fimmtudagur, september 21, 2006

Ég hitti Ínu hans Kára í hádeginu og í spjalli okkar kom á daginn að hún er nýlega orðin fertug. Þar með eru allir sem ég þekki eitthvað að ráði orðnir fertugir nema Todda litla systir sem er 39 ára. Við Ína vorum sannfærð um að þetta væri besti aldur ævinnar en nú riði á að láta verkin tala og draumana rætast því fyrr eða síðar tæki að halla undan fæti. Við þetta tal varð ég svo stressaður að ég rauk í burtu án þess að kveðja en rak samstundis augun í andlit metsölugúrúsins af Mogganum sem hallaði sér fram á reiðhjólsstýrið sitt með alla heimsins mögulegu rósemi og yfirvegun í svipnum. Ég gat ekki varist þeirri tilhugsun að hann gæti orðað umræðuefni okkar Ínu svo margfalt betur og grætt stórfé í leiðinni.

8 Comments:

Blogger Tinna Kirsuber said...

og ég... ég er bara 27 ára. Hvað er þetta maður!

8:08 e.h., september 21, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Uss, ekki skemma færsluna. Alhæfingar hljóma e-n veginn alltaf best. - En fyrst við erum byrjuð, þá er ég að tala um mitt samferðafólk, fólk sem ég þekki mjög vel og hef þekkt um áraraðir.

8:10 e.h., september 21, 2006  
Blogger kristian guttesen said...

Sem sagt, fólk sem er jafngamalt þér það er allt ... jafngamalt þér?

;)

1:03 f.h., september 22, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Svonahhh. Þetta hljómaði bara svo vel. Og þú rétt skriðinn yfir þrítugt ...

1:04 f.h., september 22, 2006  
Blogger kristian guttesen said...

Eitthvað svoleiðis. Of gamall til að stofna hljómsveit en nógu frakkur til að taka þátt í karókí.

11:59 e.h., september 22, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hver er metsölugúrúinn af Mogganum?

1:11 e.h., september 23, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:55 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:48 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home