hamingjusamari en við erum eða hvort við erum hamingjusamari en við gerum okkur grein fyrir. Við vitum ekki hvort við eigum að svipta hulunni af blekkingunni eða baða okkur í þessari hamingju sem aðrir sjá en við steingleymum oft.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er hægt að svifta hulu af blekkingu sem maður veit ekki einu sinni hvort sé blekking?

5:11 e.h., október 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, það er nú það.

5:13 e.h., október 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held - og þykist nánast vita af lestri þessa bloggs - að hið síðarnefnda sé raunin, þ.e.a.s. að þið séuð í raun hamingjusamari en þið kannski áttið ykkur á. Þekki þetta af eigin raun. Upp koma rifrildi, smáfýlur út af hinu og þessu sem þegar að er gáð mega einu gilda - og þið eruð svo lánsöm - og skynsöm - að þið gáið að. Látið ekki aukaatriðin, smáatriðin þvælast fyrir ykkur. Þau eru vandfundin, hjónin/pörin sem ekki ákveða samtímis eða hvort á sínu skeiði að hinn helmingurinn sé eiginlega handónýtur og leiðinlegur, en ef nógu lengi er látið danka er niðurstaðan hjá flestu sæmilega sambærilegu fólki sem kann þokkalega vel hvort við annað að líklega sé betra að vinna úr því sem að er en kasta öllu á glæ og byrja upp á nýtt. Og þessu sama fólki tekst oftast - ef hugur fylgir máli - að vinna úr sínum deiluefnum og halda áfram að lifa sínu ágæta lífi. Þau sem búa við slíkt lán geisla yfirleitt af hamingju útávið, hversu mjög sem kann að krauma undir niðri akkúrat í augnablikinu út af einhverjum aukaatriðum - þau vita nefnilega sem er að það eru aukaatriði, sem lausn mun finnast á innan tíðar. Til hamingju með það, kallinn minn, ég vona að þú - og þið bæði - gerið ykkur grein fyrir því að þið eruð þar með í hópi hinna fáu útvöldu nú um stundir...

3:48 f.h., október 12, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er mjög umhugsunarvert.

12:16 e.h., október 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Samt held ég að það sé best að hugsa sem minnst um það. Njóta bara þess sem maður á.

3:55 e.h., október 12, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:17 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:25 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home