fimmtudagur, september 21, 2006

Ég er gallaðasta lífveran á mínu heimili. Konan, börnin og kötturinn standa öll á sinn hátt einhvern veginn glettilega nálægt fullkomnun þó að vitanlega sé óðs manns æði að tala um fullkomnar mannverur eða heimilisdýr í almennum skilningi. En mig langar að nefna lítið dæmi um það sem ég á við í þessu samhengi. Í morgun átti drengurinn (hann er tæplega 7 ára) að mæta seinna en vanalega í skólann af ástæðum sem ég nenni ekki að útlista og af þeim sömu ástæðum vorum við tveir einir heima klukkan að ganga tíu. Ég staulaðist á lappir upp úr níu og sá þá að minn maður var enn á nærbol og í einum af sínum ótal landsliðsstuttbuxum (Spánn, að mig minnir). "Klæddu þig drengur", tautaði ég hálfgeðillskulega og tók síðan að huga að mínum morgunverkum. Örfáum mínútum síðar stendur hann fyrir framan mig í buxum, bol, flíspeysu, vatteruðu vesti og íþróttaskóm, með húfu á höfðinu, skólatöskuna á bakinu, hengda yfir axlirnar. (Hreinn og strokinn, búinn að borða morgunverð; það hafði gerst áður en ég vaknaði). Eins og þrjár taugaveiklaðar kellingar hefðu verið að snúast í kringum hann, eða jafnvel að her manns hefði verið að undirbúa hann fyrir myndatöku einhverrar leiðinlegrar auglýsingar um sykurmettaða mjólkurvöru.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Uss. Ég myndi ekki segja nokkrum manni frá þessu. Erla gæti fengið þá flugu í höfuðið að þér væri ofaukið.

5:50 e.h., september 22, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hún er nú því miður fyrir löngu búin að sjá það út. En hún er miskunnsöm.

5:56 e.h., september 22, 2006  
Blogger Hildur Lilliendahl said...

Finnst þér eftirsóknarvert að eiga svona öguð börn og vera kaldranalegur við þau í ofanálag?

Bestu kveðjur,
Nasty bitch.

4:02 e.h., september 25, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég skammast mín þegar ég er kaldranalegur við þau. Reyni oftast að bæta það upp.

4:05 e.h., september 25, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:55 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:48 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home