miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Ég braut lykilinn í lásnum á hjólinu mínu í fyrradag. Það stóð því fast við rennuna hér í portinu við Íslensku auglýsingastofuna, þar sem ég hafði læst því. Í gær var lásinn hins vegar klipptur í sundur og ég færði hjólið inn í hús.

Ég er að verða hálfblankur eins og einu sinni í sumar, á þennan afstæða hátt minn.

Ég veit ekkert, nákvæmlega ekkert, hvað ég á að skrifa í Blaðið næst. Drukknir menn hafa verið að hringja í mig, hrósa mér fyrir greinarnar og skipa mér í gleðskapinn til sín.

Skopmyndamálið er dæmigert fyrir ófyrirsjáanleika tilverunnar þar sem atburðirnir eru þó alltaf svo rökréttir svona eftir á að hyggja.

Afleitt ef Viggó heldur ekki áfram með landsliðið. Hann er að byggja upp hörkulið sem á mikla möguleika. Mér líst ekkert sérstaklega vel á Geir Sveinsson sem arftaka hans.

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvenær færð þú þinn eigin útvarpsþátt?

2:25 e.h., febrúar 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst, ert þú eitthvað í tónlist?

4:05 e.h., febrúar 08, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hlusta bara. Ég kann ekkert.

4:09 e.h., febrúar 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

já ég er sammála. Held að þú gætir orðið ágætur í útvarpi. Hef skoðað margar bloggsíður og það sem þú hefur fram yfir aðra er að vera heilsteyptur náungi. Það eru allir í einhverjum leikaraskap. Og eins og gengur detta þeir úr karakternum við og við.

4:45 e.h., febrúar 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það sem vert er að hafa í huga er einnig sú staðreynd að Ágúst er fjallmyndarlegur. Ekki skemmir fyrir það stríð sem hann hefur sagt aukakílóum sínum á hendur.

Að öllu framangreindu virtu verður að telja augljóst að Ágúst Borgþór Sverrisson á hvergi annars staðar heima nema í sjónvarpi. Ágúst er ekki bara fallegur maður. Hann er líka gáfaður. Tveir heimar sameinaðir. Djúphyggjumaðurinn hittir fyrir glæsimennið.

Hann getur því talað um hvað sem er, hvenær sem er.

NFS eða jafnvel RÚV hljóta að velta þessum staðreyndum fyrir sér. Enda eru þetta blákaldar staðreyndir en ekki eitthver mat manna út í bæ, sem þykjast vera vinir hans eins og einhverjir mislukkaðir uppistandarar o.fl.

5:13 e.h., febrúar 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er alveg rétt! Nú er Sirkus að auglýsa eftir einhverjum til að vera fyrsti vídjó bloggari landsins. Ágúst er náttúrulega sjálfkjörinn í það hlutverk. Djöfull sem meistarinn myndi slá í gegn, fólk myndi streyma út í bókabúðir landsins til að kaupa smásögur hans. Og vitanlega myndi það hrífast af látlausum stílnum og ísmeygilegum húmornum!

5:24 e.h., febrúar 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Viggó var að gera góða hluti. Skrifa um skopmyndirnir. Myndirnir birtust i Jyllandsposten í lok september. Hvað gerðist í milli tíðinni? Var sendinefnd danskra múslimskra öfgamanna sem gaf ranga mynd af atburðarrásinni? Kannski hægt að dæma þá fyrir landráð.

Ljotur

8:19 e.h., febrúar 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mann grunar helst að Ágúst skrifi sjálfur nafnlausu kommentin um hvað hann sé myndarlegur sem jaðra við háð eða eru það. En kæri Ágúst, auðvitað skrifarðu um skopmyndamálið, mál málanna, hvað finnst þér?

12:31 f.h., febrúar 09, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Iss, það er ekkert merkilegt að vera myndarlegur. Ég er löngu orðinn vanur því.

1:35 f.h., febrúar 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er vissulega mislukkaður uppistandari, en það er engin þykjusta á bak við vináttu okkar Ágústs... Kann ágætlega við kallinn... Fínn af sjálfstæðismanni að vera.

2:34 f.h., febrúar 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Varðandi þessar skopmyndir. Þá hefur mér þótt einkennilegt hve margir tala um þær sem vísvitandi móðgun og ögrun við múslima. Hefur þetta fólk ekki heyrt talað um comic relief? Hún virkar þannig að í stað þess að sprengja sig í tætlur í einhverri bræði þá segir maður brandara. No harm done. En það er svo sem hægt að skemma það eins og annað. Svei mér þá.

11:38 f.h., febrúar 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull yrði ég brjálaður ef einhver birti skopmyndir af meistaranum! Dylgjur um háð í hans garð eru eins og hvert annað rugl - sem sagt ekki svaraverðar. Ágúst er vinsæll og veit af því! Á skjáinn með hann!!!

12:15 e.h., febrúar 09, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:28 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:02 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home