þriðjudagur, október 03, 2006

Sérstæð hugtakanotkun

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20061003/FRETTIR01/61003065/1091
Samkvæmt þessu eru frjálshyggja og frjálslyndi andstæður. Á nú að fara að bauna því á frjálshyggjumenn að þeir séu ekki frjálslyndir? Væri ekki nær að tala um miðjuarm flokksins eða eitthvað þvíumlíkt? Jafnvel "hófsamari" væri meira í áttina en frjálslyndari.

Ég hef áður minnst á ruglingslegan málflutning annars stjórnmálafræðings í fjölmiðlum. Nú veit ég ekki hvort hér er um að kenna fréttaritaranum á Vísi eða hvort stjórnmálafræðingurinn var að bulla.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jú, nútíma frjálshyggja líkist ekki mikið hefðbundnum líberalisma.

9:40 e.h., október 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit um bandaríska frjálshyggjumenn sem eru afskaplega ósáttir við að þurfa að kalla sig libertarians bara vegna þess að mönnum sem þeim finnst vera vinstrimenn (og við myndum sennilega kalla hægri- eða ef til vill miðjumenn) eignuðu sér liberalhugtakið fyrir svo löngu síðan.

Brynjólfur Þór

11:33 e.h., október 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Frjálslyndur er þýðing á 'liberal'.

Frjálshyggja er aftur á móti orð yfir laissez-faire stefnuna, eða svo hefði ég haldið.

Þeir sem eru 'libertarians' leggja áherslu á frelsi einstaklingsins til orða og athafna.

Þetta eru þrjú ólík hugtök.

Libertarianismi og laissez-faire komplimentera hvert annað. Liberalismi leggur hinsvegar mikið upp úr jöfnuði í þjóðfélaginu, bæði er varðar auð og völd (og frelsi einstaklingsins reyndar líka).

Anna

2:39 e.h., október 04, 2006  
Blogger Gummi Erlings said...

Það sem getur líka hafa valdið svona ruglingi er að þessu er öfugt farið í mörgum löndum Evrópu. "Libertarian" og skyld orð eru þá oftar notuð í tengslum við anarkisma og áþekkar vinstristefnur, og "Liberal" um frjálshyggju. T.d. er málum svona háttað í spænsku, þar eru nýfrjálshyggjan kölluð "neo-liberalismo" og anarkistar "libertarios". Það eru í raun Bandaríkjamenn sem fóru fyrstir að nota hugtakið "libertarian" í þessu samhengi.

4:47 e.h., október 04, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ugglaust rétt hjá þér Gummie.

Ég hef það reyndar á tilfinningunni að þeir íslensku stjórnmálafræðingar sem mótuðu námið í HÍ (deildin er ekki nema þetta 20-30 ára gömul) séu meira og minna engilsaxneskt-menntaðir og þá aðallega bresk-. Og að hugtakanotkun mótist af því. Er samt ekki viss um þetta.

Er anarkismi álitin vinstristefna á Spáni? Ég hef alltaf haldið að anarkistum væri mjög í mun að aðskilja sig frá bæði hægri og vinstri.

Anna

5:11 e.h., október 04, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Orðið "liberal" er orðið alveg laust við rætur sínar í USA. Ég hef t.d. fengið þá skýringu að það tákni þá sem eru frjálslyndir í afstöðu sinni til hvernig dómarar dæmi eftir stjórnarskránni. Ríkjandi merking þess er "vinstrimaður, kommúnisti."

10:11 e.h., október 04, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:56 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:38 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:49 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home