föstudagur, desember 08, 2006

Nýhil-menn reyna að halda því til streitu að tveggja blaðsíðna fjölritaður bæklingur sé bók en ekki bæklingur. Raunar nær slíkt rit því tæpast að kallast bæklingur, í auglýsingabransanum eru þau a.m.k. bara kölluð einblöðungar eða flyerar. Það þarf minnst fjórar síður fyrir bækling. Og bók þarf eitthvað meira.

Þeim nægir ekki að láta þennan ævisögubrandara standa sem slíkan heldur teygja hann á langinn með frekar idjótískum kvörtunum og kærumálum. En það er ekki endalaust hægt að hlæja að sama brandaranum auk þess sem Nýhil hefur alltaf virst vilja láta taka sig alvarlega. Og gefur nú út þrjár innbundnar skáldsögur.

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nýhil sagði sjálft í tilkynningu sem forlagið sendi frá sér að „bókin“ (um Hannes) væri einungis 2 blaðsíður, svo að þetta stenst einfaldlega ekki. Í þeirri tilkynningu var alltsvo gefið í skyn að það gerði hana einmitt frábrugðari öðrum bókum. Af hverju kvartar Nýhil þegar önnur forlög hjálpar því að breiða út þeirri stórmerku staðreynd? Nú vantar bara að einhvern kærir einhvern allt annan af því að Hannesarsnepillinn var ekki tilnefndur. Hva? Má maður ekki segja brandara eða er það bara Nýhil?

Nóttin svarar: Já, þú verður að vera í klíkunni.

2:26 f.h., desember 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst, hvað er bók?

9:49 f.h., desember 08, 2006  
Blogger kristian guttesen said...

Mér sýnist að Bókasafnssjóður höfunda miði út frá því að bækur séu rit 36 síður að lengd eða meira.

Sjá hér.

En í síðustu Lesbók voru aftur á mót færð rök fyrir því að ef höfundur afurðar segir að hún sé bók, þá sé hún bók.

Hvað segir Ágúst um málið?

10:01 f.h., desember 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

http://nyhil.blogspot.com/2006/12/blogga-um-bkur-og-bkur.html

2:54 e.h., desember 08, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Stefánsson?

3:00 e.h., desember 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Thad er ekkert verra en skilgreiningafasistar, og heldur ekkert haettulegra í heiminum.

En fyrst thú og thitt klan er svona heltekid af theim, tha skulid thid bara japla á thessu: Hannes er hvorki bók né baeklingur, heldur aevisaga.

Óttar

5:10 e.h., desember 08, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ólíkt þér hef ég ekkert klan.

5:11 e.h., desember 08, 2006  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Nú, hva, drekkur þú alltaf einn?

7:03 e.h., desember 08, 2006  
Blogger kristian guttesen said...

Í öllu falli er Hannes í umræðunni sem út frá sjónarmiði ævisögunnar hlýtur að vera af hinu góða.

Óttar. Í öllu falli er ágæt sú skilgreining hjá þér um bókina, í viðtalinu við ritstjóra Verðanda, að hún sé sprottin frá þeirri uppljóstrun að hver sem er megi (eða getur) skrifað um hvern sem er, í ónað allra.

Eiríkur. Gerir þú það ekki sjálfur annað slagið?

Eða eins og Lennon hefði sagt: Yeah, yeah.

- kg.

8:03 e.h., desember 08, 2006  
Blogger kristian guttesen said...

; )

Nú er spursmál hvort ég átti við að Eiríkur drekki einn eða með Ágústi Borgþóri!

Hvað segir Ágúst um málið???

8:07 e.h., desember 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Held það sé rétt að halda því til haga að blaðsíður ævisögunnar eru þrjár, fyrir utan forsíðu. Fyrst á annað borð er verið að telja þær svona nákvæmlega er lágmark að talan sé rétt. Annnrs er ég sammála Óttari, þetta er fyrst og síðast ævisaga.
-Ingi Björn

9:51 e.h., desember 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Yeah, yeah.

4:46 f.h., desember 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Voðalegir blaðsíðufasistar eruð þið.

4:46 f.h., desember 09, 2006  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:40 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:50 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home