sunnudagur, desember 10, 2006

Ætli ég skrifi ekki bara stutta framhaldsgagnrýni um Eitur fyrir byrjendur. Varla gagnrýni. Lestrarupplifun án ábyrgðar. Ég les hana á bókakaffihúsum. Núna er ég búinn með 20 blaðsíður (sem er ekki mjög lítið því hún er 131 síða) og jú, þetta er gaman og þetta er mjög vel skrifað. Atriðið þegar sambýlingarnir fá fiðring hvort til annars en sjá að sér er t.d. afbragðsgott. Það er geðþekkur nútímablær yfir textanum en uppbyggingin virðist þægilega hefðbundin. Fyrir aftan mig er netmynstrað skraut sem varpar skuggum á blaðsíðurnar þannig að það er dálítið eins og ég sé að lesa undir laufskrúði í sólskini. Þetta er í bókakaffinu í Eymundsson.

Síðan er bara að vona að EÖN hafi haldið dampi. Ég er hræddastur við að það komi enginn háski eða alvara í þetta, eða það verði ekki nógu sannfærandi þegar þar að kemur. - Það er þarna fólk að finna sig í lífinu, það hefur dáið barn einhvern tíma, þau eru ekki par en samt er einhver fiðringur; efnið er spennandi og krefst þess að maður finni eitthvað til þegar á líður. Þetta plöntutal má líka ekki bara vera eitthvað blaður og flipp. Það verður að vera vel hugsuð líking við eða metafóra um eitthvað áþreifanlegt sem manni finnst skipta máli. Við sjáum til. Maðurinn getur skrifað. Ég fórna líklega korteri af hádegismatnum mínum á morgun í þetta.

2 Comments:

Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:58 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:40 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home