sunnudagur, október 08, 2006

Ég upplifði það í dag að sjá sjálfan mig í spegli án þess að gera mér grein fyrir því að það væri spegilmynd. Í a.m.k. hálfa sekúndu taldi ég mig vera að horfa á einhvern annan. Ég sat á kaffihúsinu í Smáralind, út við ganginn, og drakk kaffi á meðan Erla og Freyja voru að vasast í búðum. Þegar ég skyndilega leit um öxl blasti við mér þessi ókunnugi maður, í risastórum spegli sem ég gerði mér enga grein fyrir að væri þarna.

Tilfinningin sem ég náði að upplifa áður en ég áttaði mig á því hver þetta var, voru e-k ónot. Satt að segja mættu augu mín manni sem mér líkaði ekki við.

Ég hef raunar áður fundið fyrir þessari tilfinningu þegar ég skoða ljósmyndir af sjálfum mér: Að mér líki hreinlega ekki við sjálfan mig. En þó líkar mér óskaplega vel við að vera ég. Þetta er ekki birting slæmrar sjálfsmyndar Ég fíla alveg að vera þessi náungi - ég myndi bara ekki vilja vera einhver annar sem þarf að vera nálægt honum. Ég myndi líklega ekki vilja eiga neitt saman við mig að sælda, við þennan Ágúst Borgþór, ef ég væri einhver annar.

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mjög svipaðar hugsanir og vinur þinn á badabing.is er með.

1:23 f.h., október 09, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ekki skrýtið að við séum svona góðir vinir.

1:25 f.h., október 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Freud kallaði þetta einmitt ókennd ef ég man rétt. Þetta er meðal annars oft notað í hrollvekjum - það er að segja, það sem við hræðumst mest erum við sjálf.

2:32 e.h., október 09, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, þetta hljómar kunnuglega, Eyvindur.

3:45 e.h., október 09, 2006  
Blogger Magnús said...

Svona vel lesinn maður hlýtur að kannast við svipað minni úr Red Dwarf.

6:24 e.h., október 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, það var ekki ókennd, ég man það núna. Hugtakið er „Hið ókennilega“, sem er reyndar næstum það sama. En rétt skal vera rétt. Bara að ég myndi þýska hugtakið. Uheimlig, getur það passað?

Red Dwarf? Nei, ekki séð það.

8:37 e.h., október 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Varstu kannski að tala við Ágúst?

Reyndar er ég alls ekki vel lesinn. Og miðað við mann með BA próf í bókmenntafræði er ég reyndar skammarlega illa lesinn. En það helgast að vissu leyti af því að ég einbeitti mér að kvikmyndarýni og menningarfræði í námi mínu.

8:38 e.h., október 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Unheimlich er eitthvað sem er hræðilegt og er einkar almennt hugtak á hinu hljómfagra þýðverzka máli - mætti kannski líka þýða sem hrollvekjandi þó orðið komi hrollinum sem slíkum ekkert við, bara tilfinningunni.

En að þér þyki þú sjálfur vera lítt spennandi til umgengni, Ágúst minn kær, það eru ömurlegar fréttir, vægast sagt. Vonandi að spúsa þín og afkvæmi geti eitthvað lagfært þessa tilfinningu.

12:20 f.h., október 11, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kannski ertu sjálfur allt of alvörugefinn.

12:31 f.h., október 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég fæ grænar bólur þegar ég heyri upptöku af sjálfum mér. Reyndar er ég farinn að sættast við rödd mína í seinni tíð.

2:01 e.h., október 11, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:56 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:39 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home