laugardagur, apríl 22, 2006

Kosningaáróður er til þess fallinn að drepa niður áhuga manns á kosningunum í vor. Flokkurinn sem maður hefur stutt breytir sér í félagshyggjuflokk til að reyna að vinna kosningarnar. En varla fer maður að kjósa manninn sem heldur á barninu sínu. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ein auglýsingin frá Birni Inga og kó er ansi snjöll. Þið megið geta hver hún er. En engan misskilning: ég kýs ekki Framsókn í vor.

Við Erla fórum á útsölumarkað í Faxafeni í dag. Þar voru fatahrúgur á borðum og heilmikið af konum í flíspeysum að versla. Ósvikið mannlíf og mér leiddist ekki eina sekúndu þarna inni. Við fórum síðan í göngutúr um mitt svæði, þ.e. Þingholtin nálægt Íslensku auglýsingastofunni. Bannsett gluggaveðrið spillti nokkuð ánægjunni af þessu en þegar hlýnar langar mig í annan túr með Erlu um litlu huggulegu stígana, Válastíg, Haðarstíg og fleiri. - Við settumst síðan inn á Te og Kaffi og ég var þar með útsýni yfir Laugaveginn. Það gæti orðið skemmtileg kaffihúsastemning í miðbænum í sumar ef það hlýnar almennilega. Ég held eftir einhverju af sumarfríinu mínu út árið og stefni á tvær vikur í Frankfurt í janúar. Það er því engin ástæða til að reyna að rembast við að klára bókina í sumar en kannski negli ég hana endanlega í byrjun næsta árs. Ég veit hins vegar fátt skemmtilegra en að eyða sumarkvöldum og jafnvel sumarnóttum í skriftir niðri á vinnustaðnum.

Ég ólst upp við Kolbeinsmýrina og af þeim sökum minnir kynlíf mig alltaf dálítið á mýri. Ég tiplaði þarna um ókynþroska en varð oft holdvotur: þurrt yfirborð en skyndilega sprettur fram raki þegar maður kafar dýpra. - Hm. Er þetta dónaskapur eða erótík? Skiptir það máli?

Nú hleyp ég og hleyp og fæturnir eru sílúnir. Það læðist að mér sá grunur að ég eigi samt ekkert eftir að grennast meira og framundan sé varnarbarátta eftir ævilangt ofát. Það verður að koma í ljós.

Pál Kr. Pálsson segir í viðtali við Fréttablaðið að smásagnagerð sé skorpuvinna en að skáldsögum þurfi að vinna jafnt og þétt. Þetta kann að vera ástæðan fyrir því að mér hefur gengið svo vel að skrifa smásögur en yfirleitt lent í vandræðum við skáldsagnagerð. Ég vinn alltaf fullan vinnudag og síðan er dálítið til í orðum eins vinnufélaga míns sem sagði við mig rétt fyrir helgina: "Þú átt ekki til örðu af þolinmæði."

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kolbeinsmýrin var við Eiði ? Já, hún var oft ansi blaut blessuð mýrin.

1:07 f.h., apríl 23, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Satt segirðu. Manstu eftir hestunum?

1:19 f.h., apríl 23, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú, ég mann eftir þeim.

1:27 f.h., apríl 23, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið hafið vaðið upp í klof þarna í mýrinni á sumrum?

9:36 e.h., apríl 23, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:30 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:55 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:06 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home