laugardagur, febrúar 24, 2007

Ég var á leiðinni upp úr þvottahúsinu, leit út um gluggann og sá þrjár unglingsstelpur ganga að húsinu. Ein þeirra var dálítið lík Freyju. Andartaki síðar áttaði ég mig á því að þetta var Freyja með tveimur vinkonum sínum. Henni var lítt gefið um athygli okkar Erlu. Við eltum stelpurnar inn í svefnherbergi, vildum endilega spjalla við þær en Freyja ýmist rak okkur út eða grátbað okkur um að hverfa henni sjónum. Ég stakk upp á því að við Erla syngdum nokkur lög fyrir þær. Almennt þóttu vinkonunum brandarar mínir mun fyndnari en Freyju, ég veit ekki hvort það var af kurteisi. Freyja sagði bara: "Fariði, fariði, út út, - æ fariði, látiði okkur vera ..."

Loks losuðum við Freyju úr þessari prísund, yfirgáfum húsið og löbbuðum niður í bæ til að fá okkur kaffi og kakó á Mokka. Kjartan var að leika sér með vini sínum og vildi líka sem minnst af okkur vita en þó ekki af sama ákafanum og systir hans.

Í Bankastrætinu sáum við nýlegan prófkjörsframbjóðanda sem leit ekki lengur út eins og frambjóðandi heldur eins og ... eitthvað allt annað. Fólk sem er hjálparþurfi þarf að leita sér hjálpar.

Aðallega mættum við þó ungu fólki með barnavagna. "Úff, ekki sakna ég þessa barnavagnalífs. Ég meina, það var ágætt á sínum tíma en feginn er ég að vera laus við það", sagði ég. "Mér fannst svo þægilegt að vera með barnavagn, maður gat keyrt hann út um allt og lagt honum beint fyrir utan kaffihúsið". - "Já, en þetta var svo bindandi, svo vaknaði krakkinn og maður þurfti að taka hann upp. Maður þurfti alltaf að vera að halda á þeim." - "Það er svo þægilegt að halda á börnum", andmælti hún mér enn; "eitthvað annað en núna, núna segja þau bara: 'Fariði, fariði, út út, - æ fariði, látiði okkur vera ...' "

Þá var kominn tími til að breyta um umræðuefni. Það gerði ég.

Á Mokka sá ég Árna Blandon. Árið 1991 skrifaði hann fyndnasta ritdóm sem ég hef lesið, dóm um skáldsögu eftir Jón Óttar Ragnarsson. Mér þætti greinin vitanlega ekki fyndin ef hún væri um bók eftir sjálfan mig. Þetta efni má nálgast á badabing.is en þar endurnýjaði ég kynnin við greinina fyrir nokkrum mánuðum.

Erla kvaddi og labbaði heim, skildi mig eftir úti í bæ þar sem ég reyni að skrifa, annaðhvort á kaffihúsum eða í kjallaraherberginu á Íslensku. Á morgun ætla ég að reyna að gera það heima en það hefur lengi verið draumur minn að ná einbeitingu heimavið. Það endar því miður oftast með geðvonskukasti og alla langar til að losna við mig út.

Annað kvöld ætlum við á þýsku myndina í Fjalakettinum, Knallhart. Það verður gaman að rölta þangað.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bloggið þið breytist alltaf þegar þú skrifar um Erlu og krakkana, það kemur í það hlýrri tónn og ósjálfrátt lyftast munnvikin.

2:50 f.h., febrúar 25, 2007  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:00 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:42 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:52 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home