fimmtudagur, október 12, 2006

Sko. Blaðra minna. Sanna meira.

Það gengur ekki að tefla fram nafnlausum og andlitslausum heimildarmönnum sem sönnun fyrir því að síminn manns hafi verið hleraður. Ekki er ég að rengja Jón Baldvin en hann verður að leggja fram sönnunargögnin þegar ásakanirnar eru svona alvarlegar. Mennirnir verða að stíga fram.

Ef ekki þá verður þetta bara afgreitt sem bull.

Og hvað kemur þetta Þjóðarhreyfingunni við?

10 Comments:

Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Þjóðarhreyfingin? Ber er hver að baki nema sér bróður eigi, maður minn. Þjóðarhreyfingin er bróðir Jóns.

Mér finnst líka ljótt að láta málið snúast um fórnarlömbin. Það má vera að Jóni væri hollast að færa fram sínar sönnur - sem hann ku ætla gera eða hvað? - en við skulum ekki láta eins og sökin sé hans, við skulum ekki fara að gera hann að einhverjum illvirkja í þessu máli bara af því okkur er svo vel við Davíð (mér er nota bene þrælilla við þá báða sjálfum).

Það væri nær að þrýsta á blessaða valdhafana að opna öll skjöl um málið, og það helst undireins.

Og þú ert víst að rengja Jón. Það má vel vera að þú sért í fullum rétti með að rengja þá sem þér sýnist, en ekki tala í vitleysum. Þetta er svona klassískt "ég er engin rasisti en..."-kjaftæði, og þú, sem nú ert útgefinn höfundur í mörgum löndum, átt að vita betur en að tala í vitleysum.

5:04 e.h., október 12, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er ekki að rengja hann. En sannanirnar á borðið. Ef ekki, þá rengi ég hann.

5:43 e.h., október 12, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Og hver er að kalla Jón Baldvin illvirkja?

Það er rétt, að stjórnvöld eiga að leggja allar upplýsingar á borðið um hleranir.

En mál Jóns er sérmál: hann heldur því fram að síminn hans hafi verið hleraður á meðan hann var utanríkisráðherra. Hann hefur fyrir því tvö vitni - og fyrir svona alvarlegum ásökunum verður hann að tefla þeim fram. Það er augljóst.

Ekki vera alltaf svona upptekinn af því að vera sniðugur og koma höggi á menn - það fer þér einkar illa í þessu tilviki.

6:07 e.h., október 12, 2006  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Ég er ekkert að reyna að vera sniðugur, góurinn. Mér finnst bara bjánalegt að leggja svona mikla áherslu á Jón Baldvin, þegar málið snýst alls ekkert um hann nema að litlu leyti.

Og viltu svo ekki vera með svona argumentum ad hominem takta við mig, annars gef ég þér á'ann næst þegar ég sé þig.

7:01 e.h., október 12, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mál Jón Baldvins er mjög furðulegt sérmál í þessari hleranaumræðu.

7:04 e.h., október 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta símhlerunarmál minnir mig á þegar ég var að hefja sumarstörf sem símastúlka í stofnun hér í borginni fyrir tuttugu árum.

Ég kunni ekkert á símann - forláta kassa einhvern - og ýtti því í fáti á ótal takka þegar síminn hringdi fyrst. Einhvern veginn tókst mér þá að komast inn í samtal forstjórans sem þá var að rabba við einhvern kunningja sinn. Sagði út í loftið við þá félaga: Halló! Halló! Og skellti síðan á.

Nokkrum mínútum síðar kom forstjórinn brúnaþungur niður til mín og spurði hvernig ég hefði farið að því að hlera símann.

Ég vissi það ekki og gat því ekki svarað því.

Síðar skildist mér að með þessu fáti mínu hefði ég komið upp um opinbert leyndarmál innan stofnunarinnar: Það var ekkert mál að hlera síma.

ES.

2:09 e.h., október 13, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:56 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:39 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:49 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.6.12
cheap jordans
ralph lauren uk
nike blazer
true religion outlet
cheap oakley sunglasses
nike trainers
broncos jerseys
ralph lauren uk
supreme new york
ugg boots

3:56 f.h., júní 12, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home