föstudagur, desember 01, 2006

Vinsamleg ráðstefna um Maó er enn eitt vitni þess að það hefur aldrei verið gert upp við kommúnismann á sama hátt og nasismann. Spurning er hins vegar hvort ekki megi fjalla um harðstjóra sögunnar á hlutlægan hátt og þess vegna halda ráðstefnu um Hitler. Líklega væri slík ráðstefna um Hitler þó óvinsamleg og kæmi út sem nasistaáróður. Mér vitanlega hefur kommúnistaáróður þó aldrei verið bannaður.

14 Comments:

Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Hefurðu eitthvað fyrir þér annað en orð HHG að þessi ráðstefna hafi verið vinsamleg? Varla voru þetta allt einhverjir kínakommar sem tóku þátt? Dagskráin er hér:

http://www.eggin.is/component/option,com_events/task,view_detail/agid,171/year,2006/month,11/day,11/Itemid,37/

Ég náði annars að hirða eitt svona plakat í Norræna húsinu. Það er stórfallegt og fer upp á vegg þegar ég er búinn að kaupa ramma. Eldrautt með áletruninni: Iceland International Conference on the Mao Zedong Era.

Ég er nota bene líka með Halldór Ásgrímsson upp á vegg hjá mér, eins og þú heyrir víla ég fátt fyrir mér í þessum efnum.

3:07 e.h., desember 01, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það hefur verið töluverð umræða um að farið hafi verið vinsamlegum orðum um ljóðlist Maos á þessari ráðstefnu. Menn hafa velt fyrir sér siðferði þess að hampa list eftir fjöldamorðingja. Ef Hitler hefði verið góður listmálari (en mér skilst að hann hafi verið frekar óspennandi sem slíkur) má vel vera að myndlist hans hefði verið hampað, ég efast þó um það.

3:10 e.h., desember 01, 2006  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Ha ha... Já...

Ljóðlist Maós er merkileg. Ljóðlist manna á borð við hann er alltaf merkileg - t.d. er ljóðlist Davíðs stórmerkileg, í ljósi þess hver hann er. Í gamalli bók með þýðingum á ljóðum Maós er hins vegar augljóst að ljóð hans eru fyrst og síðast venjuleg - minna kannski á Matta Jó (sem sá um að fjalla um ljóðlistina - varla kommúnismanum fyrir að fara á þeim bænum - er vandamálið að sjálfstæðismenn séu ekki nægilega gagnrýnir á Maó?). Aftast í bókinni eru svo ljóð sem fjalla um Maó, en eru ekki eftir hann, þetta er gott dæmi:

ÞEGAR ÉG HUGSA TIL MAÓS FORMANNS
e. Vang Lájúí
(ort 1951)

Þegar ég í draumi
hugsa til Maós formanns
sé ég sólina koma upp
fyrir morgunmál

Þegar ég úti á ökrum
hugsa til Maós formanns
finn ég aflið streyma
um útlimina
Þegar ég úti á vegum
hugsa til Maós formanns
sligast ég ekki
undan byrðinni

Þegar ég við matarborðið
hugsa til Maós formanns
ilmar einfaldasta máltíð
af frábærustu kryddum

Hangi mynd af Maó formanni
á veggnum
breiðist rauður bjarmi
um allt herbergið

Hrópi einhver nafn Maós formanns
á fundum
lyftast krepptir hnefar
allra fundarmanna

Síðan Kína
eignaðist Maó formann
blaktir rauður fáni
landshorna á milli

Síðan Kína
eignaðist Maó formann
hafa dráttarvélar
leyst gamla uxa af hólmi

--

Ef þér fannst ekki gaman að lesa þetta, þá rennur ekki í þér blóðið.

7:23 e.h., desember 01, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nasistaáróður er ekki heldur bannaður. Hann er vissulega illa séður, en engin lög til sem banna hann. Getur ekki verið ástæða fyrir því að nasistáróður er óvinsælli en kommúnistaáróður? Kannski af því að kommúnismi, þótt hann sé meingallaður í praxís, elur ekki á hatri. Kommúnisminn er skemmtileg pæling sem gengur því miður ekki upp, frekar en aðrar útópískar sýnir.

Ég hef alltaf haft gaman að setningu sem ég heyrði einhverntíma einhversstaðar: Sextán ára maður sem er ekki kommúnisti hefur ekkert hjarta - fertugur maður sem er kommúnisti hefur engan heila.

Finnst þetta lýsa þessu mjög vel.

12:09 f.h., desember 02, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

EÖN, mér þykir þetta ljóð frekar ógeðslegt. Það rennur þá ekki í mér blóðið en ég hef það ágætt.

2:33 f.h., desember 03, 2006  
Blogger Varríus said...

Kæri Ágúst,

Að leggja skilyrðislaust að jöfnu kommúnisma og nasisma er ekki samboðið manni með þína menntun og gáfur.

Ef þú fellst á það þá er ég líka til í að samsinna því að undanbrögð frá að viðurkenna fordæma ógnarverk Maós og Stalíns eru óþarflega útbreidd.

5:39 e.h., desember 04, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hugmyndafræði kommúnismans er kannski geðslegri. En ég legg a.m.k. kommúnisma að jöfnu við hvaða hægri fasisma sem er, nema kannski nasismann þar sem útrýmingin og rasisminn gefa honum algjöra sérstöðu. Og þó? Er eitthvað fallegra að vilja útrýma menntamönnum og eignafólki en gyðingum?

5:42 e.h., desember 04, 2006  
Blogger Varríus said...

Það eru ástæður fyrir því að fjöldamorð nasista eru almennt talin hafa sérstöðu í sögunni. Það veist þú.

Og samspil hugmyndafræðinnar og framkvæmdarinnar er gerólík. Þetta veist þú líka.

Með öðrum orðum:

Láttu ekki svona.

5:43 e.h., desember 05, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ef menntamenn og kapitalistar hefðu verið jafnmargir og gyðingar hefðu bolsivíkar þá haft nokkuð á móti því að smala þeim öllum í gasklefa, 6 milljónum? - Þú getur ekki afgreitt þessa umræðu með einhverju "láttu ekki svona"; umræðan er valid.

5:48 e.h., desember 05, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:57 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:40 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

louis vuitton, nike outlet, nike free run, nike air max, polo outlet, longchamp outlet, nike free, replica watches, nike roshe, ray ban sunglasses, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, louis vuitton outlet, uggs on sale, louis vuitton outlet, longchamp outlet, prada outlet, ray ban sunglasses, tory burch outlet, ugg boots, tiffany jewelry, sac longchamp pas cher, christian louboutin, tiffany and co, louis vuitton, replica watches, louis vuitton outlet, oakley sunglasses, christian louboutin uk, polo ralph lauren outlet online, ugg boots, michael kors pas cher, louboutin pas cher, polo ralph lauren, longchamp pas cher, burberry pas cher, jordan shoes, gucci handbags, nike air max, air max, longchamp outlet, jordan pas cher, prada handbags, oakley sunglasses wholesale, kate spade outlet, christian louboutin outlet, christian louboutin shoes, oakley sunglasses, cheap oakley sunglasses

4:21 f.h., apríl 06, 2016  
Blogger oakleyses said...

michael kors outlet online, michael kors outlet, replica handbags, nike tn, nike free uk, coach purses, burberry outlet, michael kors, polo lacoste, nike blazer pas cher, nike air max, hollister pas cher, ray ban uk, guess pas cher, michael kors, true religion outlet, hogan outlet, michael kors outlet online, nike air max uk, uggs outlet, michael kors outlet, new balance, michael kors outlet online, uggs outlet, mulberry uk, nike air force, abercrombie and fitch uk, lululemon canada, north face uk, ray ban pas cher, burberry handbags, michael kors outlet online, kate spade, true religion outlet, ralph lauren uk, sac hermes, nike air max uk, vans pas cher, converse pas cher, hollister uk, nike roshe run uk, true religion jeans, north face, michael kors outlet, sac vanessa bruno, true religion outlet, oakley pas cher

4:23 f.h., apríl 06, 2016  
Blogger oakleyses said...

juicy couture outlet, juicy couture outlet, ugg, pandora jewelry, moncler, replica watches, moncler outlet, pandora uk, ugg,uggs,uggs canada, gucci, canada goose uk, swarovski crystal, converse, marc jacobs, canada goose outlet, moncler, supra shoes, ugg pas cher, hollister, swarovski, thomas sabo, pandora jewelry, moncler outlet, louis vuitton, moncler uk, louis vuitton, canada goose outlet, canada goose jackets, canada goose, canada goose, links of london, toms shoes, montre pas cher, pandora charms, doudoune moncler, moncler, barbour uk, louis vuitton, ugg uk, karen millen uk, moncler, ray ban, coach outlet, barbour, lancel, louis vuitton, hollister, louis vuitton, canada goose outlet, ugg,ugg australia,ugg italia, wedding dresses, nike air max

4:28 f.h., apríl 06, 2016  

Skrifa ummæli

<< Home