þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Daníel kom honum á óvart með því að segjast frekar vilja ræða við hann í einrúmi en á kaffihúsi. Honum virtist niðri fyrir í símanum og í áhyggjutóninum skynjaði Árni gamalkunna einlægni sem yljaði honum. Árni stakk upp á því að þeir hittust fyrst á kaffihúsi en færu síðan á skrifstofu annars hvors þeirra til að ræða prívatmál. Niðurstaðan var tælenskur veitingastaður á Hlemmi, rétt upp úr hádegi á fimmtudegi um miðjan júní.
Árni kom á undan, um tíu mínútum fyrir áætlaðan tíma og rúmlega korteri áður en Daníel birtist á staðnum, fremur ráðvilltur á svip. Árni fékk sér sæti út við glugga. Hann pantaði sér kaffi latte til að fá tilbreytingu frá kaffivélinni hjá vinnuherberginu, en það var svo brennheitt að hann gat ekki snert við bollanum og smakkaði aldrei á því.
Sterkur matarilmur var í loftinu, óviðkunnanlegar og einhvern veginn subbulegur. Staðurinn var þó augljóslega alltaf tandurhreinn, starfsfólkið sífellt með tusku á lofti og í gegnum matarlyktina greindi maður alltaf þefinn af hreingerningarefnum. Þessu blandaðist reykjarsvæla og útkoman var velgjutilfinning sem smám saman hvarf eftir því sem lengur var setið á staðnum.


Svona hefst lokakafli annars hluta. Hann er mikilvægt samtal á kaffihúsi og þarf að taka 3-4 síður. - Lokahlutinn er sem slíkur óvæntur endir en ætti varla að vera nema 5000 orð. - Síðan þarf að skrifa þetta allt upp aftur, strika út og setja meira kjöt á beinin. Ég mæni á München þar sem allt á að gerast.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fer Árni endrum og sinnum til München til þess að skrifa dulítið?

2:24 f.h., nóvember 29, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei

2:30 f.h., nóvember 29, 2006  
Blogger Þórfreður said...

Skáldsögurnar skrifa sig ekki sjálfar og varla er það alltaf tekið út með sældinni að vera rithöfundur – útstrikanir, viðbætur og umskrif og svo aftur útstrikanir, viðbætur og umskrif.

Þetta er reyndar grípandi texti. Ég hlakka til að lesa þessa skáldsögu.

4:40 e.h., nóvember 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér líst vel á þetta og ekki síst lýsinguna á lyktinni inni á veitingastaðnum. Finnst ég kannast við svona fnyk sem venst á slíkum stöðum sumum hverjum.

9:45 e.h., nóvember 29, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þakka kveðjurnar félagar. Já, ég hef ekki áhyggjur af stílnum á sögunni, meira af heildarmyndinni, öllu væginu, sögufléttunni og þess háttar. Þetta er endalaust basl en það er samt hugur í mér.

11:03 e.h., nóvember 29, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:57 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:40 f.h., desember 01, 2014  
Blogger yanmaneee said...

jordan shoes
off white hoodie
air jordan
kyrie 6 shoes
jordan shoes
nike kd 11
chrome hearts outlet
jordan sneakers
supreme shirt
longchamp bags

1:36 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home