sunnudagur, september 10, 2006

Mig langar í heildarútgáfu á smásögum Carol Shields. Bókin er til í Eymundsson. Ég hef aldrei lesið neitt eftir hana en ástæðan fyrir þessum áhuga er einfaldlega sú að Alice Munro dásamar sögurnar í tilvitnun á kápunni. Erfitt að finna betri meðmæli með smásagnasafni.